Enski boltinn

Ekki þennan Ragnar, Klopp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar Klavan er samherji Alfreðs Finnbogasonar hjá Augsburg.
Ragnar Klavan er samherji Alfreðs Finnbogasonar hjá Augsburg. vísir/getty
Líklegt þykir að Liverpool gangi frá kaupunum á Ragnar Klavan, leikmanni Augsburg og fyrirliða eistneska landsliðsins, á næstu dögum. Þetta kemur fram á vef BBC.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er í miðvarðaleit en Kolo Toure og Martin Skrtel eru báðir farnir frá félaginu og þá glímir Mamadou Sakho við meiðsli.

Sjá einnig: Klopp: Getum tekið Ísland okkur til fyrirmyndar

Klavan, sem er þrítugur, hefur leikið með Augsburg frá árinu 2012. Hann hefur leikið 125 af 136 deildarleikjum Augsburg undanfarin fjögur ár.

Flestir Íslendingar vonuðust væntanlega eftir því að Klopp myndi kaupa annan Ragnar, íslenska landsliðsmiðvörðinn Ragnar Sigurðsson sem sló í gegn á EM í Frakklandi.

Sjá einnig: Raggi Sig í röngu landi fyrir miðvarðaleit Liverpool

Ragnar Sigurðsson er stuðningsmaður Liverpool og hefur lýst yfir áhuga sínum á að spila fyrir Rauða herinn. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Ragnar spili í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili en hann hefur verið orðaður við Englandsmeistara Leicester City og Tottenham Hotspur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×