Píratar vinna úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings Birgir Olgeirsson skrifar 29. febrúar 2016 20:16 Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson hafa ásamt Ástu Guðrún Helgadóttir leitað á náðir vinnustaðasálfræðings til að leysa úr deilum innan þingflokks Pírata. Vísir Píratar ætla að leysa úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Pírata en þar segjast þingmennirnir þrír, þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, hafa verið undir miklu álagi undanfarna mánuði og átt í samskiptaörðugleikum. Verandi að eigin sögn lausnamiðað fólk hafa þingmennirnir hafist handa við að vinna úr þessum erfiðleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings.Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.Vísir„Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu frá þingmönnunum. Þar kemur jafnframt fram að það sé samhugur innan þingflokksins að leysa úr innri ágreiningi á sem farsælastan hátt og þess vegna hafi þeir ákveðið í sameiningu að fara þessa leið, en hún hefur að þeirra sögn borið mikinn árangur á skömmum tíma. Sjá tilkynninguna í heild hér fyrir neðan:Það hefur ekki farið framhjá neinum að undanfarna mánuði hafa Píratar vaxið og dafnað ört. Á sama tima hefur álagið á þeim fáu kjörnum fulltrúum sem Píratar hafa á þingi og í sveitastjórn margfaldast. Við þingmenn Pírata höfum, eins og oft vill verða undir miklu álagi, átt í samskiptaörðugleikum. En við erum þrátt fyrir allt lausnamiðað fólk og höfum því hafist handa við að vinna úr þessum örðugleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings. Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi. Það er samhugur meðal þingflokksins að leysa innri ágreining á sem farsælastan hátt og þess vegna höfum við ákveðið í sameiningu að fara þessa leið. Hún hefur þegar borið mikinn árangur á skömmum tíma. Málstaður okkar og stefnumál eru stærri en hvert okkar. Við erum miklu sterkari sameinuð heldur en sundruð og við í þingflokki Pírata teljum okkur koma sterkari og samheldnari út úr þessu heldur en nokkru sinni fyrr. Kær kveðja, Ásta Guðrún Helgadóttir Birgitta Jónsdóttir Helgi Hrafn Gunnarsson. Tengdar fréttir Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50 Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54 Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00 Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Píratar ætla að leysa úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Pírata en þar segjast þingmennirnir þrír, þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, hafa verið undir miklu álagi undanfarna mánuði og átt í samskiptaörðugleikum. Verandi að eigin sögn lausnamiðað fólk hafa þingmennirnir hafist handa við að vinna úr þessum erfiðleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings.Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.Vísir„Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu frá þingmönnunum. Þar kemur jafnframt fram að það sé samhugur innan þingflokksins að leysa úr innri ágreiningi á sem farsælastan hátt og þess vegna hafi þeir ákveðið í sameiningu að fara þessa leið, en hún hefur að þeirra sögn borið mikinn árangur á skömmum tíma. Sjá tilkynninguna í heild hér fyrir neðan:Það hefur ekki farið framhjá neinum að undanfarna mánuði hafa Píratar vaxið og dafnað ört. Á sama tima hefur álagið á þeim fáu kjörnum fulltrúum sem Píratar hafa á þingi og í sveitastjórn margfaldast. Við þingmenn Pírata höfum, eins og oft vill verða undir miklu álagi, átt í samskiptaörðugleikum. En við erum þrátt fyrir allt lausnamiðað fólk og höfum því hafist handa við að vinna úr þessum örðugleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings. Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi. Það er samhugur meðal þingflokksins að leysa innri ágreining á sem farsælastan hátt og þess vegna höfum við ákveðið í sameiningu að fara þessa leið. Hún hefur þegar borið mikinn árangur á skömmum tíma. Málstaður okkar og stefnumál eru stærri en hvert okkar. Við erum miklu sterkari sameinuð heldur en sundruð og við í þingflokki Pírata teljum okkur koma sterkari og samheldnari út úr þessu heldur en nokkru sinni fyrr. Kær kveðja, Ásta Guðrún Helgadóttir Birgitta Jónsdóttir Helgi Hrafn Gunnarsson.
Tengdar fréttir Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50 Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54 Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00 Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50
Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54
Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00
Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58