Bein útsending: Andri Snær býður sig fram til forseta
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fundurinn hefst klukkan 17.
Andri Snær Magnason, rithöfundur og umhverfisverndarsinni, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 17 í dag í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur sem kunnugt er ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands og mun útskýra hvað hann hefur fram að færa.
Þá verður skemmtidagskrá á fundinum en rappsveitin Úlfur Úlfur mun taka lagið og sömuleiðis verða þar Tina Dico og Helgi Hrafn Jónsson.
Útsendingin hefst klukkan 17 og verður aðgengileg í spilaranum að neðan.