Mikið flakk á kjósendum á síðustu metrunum Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2016 19:30 Núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Þeir fengju 30 þingmenn en 32 þarf til að mynda lágmarks meirihluta á Alþingi. Meirihluti núverandi stjórnarflokka er einnig fallinn samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9,9 prósent fylgi tapar miklu frá síðustu kosningum og færi úr 19 þingmönnum í 8. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 27,3 prósent sem er nánast sama fylgið og í kosningunum 2013 og fengi 18 þingmenn. Samfylkingin tapaði miklu fylgi í kosningunum 2013 og tapar enn meiru nú , með 5,7 prósent tapar sex þingmönnum og kæmi aðeins 4 mönnum á þing. Vinstri græn vinna mikið á og mælast nú með 16,4 prósent og fengju 11 þingmenn en eru nú með 7. Björt framtíð er tæpum tveimur prósentustigum undir kjörfylgi sínu og er nú með 6,3 prósent, tapar 2 þingmönnum og fengi fjóra þingmenn. Allt stefnir í sigur hjá Pírötum þótt fylgið hafi dalað frá því það var mest í könnunum. Þeir mælast nú með 18,4 prósent og fengju 12 þingmenn, bættu við sig 9. Viðreisn er með svipað fylgi og í síðustu könnun okkar eða 10,5 prósent og fengi 7 menn á þing.Þingmannafjöldi miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 25. og 26. október.Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta Ef þetta yrðu úrslit kosninganna á laugardag myndi samsetning þingflokka breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu sameiginlega úr 38 þingmönnum í 26 og stjórnin þar með fallinn. En stjórnarandstaðan færi úr 25 þingmönnum í 37 þingmenn að þingmönnum Viðreisnar meðtöldum. Þetta þýðir að núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta með sína 30 þingmenn og þyrftu því á Viðreisn að halda í fimm flokka stjórn eða eitthvað annað stjórnarmynstur þyrfti til að ná að fara yfir 32 þingmanna meirihluta á Alþingi. Í þessari könnun koma einnig fram fróðlegar upplýsingar um frá hverjum og til hverra fylgið er að fara miðað við síðustu kosningar árið 2013. En úrtakið var óvenju stórt, eða 2.006 manns á kosningaaldri, 1.564 svöruðu, en 642 neituðu að svara og var svarhlutfallið því 70,9 prósent. Á meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá niðurstöðu könnunarinnar miðað við fylgi flokkanna í síðustu kosningum og hins vegar hvernig kjósendur flokkanna í kosningunum 2013 ætla að kjósa á laugardaginn. Fletta má í gegnum myndirnar hér að neðan með því að smella á myndina. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Samfylkingin og Björt framtíð gætu dottið út af þingi 26. október 2016 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Þeir fengju 30 þingmenn en 32 þarf til að mynda lágmarks meirihluta á Alþingi. Meirihluti núverandi stjórnarflokka er einnig fallinn samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9,9 prósent fylgi tapar miklu frá síðustu kosningum og færi úr 19 þingmönnum í 8. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 27,3 prósent sem er nánast sama fylgið og í kosningunum 2013 og fengi 18 þingmenn. Samfylkingin tapaði miklu fylgi í kosningunum 2013 og tapar enn meiru nú , með 5,7 prósent tapar sex þingmönnum og kæmi aðeins 4 mönnum á þing. Vinstri græn vinna mikið á og mælast nú með 16,4 prósent og fengju 11 þingmenn en eru nú með 7. Björt framtíð er tæpum tveimur prósentustigum undir kjörfylgi sínu og er nú með 6,3 prósent, tapar 2 þingmönnum og fengi fjóra þingmenn. Allt stefnir í sigur hjá Pírötum þótt fylgið hafi dalað frá því það var mest í könnunum. Þeir mælast nú með 18,4 prósent og fengju 12 þingmenn, bættu við sig 9. Viðreisn er með svipað fylgi og í síðustu könnun okkar eða 10,5 prósent og fengi 7 menn á þing.Þingmannafjöldi miðað við nýjustu könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 25. og 26. október.Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta Ef þetta yrðu úrslit kosninganna á laugardag myndi samsetning þingflokka breytast mikið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir færu sameiginlega úr 38 þingmönnum í 26 og stjórnin þar með fallinn. En stjórnarandstaðan færi úr 25 þingmönnum í 37 þingmenn að þingmönnum Viðreisnar meðtöldum. Þetta þýðir að núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu ekki myndað meirihluta með sína 30 þingmenn og þyrftu því á Viðreisn að halda í fimm flokka stjórn eða eitthvað annað stjórnarmynstur þyrfti til að ná að fara yfir 32 þingmanna meirihluta á Alþingi. Í þessari könnun koma einnig fram fróðlegar upplýsingar um frá hverjum og til hverra fylgið er að fara miðað við síðustu kosningar árið 2013. En úrtakið var óvenju stórt, eða 2.006 manns á kosningaaldri, 1.564 svöruðu, en 642 neituðu að svara og var svarhlutfallið því 70,9 prósent. Á meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá niðurstöðu könnunarinnar miðað við fylgi flokkanna í síðustu kosningum og hins vegar hvernig kjósendur flokkanna í kosningunum 2013 ætla að kjósa á laugardaginn. Fletta má í gegnum myndirnar hér að neðan með því að smella á myndina.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Samfylkingin og Björt framtíð gætu dottið út af þingi 26. október 2016 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og Samfylkingin minnst samkvæmt nýrri könnun MMR Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi flokka sem gerð var dagana 19. til 26. október. 26. október 2016 12:50