Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. október 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. vísir/eyþór Brynhildur Davíðsdóttir prófessor tekur ekki sæti í stjórn Matís ohf. eins og hún var kjörin til á aðalfundi félagsins á þriðjudaginn í síðustu viku. „Kvöldið fyrir aðalfund varð ljóst að ráðherrann Gunnar Bragi Sveinsson hygðist taka allt aðra stefnu með stjórn félagsins en fyrirrennarar hans í embætti, með því að skipa fjóra nýja stjórnarmenn þótt fyrir lægi að allir nema einn af stjórnarmönnum gæfu kost á sér,“ segir Friðrik Friðriksson, sem settur var af sem stjórnarformaður og út úr stjórninni á aðalfundinum, Að sögn Friðriks sagði hann á aðalfundinum að vinnubrögð Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, væru ámælisverð. „Í ljós hefur komið að einn af þeim sem stillt var upp af ráðherra hafði þegar afþakkað setu í stjórn áður en til fundarins kom, en var kjörinn samt. Þess utan voru samþykktir félagsins brotnar með því að framboð til stjórnar lá ekki fyrir fimm dögum fyrir fund,“ segir Friðrik.Friðrik FriðrikssonKristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir ekki úrslitaatriði að fimm daga fresturinn var ekki virtur. „Ég hugsa að það hafi nú verið vanhöld á því í gegnum tíðina, það er ekki ógildingarástæða,“ segir hann. Friðrik segir hins vegar óumdeilt að framkvæmd stjórnarkjörsins hafi verið gölluð og að það verði að leiðrétta. „Að mínu mati blasir við að það verður aðeins gert á nýjum aðalfundi eða hlutahafafundi og þá verði kjörin lögmæt stjórn í félaginu,“ segir hann og vísar í ákvæði laga sem segir að stjórnarmenn í opinberum hlutafélögum skuli allir kjörnir á sama fundi. Kristján á hinn bóginn segir að aðeins þurfi að velja einn nýjan stjórnarmann. „Það fór ekkert úrskeiðis öðruvísi en þannig að einn stjórnarmaður tók ekki kjöri,“ segir hann. Ekki þurfi nýjan aðalfund og skipa þar alla stjórnina. „Það er ekki skoðun okkar.“ Að sögn Kristjáns er unnið að lausn málsins í samræmi við lög. „En þarna er bara einn eigandi,“ bendir ráðuneytisstjórinn á.Brynhildur Davíðsdóttir prófessor„Nú er það þannig að hlutafélagalögin eins og önnur lög eru sett til að fara eftir þeim. Samþykktir félaga eru settar til að fara eftir þeim. Ég á von á því að hluthafinn fari að lögum, geri rétta hlutinn og haldi bara annan fund,“ segir Friðrik Friðriksson. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segist leggja áherslu á fagleg vinnubrögð. „Það er mikilvægt að öllum formsatriðum í þeirri löggjöf sem um okkur gildir verði fylgt og það er enginn ágreiningur um það,“ segir forstjórinn sem kveðst eiga von á því að boðað verði til nýs hluthafafundar. Boða þarf slíkan fund með sjö daga fyrirvara. Ekki náðist í Brynhildi Davíðsdóttur í gær. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Brynhildur Davíðsdóttir prófessor tekur ekki sæti í stjórn Matís ohf. eins og hún var kjörin til á aðalfundi félagsins á þriðjudaginn í síðustu viku. „Kvöldið fyrir aðalfund varð ljóst að ráðherrann Gunnar Bragi Sveinsson hygðist taka allt aðra stefnu með stjórn félagsins en fyrirrennarar hans í embætti, með því að skipa fjóra nýja stjórnarmenn þótt fyrir lægi að allir nema einn af stjórnarmönnum gæfu kost á sér,“ segir Friðrik Friðriksson, sem settur var af sem stjórnarformaður og út úr stjórninni á aðalfundinum, Að sögn Friðriks sagði hann á aðalfundinum að vinnubrögð Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, væru ámælisverð. „Í ljós hefur komið að einn af þeim sem stillt var upp af ráðherra hafði þegar afþakkað setu í stjórn áður en til fundarins kom, en var kjörinn samt. Þess utan voru samþykktir félagsins brotnar með því að framboð til stjórnar lá ekki fyrir fimm dögum fyrir fund,“ segir Friðrik.Friðrik FriðrikssonKristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir ekki úrslitaatriði að fimm daga fresturinn var ekki virtur. „Ég hugsa að það hafi nú verið vanhöld á því í gegnum tíðina, það er ekki ógildingarástæða,“ segir hann. Friðrik segir hins vegar óumdeilt að framkvæmd stjórnarkjörsins hafi verið gölluð og að það verði að leiðrétta. „Að mínu mati blasir við að það verður aðeins gert á nýjum aðalfundi eða hlutahafafundi og þá verði kjörin lögmæt stjórn í félaginu,“ segir hann og vísar í ákvæði laga sem segir að stjórnarmenn í opinberum hlutafélögum skuli allir kjörnir á sama fundi. Kristján á hinn bóginn segir að aðeins þurfi að velja einn nýjan stjórnarmann. „Það fór ekkert úrskeiðis öðruvísi en þannig að einn stjórnarmaður tók ekki kjöri,“ segir hann. Ekki þurfi nýjan aðalfund og skipa þar alla stjórnina. „Það er ekki skoðun okkar.“ Að sögn Kristjáns er unnið að lausn málsins í samræmi við lög. „En þarna er bara einn eigandi,“ bendir ráðuneytisstjórinn á.Brynhildur Davíðsdóttir prófessor„Nú er það þannig að hlutafélagalögin eins og önnur lög eru sett til að fara eftir þeim. Samþykktir félaga eru settar til að fara eftir þeim. Ég á von á því að hluthafinn fari að lögum, geri rétta hlutinn og haldi bara annan fund,“ segir Friðrik Friðriksson. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segist leggja áherslu á fagleg vinnubrögð. „Það er mikilvægt að öllum formsatriðum í þeirri löggjöf sem um okkur gildir verði fylgt og það er enginn ágreiningur um það,“ segir forstjórinn sem kveðst eiga von á því að boðað verði til nýs hluthafafundar. Boða þarf slíkan fund með sjö daga fyrirvara. Ekki náðist í Brynhildi Davíðsdóttur í gær. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira