Pistorius gæti verið á leið aftur í fangelsi Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. júlí 2016 18:00 Oscar Pistorius Vísir/Getty Á morgun verður ákveðin refsing í máli suður-afríska spretthlauparans Oscars Pistorius. Hann gæti verið á leið aftur í fangelsi fyrir að hafa orðið unnustu sinni, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar 2013. Pistorius losnaði úr fangelsi í Pretoriu í Suður-Afríku í október á síðasta ári eftir að hafa afplánað eitt ár af fimm ára dómi sem hann fékk fyrir manndráp af gáleysi, en hann skaut Steenkamp í gegnum baðherbergishurð á heimili sínu, fjórum skotum. Segist hann sjálfur hafa talið að innbrotsþjófur væri á ferli.Sjá einnig: Hver er Oscar Pistorius? Áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku sneri síðan við dómnum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Simon Cowell framleiddi heimildamyndina Fallen Hero: Oscar Pistorius, sem er fyrsta sjónvarpsviðtalið við Pistorius sjálfan um atburði næturinnar örlagaríku. Myndin var frumsýnd þann 24. júní síðastliðinn í Suður-Afríku, en verður sýnd á Stöð 2 í kvöld klukkan 21.20.Ebba bar vitni.SkjáskotÍslensk tenging Málið hefur íslenska tengingu, en Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er meðal þeirra sem borið hefur vitni við réttarhöldin yfir spretthlauparanum.Pistorius var ellefu mánaða þegar báðir fætur hans voru fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi vantaði í báða fætur hans. Það sama á við um son Ebbu, Hafliða, og þannig kynntust fjölskyldur Ebbu og Pistorius, sem Ebba segir mikilvæga fyrirmynd fyrir Hafliða.Sjá einnig: Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: "Vinátta okkar var yndisleg" Þá var það íslenski stoðtækjaframleiðandinn Össur sem gerði gervifæturnar sem Pistorius hljóp á. Hann kom oft til Íslands vegna þessa samstarfs. Tengdar fréttir Pistorius fær ekki að áfrýja morðdómi Refsing Oscar Pistorius fyrir morðið á kærustu sinni Reeva Steenkamp verður ákveðin í næsta mánuði. 3. mars 2016 16:17 Pistorius áfrýjar morðdómi Pistorius hafði verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp án gáleysis, en þeim dómi var breytt í morð í desember. 11. janúar 2016 17:45 Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu Málið er flutt í beinni útsendingu. 13. júní 2016 08:33 Pistorius sleppt gegn tryggingu á meðan hann bíður refsingar Dómari dæmdi í síðustu viku Oscar Pistorius fyrir morð á unnustu sinni, Reevu Steenkamp, árið 2013. 8. desember 2015 11:13 Dómi Pistorius breytt í morð Áfrýjunardómstóll Suður Afríku úrskurðaði að fyrri dómurinn yfir Pistorius hafi verið gallaður. 3. desember 2015 08:58 Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt „Átti því ekki möguleika á að verja sig.“ 15. júní 2016 14:07 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Á morgun verður ákveðin refsing í máli suður-afríska spretthlauparans Oscars Pistorius. Hann gæti verið á leið aftur í fangelsi fyrir að hafa orðið unnustu sinni, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar 2013. Pistorius losnaði úr fangelsi í Pretoriu í Suður-Afríku í október á síðasta ári eftir að hafa afplánað eitt ár af fimm ára dómi sem hann fékk fyrir manndráp af gáleysi, en hann skaut Steenkamp í gegnum baðherbergishurð á heimili sínu, fjórum skotum. Segist hann sjálfur hafa talið að innbrotsþjófur væri á ferli.Sjá einnig: Hver er Oscar Pistorius? Áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku sneri síðan við dómnum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Simon Cowell framleiddi heimildamyndina Fallen Hero: Oscar Pistorius, sem er fyrsta sjónvarpsviðtalið við Pistorius sjálfan um atburði næturinnar örlagaríku. Myndin var frumsýnd þann 24. júní síðastliðinn í Suður-Afríku, en verður sýnd á Stöð 2 í kvöld klukkan 21.20.Ebba bar vitni.SkjáskotÍslensk tenging Málið hefur íslenska tengingu, en Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er meðal þeirra sem borið hefur vitni við réttarhöldin yfir spretthlauparanum.Pistorius var ellefu mánaða þegar báðir fætur hans voru fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi vantaði í báða fætur hans. Það sama á við um son Ebbu, Hafliða, og þannig kynntust fjölskyldur Ebbu og Pistorius, sem Ebba segir mikilvæga fyrirmynd fyrir Hafliða.Sjá einnig: Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: "Vinátta okkar var yndisleg" Þá var það íslenski stoðtækjaframleiðandinn Össur sem gerði gervifæturnar sem Pistorius hljóp á. Hann kom oft til Íslands vegna þessa samstarfs.
Tengdar fréttir Pistorius fær ekki að áfrýja morðdómi Refsing Oscar Pistorius fyrir morðið á kærustu sinni Reeva Steenkamp verður ákveðin í næsta mánuði. 3. mars 2016 16:17 Pistorius áfrýjar morðdómi Pistorius hafði verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp án gáleysis, en þeim dómi var breytt í morð í desember. 11. janúar 2016 17:45 Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu Málið er flutt í beinni útsendingu. 13. júní 2016 08:33 Pistorius sleppt gegn tryggingu á meðan hann bíður refsingar Dómari dæmdi í síðustu viku Oscar Pistorius fyrir morð á unnustu sinni, Reevu Steenkamp, árið 2013. 8. desember 2015 11:13 Dómi Pistorius breytt í morð Áfrýjunardómstóll Suður Afríku úrskurðaði að fyrri dómurinn yfir Pistorius hafi verið gallaður. 3. desember 2015 08:58 Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt „Átti því ekki möguleika á að verja sig.“ 15. júní 2016 14:07 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Pistorius fær ekki að áfrýja morðdómi Refsing Oscar Pistorius fyrir morðið á kærustu sinni Reeva Steenkamp verður ákveðin í næsta mánuði. 3. mars 2016 16:17
Pistorius áfrýjar morðdómi Pistorius hafði verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp án gáleysis, en þeim dómi var breytt í morð í desember. 11. janúar 2016 17:45
Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu Málið er flutt í beinni útsendingu. 13. júní 2016 08:33
Pistorius sleppt gegn tryggingu á meðan hann bíður refsingar Dómari dæmdi í síðustu viku Oscar Pistorius fyrir morð á unnustu sinni, Reevu Steenkamp, árið 2013. 8. desember 2015 11:13
Dómi Pistorius breytt í morð Áfrýjunardómstóll Suður Afríku úrskurðaði að fyrri dómurinn yfir Pistorius hafi verið gallaður. 3. desember 2015 08:58
Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt „Átti því ekki möguleika á að verja sig.“ 15. júní 2016 14:07