Neikvæð umfjöllun í upphafi en svo hlutlaus eða jákvæður tónn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2016 15:53 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtalinu umtalaða sem birtist sunnudaginn 3. apríl og vakti heimsathygli. vísir/skjáskot Að mati utanríkisráðuneytisins gætti neikvæðs tóns í upphafi fjölmiðlaumfjöllunar erlendis þegar fjallað var um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokks, við aflandsfélagið Wintris en málið vakti heimsathygli í liðinni viku í kjölfar viðtals sem tekið var Sigmund Davíð og birt á sunnudagskvöldið. Eins og flestum er kunnugt um var Sigmundur Davíð þar spurður út í tengsl sín við Wintris en hann brást illa við spurningunum og endaði það með því að ráðherrann gekk út úr viðtalinu. Fjallað var um Sigmund Davíð og ástandið á Íslandi vegna Wintris-málsins í fjölmiðlum um allan heim Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun samantekt ráðuneytisins um fjölmiðlaumfjöllunina og áhrif hennar á orðspor og ímynd Íslands.Sjá einnig: Málið er að valda Íslandi stórfelldu tjóni Í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna samantektarinnar kemur fram að umfjöllun erlendra fjölmiðla um málið hafi verið staðreyndamiðuð og beitt. Neikvæðs tóns hafi gætt til að byrja með en varð jákvæðari eftir því sem á leið, ekki síst þegar fjallað var um mótmæli á Austurvelli og þegar ný ríkisstjórn tók við. Mat ráðuneytisins er „að til skemmri tíma litið hafi ímynd og ásýnd Íslands á alþjóðavettvangi ekki beðið umtalsverðan hnekki þrátt fyrir talsverða ágjöf.“ Of snemmt sé hins vegar að segja til um áhrif til lengri tíma en í svari ráðuneytisins segir meðal annars: „Umfjöllunin um Ísland hefur beinst að helstu gerendum í stjórnmálum landsins og mótmælum almennings en síður að viðskiptalífinu og þaðan af síður hefur umfjöllunin beinst að Íslandi almennt og þeim stóru verkefnum sem ríkisstjórnin hefur unnið að við losun fjármagnshafta. Það er ljóst að umfjöllunin öll hefur verið í neikvæðu ljósi framan af, þar sem Ísland var fyrsta vestræna lýðræðisríkið sem litað er af uppljóstrununum. Ítarleg umfjöllun um eignir og félög fyrrum forsætisráðherra og annarra ráðamanna í skattaskjólum og ekki síður myndræn framsetning í helstu miðlum er ekki jákvæð. Umfjöllun um afsögn fyrrum forsætisráðherra og nýskipan ríkisstjórnarinnar hefur á hinn bóginn verið með hlutlausum hætti. Þá hefur mótmælum almennings verið gerð góð skil og þykja þau almennt til marks um virkt lýðræði.“ Þá skoðar utanríkisráðuneytið nú, ásamt öðrum ráðuneytum hvort ástæða sé til að bregðast við umfjölluninni, til dæmis með greinaskrifum, viðtölum eða öðru móti en þeirri vinnu er ekki lokið. Tengdar fréttir Draghölt ríkisstjórn Sjaldan eða aldrei hefur nokkur ríkisstjórn tekið við völdum og mætt svo hölt til leiks; hver af öðrum hafa ráðherrarnir fengist við umdeild mál sem hefðu stórskaðað hvern meðalmann. 8. apríl 2016 13:45 Deginum lýst sem leikhúsi fáránleikans Ríkisstjórnin sprakk í gær í beinni útsendingu. Framsókn og sjálfstæðismenn ætla að reisa nýja á rústunum. Forseti Íslands niðurlægði Sigmund Davíð sem vildi vilyrði um þingrof. Sigmundur segir Ólaf Ragnar ljúga. 6. apríl 2016 07:00 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði Sjá meira
Að mati utanríkisráðuneytisins gætti neikvæðs tóns í upphafi fjölmiðlaumfjöllunar erlendis þegar fjallað var um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokks, við aflandsfélagið Wintris en málið vakti heimsathygli í liðinni viku í kjölfar viðtals sem tekið var Sigmund Davíð og birt á sunnudagskvöldið. Eins og flestum er kunnugt um var Sigmundur Davíð þar spurður út í tengsl sín við Wintris en hann brást illa við spurningunum og endaði það með því að ráðherrann gekk út úr viðtalinu. Fjallað var um Sigmund Davíð og ástandið á Íslandi vegna Wintris-málsins í fjölmiðlum um allan heim Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun samantekt ráðuneytisins um fjölmiðlaumfjöllunina og áhrif hennar á orðspor og ímynd Íslands.Sjá einnig: Málið er að valda Íslandi stórfelldu tjóni Í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna samantektarinnar kemur fram að umfjöllun erlendra fjölmiðla um málið hafi verið staðreyndamiðuð og beitt. Neikvæðs tóns hafi gætt til að byrja með en varð jákvæðari eftir því sem á leið, ekki síst þegar fjallað var um mótmæli á Austurvelli og þegar ný ríkisstjórn tók við. Mat ráðuneytisins er „að til skemmri tíma litið hafi ímynd og ásýnd Íslands á alþjóðavettvangi ekki beðið umtalsverðan hnekki þrátt fyrir talsverða ágjöf.“ Of snemmt sé hins vegar að segja til um áhrif til lengri tíma en í svari ráðuneytisins segir meðal annars: „Umfjöllunin um Ísland hefur beinst að helstu gerendum í stjórnmálum landsins og mótmælum almennings en síður að viðskiptalífinu og þaðan af síður hefur umfjöllunin beinst að Íslandi almennt og þeim stóru verkefnum sem ríkisstjórnin hefur unnið að við losun fjármagnshafta. Það er ljóst að umfjöllunin öll hefur verið í neikvæðu ljósi framan af, þar sem Ísland var fyrsta vestræna lýðræðisríkið sem litað er af uppljóstrununum. Ítarleg umfjöllun um eignir og félög fyrrum forsætisráðherra og annarra ráðamanna í skattaskjólum og ekki síður myndræn framsetning í helstu miðlum er ekki jákvæð. Umfjöllun um afsögn fyrrum forsætisráðherra og nýskipan ríkisstjórnarinnar hefur á hinn bóginn verið með hlutlausum hætti. Þá hefur mótmælum almennings verið gerð góð skil og þykja þau almennt til marks um virkt lýðræði.“ Þá skoðar utanríkisráðuneytið nú, ásamt öðrum ráðuneytum hvort ástæða sé til að bregðast við umfjölluninni, til dæmis með greinaskrifum, viðtölum eða öðru móti en þeirri vinnu er ekki lokið.
Tengdar fréttir Draghölt ríkisstjórn Sjaldan eða aldrei hefur nokkur ríkisstjórn tekið við völdum og mætt svo hölt til leiks; hver af öðrum hafa ráðherrarnir fengist við umdeild mál sem hefðu stórskaðað hvern meðalmann. 8. apríl 2016 13:45 Deginum lýst sem leikhúsi fáránleikans Ríkisstjórnin sprakk í gær í beinni útsendingu. Framsókn og sjálfstæðismenn ætla að reisa nýja á rústunum. Forseti Íslands niðurlægði Sigmund Davíð sem vildi vilyrði um þingrof. Sigmundur segir Ólaf Ragnar ljúga. 6. apríl 2016 07:00 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði Sjá meira
Draghölt ríkisstjórn Sjaldan eða aldrei hefur nokkur ríkisstjórn tekið við völdum og mætt svo hölt til leiks; hver af öðrum hafa ráðherrarnir fengist við umdeild mál sem hefðu stórskaðað hvern meðalmann. 8. apríl 2016 13:45
Deginum lýst sem leikhúsi fáránleikans Ríkisstjórnin sprakk í gær í beinni útsendingu. Framsókn og sjálfstæðismenn ætla að reisa nýja á rústunum. Forseti Íslands niðurlægði Sigmund Davíð sem vildi vilyrði um þingrof. Sigmundur segir Ólaf Ragnar ljúga. 6. apríl 2016 07:00
Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45