Versta valdaránið Birgir Örn Guðjónsson skrifar 18. júlí 2016 13:06 Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. Fyllir okkur óvissu. Hættulegasta valdarán nútímans stendur okkur samt ennþá nær og ógnar okkur enn meir. Það er valdaránið á huga okkar. Við erum daglega klófest af slæmum fréttum sem hræða úr okkur líftóruna. Við lifum í óvissu og hræðumst breytta heimsmynd. Hugur okkar er hertekinn af ótta sem við virðumst ekki getað losnað við. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjunum á Hiroshima og Nagasaki skrifaði rithöfundurinn C.S. Lewis áhugaverða grein. Greinin hefði alveg eins getað verið skrifuð í dag. Á þeim tíma hafði fólk á tilfinningunni að heimurinn væri á síðustu metrunum. Að við værum búin að klúðra þessu. Lewis vissi að ógnin sem steðjaði að mannkyninu væri raunveruleg en hann vildi benda á mikilvægi þess að leyfa ógninni ekki hertaka huga fólks. Að það væri ekki þess virði. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að óttinn er gjarnan val. Við getum valið að leyfa honum að blómstra og kaffæra vonina. Óttinn er nefnilega bölvað illgresi. Hann dreifir sér hratt og gerir ekkert nema ógagn. Hann lamar og kæfir og hann stelur frá okkur framtíðinni sem við eigum að fá að njóta. Hugsið ykkur ef það hefðu verið til snjallsímar á miðöldum. Að newsfeedið ykkar væri fullt af þeirri grimmd, mannvonsku og fáfræði sem þá var við lýði. Spáið í að skrolla í gegnum fréttir af svartadauða, bólusótt og allskonar plágum sem felldu heilu og hálfu samfélögin. Mannkynið hefur oft staðið á brúninni og horft ofan í hyldýpið. Það sem við höfum í dag umfram þá sem á undan gengu er sagan um að það sé alltaf von. Alltaf. Það er sú von á að fá að vaxa og dafna í huga okkar. Hún á að stjórna ferðinni. Ég veit að þær fréttir sem við heyrum þessa dagana eru ógnvekjandi og við skulum ekki gera lítið úr þeim, en við megum ekki tapa stríðinu um okkar eigin huga. Með því að slíta upp óttann erum við heldur ekki að gera lítið úr þeim sem eiga um sárt að binda. Við erum þvert á móti að hindra að það komi sýking í sárin. Við erum að afvopna illskuna og þá sem henni þjóna. Þó ég viti vel að eitthvað slæmt geti gerst í dag þá geng ég samt fram í þeirri von um að dagurinn verði góður. Ég legg líka mitt að mörkum til að svo verði. Það er í mínu valdi og á mína ábyrgð. Þó að dauðinn sé það eina pottþétta í þessu lífi þá læt ég hann ekki stjórna lífi mínu. Það sjá allir að slíkt væri fásinna og heimska. Þess vegna læt ég óttann ekki heldur stjórna mér. Óttann við eitthvað sem kannski mun gerast. Hversu vitlaust væri það? Ég leyfi svo C.S. Lewis að eiga síðustu orðin. Þau eiga ótrúlega vel við í dag; "And the first action to be taken is to pull ourselves together. If we are all going to be destroyed by an atomic bomb, let that bomb when it comes find us doing sensible and human things - praying, working, teaching, reading, listening to music, bathing the children, playing tennis, chatting to our friends over a pint and a game of darts - not huddled together like frightened sheep and thinking about bombs. They may break our bodies but they need not dominate our minds." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. Fyllir okkur óvissu. Hættulegasta valdarán nútímans stendur okkur samt ennþá nær og ógnar okkur enn meir. Það er valdaránið á huga okkar. Við erum daglega klófest af slæmum fréttum sem hræða úr okkur líftóruna. Við lifum í óvissu og hræðumst breytta heimsmynd. Hugur okkar er hertekinn af ótta sem við virðumst ekki getað losnað við. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjunum á Hiroshima og Nagasaki skrifaði rithöfundurinn C.S. Lewis áhugaverða grein. Greinin hefði alveg eins getað verið skrifuð í dag. Á þeim tíma hafði fólk á tilfinningunni að heimurinn væri á síðustu metrunum. Að við værum búin að klúðra þessu. Lewis vissi að ógnin sem steðjaði að mannkyninu væri raunveruleg en hann vildi benda á mikilvægi þess að leyfa ógninni ekki hertaka huga fólks. Að það væri ekki þess virði. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að óttinn er gjarnan val. Við getum valið að leyfa honum að blómstra og kaffæra vonina. Óttinn er nefnilega bölvað illgresi. Hann dreifir sér hratt og gerir ekkert nema ógagn. Hann lamar og kæfir og hann stelur frá okkur framtíðinni sem við eigum að fá að njóta. Hugsið ykkur ef það hefðu verið til snjallsímar á miðöldum. Að newsfeedið ykkar væri fullt af þeirri grimmd, mannvonsku og fáfræði sem þá var við lýði. Spáið í að skrolla í gegnum fréttir af svartadauða, bólusótt og allskonar plágum sem felldu heilu og hálfu samfélögin. Mannkynið hefur oft staðið á brúninni og horft ofan í hyldýpið. Það sem við höfum í dag umfram þá sem á undan gengu er sagan um að það sé alltaf von. Alltaf. Það er sú von á að fá að vaxa og dafna í huga okkar. Hún á að stjórna ferðinni. Ég veit að þær fréttir sem við heyrum þessa dagana eru ógnvekjandi og við skulum ekki gera lítið úr þeim, en við megum ekki tapa stríðinu um okkar eigin huga. Með því að slíta upp óttann erum við heldur ekki að gera lítið úr þeim sem eiga um sárt að binda. Við erum þvert á móti að hindra að það komi sýking í sárin. Við erum að afvopna illskuna og þá sem henni þjóna. Þó ég viti vel að eitthvað slæmt geti gerst í dag þá geng ég samt fram í þeirri von um að dagurinn verði góður. Ég legg líka mitt að mörkum til að svo verði. Það er í mínu valdi og á mína ábyrgð. Þó að dauðinn sé það eina pottþétta í þessu lífi þá læt ég hann ekki stjórna lífi mínu. Það sjá allir að slíkt væri fásinna og heimska. Þess vegna læt ég óttann ekki heldur stjórna mér. Óttann við eitthvað sem kannski mun gerast. Hversu vitlaust væri það? Ég leyfi svo C.S. Lewis að eiga síðustu orðin. Þau eiga ótrúlega vel við í dag; "And the first action to be taken is to pull ourselves together. If we are all going to be destroyed by an atomic bomb, let that bomb when it comes find us doing sensible and human things - praying, working, teaching, reading, listening to music, bathing the children, playing tennis, chatting to our friends over a pint and a game of darts - not huddled together like frightened sheep and thinking about bombs. They may break our bodies but they need not dominate our minds."
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun