Viðskipti innlent

Tæplega áttatíu prósent meiri viðskipti

Sæunn Gísladóttir skrifar
Mest voru viðskipti með bréf Icelandair Group.
Mest voru viðskipti með bréf Icelandair Group. Vísir/GVA
Heildarviðskipti með hlutabréf fyrstu sex mánuði ársins í Kauphöll Íslands námu 289,6 milljörðum króna, samanborið við 162,8 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Um er að ræða 77,9 prósent hækkun milli ára.

Fyrstu sex mánuði ársins voru mest viðskipti með bréf Icelandair Group og námu viðskiptin 83,5 milljörðum, viðskipti með bréf Marel námu 41,9 milljarði.

Heildarmarksvirði skráðra félaga hefur lækkað á hálfu ári úr 1.049 milljörðum króna í 990 milljarða króna. Úrvalsvísitalan hefur á fyrstu sex mánuðum ársins lækkað um 5,52 prósent.

Gengi hlutabréfa i N1 hækkuðu hve mest á tímabilinu eða um 33 prósent. Gengi hlutabréfa í HB Granda lækkuðu einna mest eða um 28 prósent.

Arion banki hefur verið með mestu hlutdeildina 24,7 prósent á árinu, Landsbankinn með 23,5 prósent hlutdeild á árinu og Íslandsbanki með 16,6 prósent á árinu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×