Ólafía Þórunn: Aðalmarkmiðið að halda keppnisréttinum Kári Örn Hinriksson skrifar 7. janúar 2016 16:30 Ólafía stendur í ströngu á nýju ári. Vísir. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut blað í íslenskri golfsögu í desember en hún varð önnur íslenska golfkonan til þess að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Hún fetar þar með í fótspor Ólöfu Maríu Jónsdóttur sem lék á mótaröðinni frá 2005 til 2007 en Ólafía var í viðtali við Hjört Hjartar í Akraborginni á dögunum um hvað tekur við næst. Þar talar hún meðal annars um væntingarnar fyrir komandi keppnistímabil á mótaröðinni og framtíðarmarkmið sín sem atvinnumanneskja í golfinu. „Ég vonast til þess að læra sem mest á fyrsta árinu, maður verður að passa væntingarnar í fyrstu því þær geta haft áhrif á mann. Aðalmarkmiðið verður að halda keppnisréttinum.“ Ólafía segir einnig að draumurinn sé að komast á bandarísku LPGA mótaröðina þar sem bestu golfkonur heims spila.„Þar er maður komin meðal þeirra bestu og verðlaunaféð er hærra. Mig dreymir um að vera meðal þeirra og jafnvel vinna eitt af þessum mótum.“ Fyrsta mót Ólafíu á Evrópumótaröðinni er um miðjan febrúar en það fer fram í Nýja Sjálandi. Þaðan fer mótaröðin til Ástralíu og svo Kína en næsta sumar munu flest mótin verða spiluð í Evrópu. Eitt er víst að árið verður spennandi hjá Ólafíu en mótaskránna á Evrópumótaröðinni má sjá hér. Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut blað í íslenskri golfsögu í desember en hún varð önnur íslenska golfkonan til þess að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Hún fetar þar með í fótspor Ólöfu Maríu Jónsdóttur sem lék á mótaröðinni frá 2005 til 2007 en Ólafía var í viðtali við Hjört Hjartar í Akraborginni á dögunum um hvað tekur við næst. Þar talar hún meðal annars um væntingarnar fyrir komandi keppnistímabil á mótaröðinni og framtíðarmarkmið sín sem atvinnumanneskja í golfinu. „Ég vonast til þess að læra sem mest á fyrsta árinu, maður verður að passa væntingarnar í fyrstu því þær geta haft áhrif á mann. Aðalmarkmiðið verður að halda keppnisréttinum.“ Ólafía segir einnig að draumurinn sé að komast á bandarísku LPGA mótaröðina þar sem bestu golfkonur heims spila.„Þar er maður komin meðal þeirra bestu og verðlaunaféð er hærra. Mig dreymir um að vera meðal þeirra og jafnvel vinna eitt af þessum mótum.“ Fyrsta mót Ólafíu á Evrópumótaröðinni er um miðjan febrúar en það fer fram í Nýja Sjálandi. Þaðan fer mótaröðin til Ástralíu og svo Kína en næsta sumar munu flest mótin verða spiluð í Evrópu. Eitt er víst að árið verður spennandi hjá Ólafíu en mótaskránna á Evrópumótaröðinni má sjá hér.
Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira