Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. júlí 2016 19:07 Aldrei hafa fleiri mál verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu gegn íslenska ríkinu en nú. Dómstóllinn hefur krafið íslensk stjórnvöld svara í fimm málum það sem af er ári en dómstóllinn hefur aldrei sýknað íslenska ríkið eftir að mál hefur verið tekið til efnismeðferðar. Samkvæmt upplýsingum frá Mannréttindadómstól Evrópu hafa dómstólnum borist alls 196 kærur gegn Íslandi frá árinu 1959. 180 af þessum málum hafa ekki hlotið efnismeðferð. Af þeim 16 málum sem hlotið hafa efnismeðferð hefur íslenska ríkið í 13 tilvikum verið dæmt brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en þremur málum var lokið með sátt. Þetta þýðir að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ekki sýknað íslenska ríkið í neinu máli sem hlotið hefur efnismeðferð fyrir dómstólnum.Íslensk stjórnvöld krafin svara í máli Egils EinarssonarFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að nú sé 21 mál til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu en þau hafa aldrei verið fleiri. Af þeim sé búið að óska athugasemda í ellefu málum, meðal annars í málum Gests Jónssonar og Ragnars H. Hall gegn íslenska ríkinu og í máli Egils Einarssonar. Mál Egils varðar dóm Hæstaréttar frá því í nóvember 2014 en í málinu var Ingi Kristján Sigurmarsson sýknaður af öllum kröfum Egils, þ.m.t. ómerkingarkröfu þar sem ummæli Inga „Fuck You Rapist Bastard” voru talin vera gildisdómur. Margföldun í fyrirspurnum „Já þetta er mikill fjöldi mála. Ef maður skoðar tölur yfir þau erindi sem hafa borist íslenskum stjórnvöldum frá Mannréttindadómstólnum, þar sem verið er að óska eftir að ríkið veiti upplýsingar um mál, að þá hafa þetta undanfarin 10 ár verið frá engri fyrirspurn og upp í tvær fyrirspurnir,“ segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður hjá LEX. Í fyrra hafi íslenskum stjórnvöldum síðan borist fjórar fyrirspurnir. „Og samkvæmt þessum upplýsingum sem að þú lést mig hafa núna í dag að þá eru nú þegar á þessu ári komnar fimm fyrirspurnir og árið er ekki hálfnað. Þannig að þetta er margföldun í fyrirspurnum, já,“ segir Kristín. Rétt er að taka fram að Kristín var verjandi Magnúsar Guðmundssonar í Al-thani málinu en Mannréttindadómstóllinn krafði nýverið íslensk stjórnvöld svara vegna málsins. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Aldrei hafa fleiri mál verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu gegn íslenska ríkinu en nú. Dómstóllinn hefur krafið íslensk stjórnvöld svara í fimm málum það sem af er ári en dómstóllinn hefur aldrei sýknað íslenska ríkið eftir að mál hefur verið tekið til efnismeðferðar. Samkvæmt upplýsingum frá Mannréttindadómstól Evrópu hafa dómstólnum borist alls 196 kærur gegn Íslandi frá árinu 1959. 180 af þessum málum hafa ekki hlotið efnismeðferð. Af þeim 16 málum sem hlotið hafa efnismeðferð hefur íslenska ríkið í 13 tilvikum verið dæmt brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en þremur málum var lokið með sátt. Þetta þýðir að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ekki sýknað íslenska ríkið í neinu máli sem hlotið hefur efnismeðferð fyrir dómstólnum.Íslensk stjórnvöld krafin svara í máli Egils EinarssonarFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að nú sé 21 mál til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu en þau hafa aldrei verið fleiri. Af þeim sé búið að óska athugasemda í ellefu málum, meðal annars í málum Gests Jónssonar og Ragnars H. Hall gegn íslenska ríkinu og í máli Egils Einarssonar. Mál Egils varðar dóm Hæstaréttar frá því í nóvember 2014 en í málinu var Ingi Kristján Sigurmarsson sýknaður af öllum kröfum Egils, þ.m.t. ómerkingarkröfu þar sem ummæli Inga „Fuck You Rapist Bastard” voru talin vera gildisdómur. Margföldun í fyrirspurnum „Já þetta er mikill fjöldi mála. Ef maður skoðar tölur yfir þau erindi sem hafa borist íslenskum stjórnvöldum frá Mannréttindadómstólnum, þar sem verið er að óska eftir að ríkið veiti upplýsingar um mál, að þá hafa þetta undanfarin 10 ár verið frá engri fyrirspurn og upp í tvær fyrirspurnir,“ segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður hjá LEX. Í fyrra hafi íslenskum stjórnvöldum síðan borist fjórar fyrirspurnir. „Og samkvæmt þessum upplýsingum sem að þú lést mig hafa núna í dag að þá eru nú þegar á þessu ári komnar fimm fyrirspurnir og árið er ekki hálfnað. Þannig að þetta er margföldun í fyrirspurnum, já,“ segir Kristín. Rétt er að taka fram að Kristín var verjandi Magnúsar Guðmundssonar í Al-thani málinu en Mannréttindadómstóllinn krafði nýverið íslensk stjórnvöld svara vegna málsins.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira