Ólafía Þórunn: Aðalmarkmiðið að halda keppnisréttinum Kári Örn Hinriksson skrifar 7. janúar 2016 16:30 Ólafía stendur í ströngu á nýju ári. Vísir. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut blað í íslenskri golfsögu í desember en hún varð önnur íslenska golfkonan til þess að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Hún fetar þar með í fótspor Ólöfu Maríu Jónsdóttur sem lék á mótaröðinni frá 2005 til 2007 en Ólafía var í viðtali við Hjört Hjartar í Akraborginni á dögunum um hvað tekur við næst. Þar talar hún meðal annars um væntingarnar fyrir komandi keppnistímabil á mótaröðinni og framtíðarmarkmið sín sem atvinnumanneskja í golfinu. „Ég vonast til þess að læra sem mest á fyrsta árinu, maður verður að passa væntingarnar í fyrstu því þær geta haft áhrif á mann. Aðalmarkmiðið verður að halda keppnisréttinum.“ Ólafía segir einnig að draumurinn sé að komast á bandarísku LPGA mótaröðina þar sem bestu golfkonur heims spila.„Þar er maður komin meðal þeirra bestu og verðlaunaféð er hærra. Mig dreymir um að vera meðal þeirra og jafnvel vinna eitt af þessum mótum.“ Fyrsta mót Ólafíu á Evrópumótaröðinni er um miðjan febrúar en það fer fram í Nýja Sjálandi. Þaðan fer mótaröðin til Ástralíu og svo Kína en næsta sumar munu flest mótin verða spiluð í Evrópu. Eitt er víst að árið verður spennandi hjá Ólafíu en mótaskránna á Evrópumótaröðinni má sjá hér. Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut blað í íslenskri golfsögu í desember en hún varð önnur íslenska golfkonan til þess að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Hún fetar þar með í fótspor Ólöfu Maríu Jónsdóttur sem lék á mótaröðinni frá 2005 til 2007 en Ólafía var í viðtali við Hjört Hjartar í Akraborginni á dögunum um hvað tekur við næst. Þar talar hún meðal annars um væntingarnar fyrir komandi keppnistímabil á mótaröðinni og framtíðarmarkmið sín sem atvinnumanneskja í golfinu. „Ég vonast til þess að læra sem mest á fyrsta árinu, maður verður að passa væntingarnar í fyrstu því þær geta haft áhrif á mann. Aðalmarkmiðið verður að halda keppnisréttinum.“ Ólafía segir einnig að draumurinn sé að komast á bandarísku LPGA mótaröðina þar sem bestu golfkonur heims spila.„Þar er maður komin meðal þeirra bestu og verðlaunaféð er hærra. Mig dreymir um að vera meðal þeirra og jafnvel vinna eitt af þessum mótum.“ Fyrsta mót Ólafíu á Evrópumótaröðinni er um miðjan febrúar en það fer fram í Nýja Sjálandi. Þaðan fer mótaröðin til Ástralíu og svo Kína en næsta sumar munu flest mótin verða spiluð í Evrópu. Eitt er víst að árið verður spennandi hjá Ólafíu en mótaskránna á Evrópumótaröðinni má sjá hér.
Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira