Versta valdaránið Birgir Örn Guðjónsson skrifar 18. júlí 2016 13:06 Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. Fyllir okkur óvissu. Hættulegasta valdarán nútímans stendur okkur samt ennþá nær og ógnar okkur enn meir. Það er valdaránið á huga okkar. Við erum daglega klófest af slæmum fréttum sem hræða úr okkur líftóruna. Við lifum í óvissu og hræðumst breytta heimsmynd. Hugur okkar er hertekinn af ótta sem við virðumst ekki getað losnað við. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjunum á Hiroshima og Nagasaki skrifaði rithöfundurinn C.S. Lewis áhugaverða grein. Greinin hefði alveg eins getað verið skrifuð í dag. Á þeim tíma hafði fólk á tilfinningunni að heimurinn væri á síðustu metrunum. Að við værum búin að klúðra þessu. Lewis vissi að ógnin sem steðjaði að mannkyninu væri raunveruleg en hann vildi benda á mikilvægi þess að leyfa ógninni ekki hertaka huga fólks. Að það væri ekki þess virði. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að óttinn er gjarnan val. Við getum valið að leyfa honum að blómstra og kaffæra vonina. Óttinn er nefnilega bölvað illgresi. Hann dreifir sér hratt og gerir ekkert nema ógagn. Hann lamar og kæfir og hann stelur frá okkur framtíðinni sem við eigum að fá að njóta. Hugsið ykkur ef það hefðu verið til snjallsímar á miðöldum. Að newsfeedið ykkar væri fullt af þeirri grimmd, mannvonsku og fáfræði sem þá var við lýði. Spáið í að skrolla í gegnum fréttir af svartadauða, bólusótt og allskonar plágum sem felldu heilu og hálfu samfélögin. Mannkynið hefur oft staðið á brúninni og horft ofan í hyldýpið. Það sem við höfum í dag umfram þá sem á undan gengu er sagan um að það sé alltaf von. Alltaf. Það er sú von á að fá að vaxa og dafna í huga okkar. Hún á að stjórna ferðinni. Ég veit að þær fréttir sem við heyrum þessa dagana eru ógnvekjandi og við skulum ekki gera lítið úr þeim, en við megum ekki tapa stríðinu um okkar eigin huga. Með því að slíta upp óttann erum við heldur ekki að gera lítið úr þeim sem eiga um sárt að binda. Við erum þvert á móti að hindra að það komi sýking í sárin. Við erum að afvopna illskuna og þá sem henni þjóna. Þó ég viti vel að eitthvað slæmt geti gerst í dag þá geng ég samt fram í þeirri von um að dagurinn verði góður. Ég legg líka mitt að mörkum til að svo verði. Það er í mínu valdi og á mína ábyrgð. Þó að dauðinn sé það eina pottþétta í þessu lífi þá læt ég hann ekki stjórna lífi mínu. Það sjá allir að slíkt væri fásinna og heimska. Þess vegna læt ég óttann ekki heldur stjórna mér. Óttann við eitthvað sem kannski mun gerast. Hversu vitlaust væri það? Ég leyfi svo C.S. Lewis að eiga síðustu orðin. Þau eiga ótrúlega vel við í dag; "And the first action to be taken is to pull ourselves together. If we are all going to be destroyed by an atomic bomb, let that bomb when it comes find us doing sensible and human things - praying, working, teaching, reading, listening to music, bathing the children, playing tennis, chatting to our friends over a pint and a game of darts - not huddled together like frightened sheep and thinking about bombs. They may break our bodies but they need not dominate our minds." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. Fyllir okkur óvissu. Hættulegasta valdarán nútímans stendur okkur samt ennþá nær og ógnar okkur enn meir. Það er valdaránið á huga okkar. Við erum daglega klófest af slæmum fréttum sem hræða úr okkur líftóruna. Við lifum í óvissu og hræðumst breytta heimsmynd. Hugur okkar er hertekinn af ótta sem við virðumst ekki getað losnað við. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjunum á Hiroshima og Nagasaki skrifaði rithöfundurinn C.S. Lewis áhugaverða grein. Greinin hefði alveg eins getað verið skrifuð í dag. Á þeim tíma hafði fólk á tilfinningunni að heimurinn væri á síðustu metrunum. Að við værum búin að klúðra þessu. Lewis vissi að ógnin sem steðjaði að mannkyninu væri raunveruleg en hann vildi benda á mikilvægi þess að leyfa ógninni ekki hertaka huga fólks. Að það væri ekki þess virði. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að óttinn er gjarnan val. Við getum valið að leyfa honum að blómstra og kaffæra vonina. Óttinn er nefnilega bölvað illgresi. Hann dreifir sér hratt og gerir ekkert nema ógagn. Hann lamar og kæfir og hann stelur frá okkur framtíðinni sem við eigum að fá að njóta. Hugsið ykkur ef það hefðu verið til snjallsímar á miðöldum. Að newsfeedið ykkar væri fullt af þeirri grimmd, mannvonsku og fáfræði sem þá var við lýði. Spáið í að skrolla í gegnum fréttir af svartadauða, bólusótt og allskonar plágum sem felldu heilu og hálfu samfélögin. Mannkynið hefur oft staðið á brúninni og horft ofan í hyldýpið. Það sem við höfum í dag umfram þá sem á undan gengu er sagan um að það sé alltaf von. Alltaf. Það er sú von á að fá að vaxa og dafna í huga okkar. Hún á að stjórna ferðinni. Ég veit að þær fréttir sem við heyrum þessa dagana eru ógnvekjandi og við skulum ekki gera lítið úr þeim, en við megum ekki tapa stríðinu um okkar eigin huga. Með því að slíta upp óttann erum við heldur ekki að gera lítið úr þeim sem eiga um sárt að binda. Við erum þvert á móti að hindra að það komi sýking í sárin. Við erum að afvopna illskuna og þá sem henni þjóna. Þó ég viti vel að eitthvað slæmt geti gerst í dag þá geng ég samt fram í þeirri von um að dagurinn verði góður. Ég legg líka mitt að mörkum til að svo verði. Það er í mínu valdi og á mína ábyrgð. Þó að dauðinn sé það eina pottþétta í þessu lífi þá læt ég hann ekki stjórna lífi mínu. Það sjá allir að slíkt væri fásinna og heimska. Þess vegna læt ég óttann ekki heldur stjórna mér. Óttann við eitthvað sem kannski mun gerast. Hversu vitlaust væri það? Ég leyfi svo C.S. Lewis að eiga síðustu orðin. Þau eiga ótrúlega vel við í dag; "And the first action to be taken is to pull ourselves together. If we are all going to be destroyed by an atomic bomb, let that bomb when it comes find us doing sensible and human things - praying, working, teaching, reading, listening to music, bathing the children, playing tennis, chatting to our friends over a pint and a game of darts - not huddled together like frightened sheep and thinking about bombs. They may break our bodies but they need not dominate our minds."
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun