Yfirmaðurinn fyrrverandi heitir Akin Ozturk en hann er sagður hafa játað við yfirheyrslu að hafa ætlað ræna völdum í landinu. Ljósmyndir sem birtar eru af Ozturk eru sagðar sýna áverka á höfði hans og efri hluta líkamans.
Hann hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni og hélt því staðfastlega fram að hann hefði reynt að stöðva hana. Anadolu hafði áður greint frá því að Ozturk væri einn af sjötíu hershöfðingjum og flotaforingjum sem voru í hald vegna valdaránstilraunarinnar.
Rúmlega átta þúsund lögreglumönnum var fyrr í dag vikið úr starfi og skipað að skila skotvopnum sínum sem var hluti af því sem Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kallaði hreinsun embættismannakerfisins í Tyrklandi.
#Breaking Former Turkish air force chief tells interrogators he 'acted with intention to stage coup' pic.twitter.com/Ftb1MK2pYV
— ANADOLU AGENCY (ENG) (@anadoluagency) July 18, 2016