Viðskipti innlent

Össur kominn á markað fyrir gervihendur

ingvar haraldsson skrifar
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, er sáttur við kaupin.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, er sáttur við kaupin. VÍSIR/Valgarður Gíslason
Össur hefur fest kaup á félaginu Touch Bionics Limited, sem sérhæfir sig í gervihöndum, gervifingrum og sambærilegri stoðþjónustu. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 120 starfsmenn í Skotlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Velta fyrirtækisins nam 2,6 milljörðum króna. Kaupverðið nemur 4,8 milljörðum króna.

Með kaupunum hyggur Össur á sókn á markaði gervihanda. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Össuri getur fyrirtækið nú boðið upp á gervilimi fyrir efri og neðri hluta líkamans. Búist er við að samlegðaráhrif milli starfsemi Össurar og Touch Bionics komi að fullu fram á næstu 2-3 árum.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir Touch Boinics var leiðandi fyrirtæki á markaði fyrir gervihendur. Kaupin séu merkur áfangi fyrir Össur, sem nú sé kominn inn á markað fyrir gervilimi á efri hluta líkamans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×