Viðskipti innlent

Sigríður lætur af störfum framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sigríður tók við starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika í Seðlabankanum 1. janúar 2012.
Sigríður tók við starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika í Seðlabankanum 1. janúar 2012.
Sigríður Benediktsdóttir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabanka Íslands lætur af störfum 1. október næstkomandi en henni hefur boðist starf hjá Yale-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hún mun sinna rannsóknum og kennslu.

Fram kemur í tilkynningu að Sigríður starfaði áður við Yale á árunum 2007-2012, þó með hléi á árunum 2009-2010 þegar hún sat í rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008.

Sigríður tók við starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika í Seðlabankanum 1. janúar 2012. Meginviðfangsefni sviðsins eru í greining og mat á kerfisáhættu og fjármálastöðugleika ásamt þátttöku í mótun varúðarreglna fyrir fjármálakerfið. Hún hefur einnig setið í kerfisáhætturáði Danmerkur frá ársbyrjun 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×