Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. desember 2016 20:00 Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. Fjallað hefur verið um hlutabréfaviðskipti dómara við Hæstarétt Íslands í dag og í gær en formaður Dómarafélagsins segir að ef ítrustu varkárni hefði verið gætt væri vafalaust hægt að halda því fram að dómarar hefðu getað vikið sæti í tilteknum málum. Í fréttum okkar í gær var sagt frá því að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi átt í hlutabréfaviðskiptum í Glitni á árunum fyrir hrun. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá fjórum öðrum hæstaréttardómurum sem áttu hlut í Glitni. Markús hafði þó selt alla hluti sína í bankanum árið 2007 fyrir um 44,6 milljónir króna. Hann tók söluhagnaðinn og fé til viðbótar og setti í eignastýringu hjá Glitni, um 60 milljónir. Í yfirlýsingu sem Markús sendi frá sér í dag kemur fram að hann hafi leitað leyfis nefndar um dómarastörf eftir að hann eignaðist bréfin fyrst. Eftir það hafi hann tvisvar tilkynnt nefndinni um sölu bréfa sinna í Glitni. Markús tilkynnti hins vegar ekki um það þegar hann fór með 60 milljónir í eignastýringu. Í yfirlýsingunni segir að fénu hafi verið ráðstafað til kaupa á hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum sem honum hafi ekki borið að tilkynna. Þrátt fyrir að hafa tapað fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi hafa dómararnir ekki vikið sæti vegna vanhæfis, í málum þar sem bankinn er aðili.En bar þeim að gera það ?„Vanhæfi dómara er svona já, flókin lagaleg spurning í sumum tilvikum. Við þurfum að spurja okkur hvort að þarna í þessum málum hafi verið einhver atvik sem hafi rýrt eða gert það ótrúverðugt að viðkomandi dómari væri óhlutdrægur. Vafalaust má halda því fram að í einhverjum af þessum málum hefðu dómararnir geta vikið sæti ef ítrustu varkárni hafi verið gætt,“ segir Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands. „Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um það að hann fái litið óhlutdrægt á málavexti út frá því sem gerst hafði í fortíðinni. Ég tala nú ekki um ef þau atvik urðu í beinum tengslum við það sem er síðan ákært fyrir,“ segir Ragnar Halldór Hall, hæstaréttarlögmaður. Markús Sigurbjörnsson dæmdi í þremur málum sem vörðuðu Glitni á árinu 2006 á meðan hann var hluthafi í bankanum. Í öllum málunum var dæmt Glitni í vil. „Alla jafna myndi dómari ekki dæma í máli vegna fyrirtækis sem hann á hlut í. Hins vegar ef sá hlutur er óverulegur og útkoma málsins skiptir mjög litlu máli fyrir fyrirtækið þá hefur það vafalaust verið látið átölulaust,“ segir Skúli. Ragnar segir að hér komi til skoðunar svokölluð sérstök hæfisregla laganna. „Hún lítur að því hver ásýnd dómsins er gagnvart þeim sem er sakborningur í máli hvort hann hafi réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni dómara í efa,“ segir Ragnar og bætir við að það séu dómararnir sjálfir sem gæti að hæfi sínu. „Þetta er mjög mikilvæg mannréttindaregla að menn eiga rétt á því að fá úrlausn um mál sín fyrir dómi fyrir hlutlausum dómi,“ segir Ragnar. Í gær kom fram að Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan til að dæma í umræddum málum. Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaþotur, þyrlur og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. Fjallað hefur verið um hlutabréfaviðskipti dómara við Hæstarétt Íslands í dag og í gær en formaður Dómarafélagsins segir að ef ítrustu varkárni hefði verið gætt væri vafalaust hægt að halda því fram að dómarar hefðu getað vikið sæti í tilteknum málum. Í fréttum okkar í gær var sagt frá því að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi átt í hlutabréfaviðskiptum í Glitni á árunum fyrir hrun. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá fjórum öðrum hæstaréttardómurum sem áttu hlut í Glitni. Markús hafði þó selt alla hluti sína í bankanum árið 2007 fyrir um 44,6 milljónir króna. Hann tók söluhagnaðinn og fé til viðbótar og setti í eignastýringu hjá Glitni, um 60 milljónir. Í yfirlýsingu sem Markús sendi frá sér í dag kemur fram að hann hafi leitað leyfis nefndar um dómarastörf eftir að hann eignaðist bréfin fyrst. Eftir það hafi hann tvisvar tilkynnt nefndinni um sölu bréfa sinna í Glitni. Markús tilkynnti hins vegar ekki um það þegar hann fór með 60 milljónir í eignastýringu. Í yfirlýsingunni segir að fénu hafi verið ráðstafað til kaupa á hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum sem honum hafi ekki borið að tilkynna. Þrátt fyrir að hafa tapað fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi hafa dómararnir ekki vikið sæti vegna vanhæfis, í málum þar sem bankinn er aðili.En bar þeim að gera það ?„Vanhæfi dómara er svona já, flókin lagaleg spurning í sumum tilvikum. Við þurfum að spurja okkur hvort að þarna í þessum málum hafi verið einhver atvik sem hafi rýrt eða gert það ótrúverðugt að viðkomandi dómari væri óhlutdrægur. Vafalaust má halda því fram að í einhverjum af þessum málum hefðu dómararnir geta vikið sæti ef ítrustu varkárni hafi verið gætt,“ segir Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands. „Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um það að hann fái litið óhlutdrægt á málavexti út frá því sem gerst hafði í fortíðinni. Ég tala nú ekki um ef þau atvik urðu í beinum tengslum við það sem er síðan ákært fyrir,“ segir Ragnar Halldór Hall, hæstaréttarlögmaður. Markús Sigurbjörnsson dæmdi í þremur málum sem vörðuðu Glitni á árinu 2006 á meðan hann var hluthafi í bankanum. Í öllum málunum var dæmt Glitni í vil. „Alla jafna myndi dómari ekki dæma í máli vegna fyrirtækis sem hann á hlut í. Hins vegar ef sá hlutur er óverulegur og útkoma málsins skiptir mjög litlu máli fyrir fyrirtækið þá hefur það vafalaust verið látið átölulaust,“ segir Skúli. Ragnar segir að hér komi til skoðunar svokölluð sérstök hæfisregla laganna. „Hún lítur að því hver ásýnd dómsins er gagnvart þeim sem er sakborningur í máli hvort hann hafi réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni dómara í efa,“ segir Ragnar og bætir við að það séu dómararnir sjálfir sem gæti að hæfi sínu. „Þetta er mjög mikilvæg mannréttindaregla að menn eiga rétt á því að fá úrlausn um mál sín fyrir dómi fyrir hlutlausum dómi,“ segir Ragnar. Í gær kom fram að Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan til að dæma í umræddum málum.
Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaþotur, þyrlur og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04
Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00
Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26
Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaþotur, þyrlur og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent