Versta valdaránið Birgir Örn Guðjónsson skrifar 18. júlí 2016 13:06 Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. Fyllir okkur óvissu. Hættulegasta valdarán nútímans stendur okkur samt ennþá nær og ógnar okkur enn meir. Það er valdaránið á huga okkar. Við erum daglega klófest af slæmum fréttum sem hræða úr okkur líftóruna. Við lifum í óvissu og hræðumst breytta heimsmynd. Hugur okkar er hertekinn af ótta sem við virðumst ekki getað losnað við. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjunum á Hiroshima og Nagasaki skrifaði rithöfundurinn C.S. Lewis áhugaverða grein. Greinin hefði alveg eins getað verið skrifuð í dag. Á þeim tíma hafði fólk á tilfinningunni að heimurinn væri á síðustu metrunum. Að við værum búin að klúðra þessu. Lewis vissi að ógnin sem steðjaði að mannkyninu væri raunveruleg en hann vildi benda á mikilvægi þess að leyfa ógninni ekki hertaka huga fólks. Að það væri ekki þess virði. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að óttinn er gjarnan val. Við getum valið að leyfa honum að blómstra og kaffæra vonina. Óttinn er nefnilega bölvað illgresi. Hann dreifir sér hratt og gerir ekkert nema ógagn. Hann lamar og kæfir og hann stelur frá okkur framtíðinni sem við eigum að fá að njóta. Hugsið ykkur ef það hefðu verið til snjallsímar á miðöldum. Að newsfeedið ykkar væri fullt af þeirri grimmd, mannvonsku og fáfræði sem þá var við lýði. Spáið í að skrolla í gegnum fréttir af svartadauða, bólusótt og allskonar plágum sem felldu heilu og hálfu samfélögin. Mannkynið hefur oft staðið á brúninni og horft ofan í hyldýpið. Það sem við höfum í dag umfram þá sem á undan gengu er sagan um að það sé alltaf von. Alltaf. Það er sú von á að fá að vaxa og dafna í huga okkar. Hún á að stjórna ferðinni. Ég veit að þær fréttir sem við heyrum þessa dagana eru ógnvekjandi og við skulum ekki gera lítið úr þeim, en við megum ekki tapa stríðinu um okkar eigin huga. Með því að slíta upp óttann erum við heldur ekki að gera lítið úr þeim sem eiga um sárt að binda. Við erum þvert á móti að hindra að það komi sýking í sárin. Við erum að afvopna illskuna og þá sem henni þjóna. Þó ég viti vel að eitthvað slæmt geti gerst í dag þá geng ég samt fram í þeirri von um að dagurinn verði góður. Ég legg líka mitt að mörkum til að svo verði. Það er í mínu valdi og á mína ábyrgð. Þó að dauðinn sé það eina pottþétta í þessu lífi þá læt ég hann ekki stjórna lífi mínu. Það sjá allir að slíkt væri fásinna og heimska. Þess vegna læt ég óttann ekki heldur stjórna mér. Óttann við eitthvað sem kannski mun gerast. Hversu vitlaust væri það? Ég leyfi svo C.S. Lewis að eiga síðustu orðin. Þau eiga ótrúlega vel við í dag; "And the first action to be taken is to pull ourselves together. If we are all going to be destroyed by an atomic bomb, let that bomb when it comes find us doing sensible and human things - praying, working, teaching, reading, listening to music, bathing the children, playing tennis, chatting to our friends over a pint and a game of darts - not huddled together like frightened sheep and thinking about bombs. They may break our bodies but they need not dominate our minds." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. Fyllir okkur óvissu. Hættulegasta valdarán nútímans stendur okkur samt ennþá nær og ógnar okkur enn meir. Það er valdaránið á huga okkar. Við erum daglega klófest af slæmum fréttum sem hræða úr okkur líftóruna. Við lifum í óvissu og hræðumst breytta heimsmynd. Hugur okkar er hertekinn af ótta sem við virðumst ekki getað losnað við. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjunum á Hiroshima og Nagasaki skrifaði rithöfundurinn C.S. Lewis áhugaverða grein. Greinin hefði alveg eins getað verið skrifuð í dag. Á þeim tíma hafði fólk á tilfinningunni að heimurinn væri á síðustu metrunum. Að við værum búin að klúðra þessu. Lewis vissi að ógnin sem steðjaði að mannkyninu væri raunveruleg en hann vildi benda á mikilvægi þess að leyfa ógninni ekki hertaka huga fólks. Að það væri ekki þess virði. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að óttinn er gjarnan val. Við getum valið að leyfa honum að blómstra og kaffæra vonina. Óttinn er nefnilega bölvað illgresi. Hann dreifir sér hratt og gerir ekkert nema ógagn. Hann lamar og kæfir og hann stelur frá okkur framtíðinni sem við eigum að fá að njóta. Hugsið ykkur ef það hefðu verið til snjallsímar á miðöldum. Að newsfeedið ykkar væri fullt af þeirri grimmd, mannvonsku og fáfræði sem þá var við lýði. Spáið í að skrolla í gegnum fréttir af svartadauða, bólusótt og allskonar plágum sem felldu heilu og hálfu samfélögin. Mannkynið hefur oft staðið á brúninni og horft ofan í hyldýpið. Það sem við höfum í dag umfram þá sem á undan gengu er sagan um að það sé alltaf von. Alltaf. Það er sú von á að fá að vaxa og dafna í huga okkar. Hún á að stjórna ferðinni. Ég veit að þær fréttir sem við heyrum þessa dagana eru ógnvekjandi og við skulum ekki gera lítið úr þeim, en við megum ekki tapa stríðinu um okkar eigin huga. Með því að slíta upp óttann erum við heldur ekki að gera lítið úr þeim sem eiga um sárt að binda. Við erum þvert á móti að hindra að það komi sýking í sárin. Við erum að afvopna illskuna og þá sem henni þjóna. Þó ég viti vel að eitthvað slæmt geti gerst í dag þá geng ég samt fram í þeirri von um að dagurinn verði góður. Ég legg líka mitt að mörkum til að svo verði. Það er í mínu valdi og á mína ábyrgð. Þó að dauðinn sé það eina pottþétta í þessu lífi þá læt ég hann ekki stjórna lífi mínu. Það sjá allir að slíkt væri fásinna og heimska. Þess vegna læt ég óttann ekki heldur stjórna mér. Óttann við eitthvað sem kannski mun gerast. Hversu vitlaust væri það? Ég leyfi svo C.S. Lewis að eiga síðustu orðin. Þau eiga ótrúlega vel við í dag; "And the first action to be taken is to pull ourselves together. If we are all going to be destroyed by an atomic bomb, let that bomb when it comes find us doing sensible and human things - praying, working, teaching, reading, listening to music, bathing the children, playing tennis, chatting to our friends over a pint and a game of darts - not huddled together like frightened sheep and thinking about bombs. They may break our bodies but they need not dominate our minds."
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun