Pistorius gæti verið á leið aftur í fangelsi Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. júlí 2016 18:00 Oscar Pistorius Vísir/Getty Á morgun verður ákveðin refsing í máli suður-afríska spretthlauparans Oscars Pistorius. Hann gæti verið á leið aftur í fangelsi fyrir að hafa orðið unnustu sinni, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar 2013. Pistorius losnaði úr fangelsi í Pretoriu í Suður-Afríku í október á síðasta ári eftir að hafa afplánað eitt ár af fimm ára dómi sem hann fékk fyrir manndráp af gáleysi, en hann skaut Steenkamp í gegnum baðherbergishurð á heimili sínu, fjórum skotum. Segist hann sjálfur hafa talið að innbrotsþjófur væri á ferli.Sjá einnig: Hver er Oscar Pistorius? Áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku sneri síðan við dómnum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Simon Cowell framleiddi heimildamyndina Fallen Hero: Oscar Pistorius, sem er fyrsta sjónvarpsviðtalið við Pistorius sjálfan um atburði næturinnar örlagaríku. Myndin var frumsýnd þann 24. júní síðastliðinn í Suður-Afríku, en verður sýnd á Stöð 2 í kvöld klukkan 21.20.Ebba bar vitni.SkjáskotÍslensk tenging Málið hefur íslenska tengingu, en Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er meðal þeirra sem borið hefur vitni við réttarhöldin yfir spretthlauparanum.Pistorius var ellefu mánaða þegar báðir fætur hans voru fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi vantaði í báða fætur hans. Það sama á við um son Ebbu, Hafliða, og þannig kynntust fjölskyldur Ebbu og Pistorius, sem Ebba segir mikilvæga fyrirmynd fyrir Hafliða.Sjá einnig: Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: "Vinátta okkar var yndisleg" Þá var það íslenski stoðtækjaframleiðandinn Össur sem gerði gervifæturnar sem Pistorius hljóp á. Hann kom oft til Íslands vegna þessa samstarfs. Tengdar fréttir Pistorius fær ekki að áfrýja morðdómi Refsing Oscar Pistorius fyrir morðið á kærustu sinni Reeva Steenkamp verður ákveðin í næsta mánuði. 3. mars 2016 16:17 Pistorius áfrýjar morðdómi Pistorius hafði verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp án gáleysis, en þeim dómi var breytt í morð í desember. 11. janúar 2016 17:45 Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu Málið er flutt í beinni útsendingu. 13. júní 2016 08:33 Pistorius sleppt gegn tryggingu á meðan hann bíður refsingar Dómari dæmdi í síðustu viku Oscar Pistorius fyrir morð á unnustu sinni, Reevu Steenkamp, árið 2013. 8. desember 2015 11:13 Dómi Pistorius breytt í morð Áfrýjunardómstóll Suður Afríku úrskurðaði að fyrri dómurinn yfir Pistorius hafi verið gallaður. 3. desember 2015 08:58 Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt „Átti því ekki möguleika á að verja sig.“ 15. júní 2016 14:07 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Á morgun verður ákveðin refsing í máli suður-afríska spretthlauparans Oscars Pistorius. Hann gæti verið á leið aftur í fangelsi fyrir að hafa orðið unnustu sinni, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar 2013. Pistorius losnaði úr fangelsi í Pretoriu í Suður-Afríku í október á síðasta ári eftir að hafa afplánað eitt ár af fimm ára dómi sem hann fékk fyrir manndráp af gáleysi, en hann skaut Steenkamp í gegnum baðherbergishurð á heimili sínu, fjórum skotum. Segist hann sjálfur hafa talið að innbrotsþjófur væri á ferli.Sjá einnig: Hver er Oscar Pistorius? Áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku sneri síðan við dómnum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Simon Cowell framleiddi heimildamyndina Fallen Hero: Oscar Pistorius, sem er fyrsta sjónvarpsviðtalið við Pistorius sjálfan um atburði næturinnar örlagaríku. Myndin var frumsýnd þann 24. júní síðastliðinn í Suður-Afríku, en verður sýnd á Stöð 2 í kvöld klukkan 21.20.Ebba bar vitni.SkjáskotÍslensk tenging Málið hefur íslenska tengingu, en Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er meðal þeirra sem borið hefur vitni við réttarhöldin yfir spretthlauparanum.Pistorius var ellefu mánaða þegar báðir fætur hans voru fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi vantaði í báða fætur hans. Það sama á við um son Ebbu, Hafliða, og þannig kynntust fjölskyldur Ebbu og Pistorius, sem Ebba segir mikilvæga fyrirmynd fyrir Hafliða.Sjá einnig: Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: "Vinátta okkar var yndisleg" Þá var það íslenski stoðtækjaframleiðandinn Össur sem gerði gervifæturnar sem Pistorius hljóp á. Hann kom oft til Íslands vegna þessa samstarfs.
Tengdar fréttir Pistorius fær ekki að áfrýja morðdómi Refsing Oscar Pistorius fyrir morðið á kærustu sinni Reeva Steenkamp verður ákveðin í næsta mánuði. 3. mars 2016 16:17 Pistorius áfrýjar morðdómi Pistorius hafði verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp án gáleysis, en þeim dómi var breytt í morð í desember. 11. janúar 2016 17:45 Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu Málið er flutt í beinni útsendingu. 13. júní 2016 08:33 Pistorius sleppt gegn tryggingu á meðan hann bíður refsingar Dómari dæmdi í síðustu viku Oscar Pistorius fyrir morð á unnustu sinni, Reevu Steenkamp, árið 2013. 8. desember 2015 11:13 Dómi Pistorius breytt í morð Áfrýjunardómstóll Suður Afríku úrskurðaði að fyrri dómurinn yfir Pistorius hafi verið gallaður. 3. desember 2015 08:58 Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt „Átti því ekki möguleika á að verja sig.“ 15. júní 2016 14:07 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Pistorius fær ekki að áfrýja morðdómi Refsing Oscar Pistorius fyrir morðið á kærustu sinni Reeva Steenkamp verður ákveðin í næsta mánuði. 3. mars 2016 16:17
Pistorius áfrýjar morðdómi Pistorius hafði verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp án gáleysis, en þeim dómi var breytt í morð í desember. 11. janúar 2016 17:45
Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu Málið er flutt í beinni útsendingu. 13. júní 2016 08:33
Pistorius sleppt gegn tryggingu á meðan hann bíður refsingar Dómari dæmdi í síðustu viku Oscar Pistorius fyrir morð á unnustu sinni, Reevu Steenkamp, árið 2013. 8. desember 2015 11:13
Dómi Pistorius breytt í morð Áfrýjunardómstóll Suður Afríku úrskurðaði að fyrri dómurinn yfir Pistorius hafi verið gallaður. 3. desember 2015 08:58
Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt „Átti því ekki möguleika á að verja sig.“ 15. júní 2016 14:07