Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnum Svavar Hávarðsson skrifar 29. febrúar 2016 06:00 Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir tíðindin gleðileg og mikilvægt að þessi mikla viðbót ferðafólks stefnir hingað að mestu leyti utan háannatíma. Uppfærð farþegaspá Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll gerir ráð fyrir að erlendir ferðamenn verði 1,73 milljónir á þessu ári – eða 37% fleiri en komu hingað til lands í fyrra. Fyrri farþegaspá Isavia er innan við þriggja mánaða gömul, en í lok nóvember gerði félagið ráð fyrir því að erlendum ferðamönnum myndi fjölga um rúm 22% og þeir yrðu 1,54 milljónir. Frá staðfestum tölum Ferðamálastofu fyrir árið 2015 gerði fyrri farþegaspá ráð fyrir að 282 þúsund fleiri kæmu í ár, en ný spá gerir ráð fyrir að 468 þúsund erlendir ferðamenn bætist við hóp sem taldi tæplega 1,29 milljónir árið 2015. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir tíðindin gleðileg og mikilvægt að þessi mikla viðbót ferðafólks stefnir hingað að mestu leyti utan háannatíma, sem beri þess glöggt vitni að markaðssetning Isavia og ferðaþjónustunnar allrar hafi borið tilætlaðan árangur. „Flugfélögin hafa vaxið mjög hratt og framkvæmdir á flugvöllum eru í eðli sínu tímafrekar. Þær geta því illa haldist í hendur við svo mikla aukningu sem raun ber vitni nema hún verði utan mestu álagstímanna. Flugvöllurinn er þétt setinn á álagstímum en nóg pláss er utan þeirra. Það er því ánægjulegt að tekist hafi að dreifa álaginu betur þar sem þannig er hægt að mæta fjölguninni,“ segir Björn Óli. Fyrri farþegaspá gerði ráð fyrir að heildarfjöldi gesta í Keflavík yrði 6,25 milljónir í ár, en þeir voru 4,85 milljónir í fyrra. Ný spá gerir ráð fyrir að 6,66 milljónir ferðalanga fari um völlinn – sem er 37% aukning á milli ára. Isavia hefur gripið til ýmissa ráðstafana til að anna aukinni umferð. Fleira starfsfólk hefur verið ráðið og flugstöðin verið stækkuð, en hún er nú 10 þúsund fermetrum stærri en í fyrra. Á árinu 2016 verður farið í framkvæmdir fyrir um 20 milljarða króna, sem mun auka afköst og bæta flæðið innan flugstöðvarinnar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri farþegar á þremur árum Samkvæmt spá Isavia munu 6,25 milljónir fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Ef spár standast mun ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 verða slegið. 26. nóvember 2015 07:00 Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. 27. febrúar 2016 06:00 6,25 milljón farþegar um Keflavíkurflugvöll árið 2016 Búist er við að um 28,4 prósent fleiri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvelli á næsta ári en þessu. 25. nóvember 2015 10:41 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Uppfærð farþegaspá Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll gerir ráð fyrir að erlendir ferðamenn verði 1,73 milljónir á þessu ári – eða 37% fleiri en komu hingað til lands í fyrra. Fyrri farþegaspá Isavia er innan við þriggja mánaða gömul, en í lok nóvember gerði félagið ráð fyrir því að erlendum ferðamönnum myndi fjölga um rúm 22% og þeir yrðu 1,54 milljónir. Frá staðfestum tölum Ferðamálastofu fyrir árið 2015 gerði fyrri farþegaspá ráð fyrir að 282 þúsund fleiri kæmu í ár, en ný spá gerir ráð fyrir að 468 þúsund erlendir ferðamenn bætist við hóp sem taldi tæplega 1,29 milljónir árið 2015. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segir tíðindin gleðileg og mikilvægt að þessi mikla viðbót ferðafólks stefnir hingað að mestu leyti utan háannatíma, sem beri þess glöggt vitni að markaðssetning Isavia og ferðaþjónustunnar allrar hafi borið tilætlaðan árangur. „Flugfélögin hafa vaxið mjög hratt og framkvæmdir á flugvöllum eru í eðli sínu tímafrekar. Þær geta því illa haldist í hendur við svo mikla aukningu sem raun ber vitni nema hún verði utan mestu álagstímanna. Flugvöllurinn er þétt setinn á álagstímum en nóg pláss er utan þeirra. Það er því ánægjulegt að tekist hafi að dreifa álaginu betur þar sem þannig er hægt að mæta fjölguninni,“ segir Björn Óli. Fyrri farþegaspá gerði ráð fyrir að heildarfjöldi gesta í Keflavík yrði 6,25 milljónir í ár, en þeir voru 4,85 milljónir í fyrra. Ný spá gerir ráð fyrir að 6,66 milljónir ferðalanga fari um völlinn – sem er 37% aukning á milli ára. Isavia hefur gripið til ýmissa ráðstafana til að anna aukinni umferð. Fleira starfsfólk hefur verið ráðið og flugstöðin verið stækkuð, en hún er nú 10 þúsund fermetrum stærri en í fyrra. Á árinu 2016 verður farið í framkvæmdir fyrir um 20 milljarða króna, sem mun auka afköst og bæta flæðið innan flugstöðvarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri farþegar á þremur árum Samkvæmt spá Isavia munu 6,25 milljónir fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Ef spár standast mun ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 verða slegið. 26. nóvember 2015 07:00 Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. 27. febrúar 2016 06:00 6,25 milljón farþegar um Keflavíkurflugvöll árið 2016 Búist er við að um 28,4 prósent fleiri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvelli á næsta ári en þessu. 25. nóvember 2015 10:41 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Tvöfalt fleiri farþegar á þremur árum Samkvæmt spá Isavia munu 6,25 milljónir fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári. Ef spár standast mun ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 verða slegið. 26. nóvember 2015 07:00
Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. 27. febrúar 2016 06:00
6,25 milljón farþegar um Keflavíkurflugvöll árið 2016 Búist er við að um 28,4 prósent fleiri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvelli á næsta ári en þessu. 25. nóvember 2015 10:41