Formúla 1

Mercedes hefur áhuga á Alonso

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fernando Alonso.
Fernando Alonso. vísir/getty
Eftir að heimsmeistarinn Nico Rosberg tilkynnti óvænt að hann væri hættur í Formúlu 1 er laust pláss um borð hjá Mercedes-liðinu.

Mercedes hefur nú staðfest að liðið sé að skoða að fá Fernando Alonso til þess að leysa hann af hólmi.

Flestir bestu ökuþórarnir í Formúlunni eru samningsbundnir og því ekki margir valmöguleikar fyrir Mercedes.

Alonso er samningsbundinn McLaren-Honda og þar á bæ hafa menn engan sérstakan áhuga á að sleppa honum. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum þar.

Eins og staðan er núna er líklegast að hinn ungi Pascal Wehrlein fái sætið hans Rosberg. Að minnsta kosti út næsta tímabil. Hann á eftir að sanna sig og miðað við stöðuna núna eru líkur á því að hann fái tækifæri lífs síns.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Einvígið í Abú Dabí

Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins varð heimsmeistari ökumanna með því að koma annar í mark í Abú Dabí. Liðsfélagi hans og fyrrum heimsmeistari, Lewis Hamilton gerði allt sem hann gat til tryggja sér titilinn en allt kom fyrir ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×