Jordan Spieth: Svona 30 mínútur upplifi ég vonandi aldrei aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2016 07:30 Kylfuberinn Michael Greller reynir hér að hughreysta Jordan Spieth. Vísir/Getty Jordan Spieth var í góðum málum og á góðri leið með að tryggja sér sigur á Mastersmótinu annað árið í röð þegar allt breyttist á nokkrum hryllilegum mínútum. Klukkan rétt rúmlega níu í gærkvöldi var Jordan Spieth sjö höggum undir pari og með fimm högga forskot á Danny Willett. Aðeins 43 mínútum síðar var hann kominn þremur höggum á eftir Willett og dottinn nkður í fjórða sætið. Fyrst komu tveir skollar í röð en svo kom holan þar sem hann kastaði hreinlega frá sér sigrinum. Tólfta holan varð algjör matraðarhola fyrir hinn 22 ára gamla Jordan Spieth sem lék þessa par þrjú holu á sjö höggum. „Þetta var bara skortur á aga hjá mér eftir þessa tvo skolla í röð. Ég var að láta þá trufla mig í stað þess að átta mig á því að ég var enn með nokkurra högga forskot á Mastersmótinu," sagði Jordan Spieth. Spieth setti boltann tvisvar í vatnið við flötina og golfheimurinn tók andköf. Sjö högg og forystan var farin út í buskann. „Það er enginn vafi í mínum huga um að ég get klárað risamót. Þetta voru bara mjög erfiðar 30 mínútur sem ég upplifi vonandi aldrei aftur," sagði Spieth. Jordan Spieth var einnig í furðulegri stöðu því eftir allt klúðrið var það hann sem þurfti að klæða Danny Willett í græna jakkann sem fráfarandi meistari. Það voru örugglega einnig erfiðar mínútur fyrir Spieth enda svekkelsið mikið á þeirri stundu eftir allt klúðrið á síðustu níu holunum.Jordan Spieth er hér búinn að klæða Danny Willett í græna jakkann.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Golf Tengdar fréttir Jordan Spieth leiðir á Masters fyrir lokadaginn Jordan Spieth er í efsta sæti á Masters fyrir lokahringinn en hann lék ekkert sérstaklega vel í dag. Spieth hefur leikið fyrstu þrjá hringina á - 3 og leiðir mótið með einu höggi. 9. apríl 2016 23:51 Fyrsti Englendingurinn í tuttugu ár sem vinnur Masters Englendingurinn Danny Willett stóð uppi sem sigurvegarin á Masters eftir virkilega góðan lokahring á Augusta-vellinum í Bandaríkjunum í dag. 10. apríl 2016 22:59 Fór holu í höggi á ótrúlegan hátt á Masters | Myndband Ótrúlegt atvik átti sér stað á Masters í kvöld þegar Louis Oosthuizen fór holu í höggi á 16. braut á Augusta-vellinum. 10. apríl 2016 21:19 Sjáðu ótrúlegt sexpútt hjá Ernie Els "Hann er kominn með yips á ansi háu stigi,“ sagði Úlfar Jónsson. 8. apríl 2016 13:40 Spieth áfram með forystu á Masters Öðrum deginum á Masters-mótinu í golfi er lokið. Mótið er haldið í Augusta í Georgíu en þetta er í 80. sinn sem það fer fram. 9. apríl 2016 00:02 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Jordan Spieth var í góðum málum og á góðri leið með að tryggja sér sigur á Mastersmótinu annað árið í röð þegar allt breyttist á nokkrum hryllilegum mínútum. Klukkan rétt rúmlega níu í gærkvöldi var Jordan Spieth sjö höggum undir pari og með fimm högga forskot á Danny Willett. Aðeins 43 mínútum síðar var hann kominn þremur höggum á eftir Willett og dottinn nkður í fjórða sætið. Fyrst komu tveir skollar í röð en svo kom holan þar sem hann kastaði hreinlega frá sér sigrinum. Tólfta holan varð algjör matraðarhola fyrir hinn 22 ára gamla Jordan Spieth sem lék þessa par þrjú holu á sjö höggum. „Þetta var bara skortur á aga hjá mér eftir þessa tvo skolla í röð. Ég var að láta þá trufla mig í stað þess að átta mig á því að ég var enn með nokkurra högga forskot á Mastersmótinu," sagði Jordan Spieth. Spieth setti boltann tvisvar í vatnið við flötina og golfheimurinn tók andköf. Sjö högg og forystan var farin út í buskann. „Það er enginn vafi í mínum huga um að ég get klárað risamót. Þetta voru bara mjög erfiðar 30 mínútur sem ég upplifi vonandi aldrei aftur," sagði Spieth. Jordan Spieth var einnig í furðulegri stöðu því eftir allt klúðrið var það hann sem þurfti að klæða Danny Willett í græna jakkann sem fráfarandi meistari. Það voru örugglega einnig erfiðar mínútur fyrir Spieth enda svekkelsið mikið á þeirri stundu eftir allt klúðrið á síðustu níu holunum.Jordan Spieth er hér búinn að klæða Danny Willett í græna jakkann.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Golf Tengdar fréttir Jordan Spieth leiðir á Masters fyrir lokadaginn Jordan Spieth er í efsta sæti á Masters fyrir lokahringinn en hann lék ekkert sérstaklega vel í dag. Spieth hefur leikið fyrstu þrjá hringina á - 3 og leiðir mótið með einu höggi. 9. apríl 2016 23:51 Fyrsti Englendingurinn í tuttugu ár sem vinnur Masters Englendingurinn Danny Willett stóð uppi sem sigurvegarin á Masters eftir virkilega góðan lokahring á Augusta-vellinum í Bandaríkjunum í dag. 10. apríl 2016 22:59 Fór holu í höggi á ótrúlegan hátt á Masters | Myndband Ótrúlegt atvik átti sér stað á Masters í kvöld þegar Louis Oosthuizen fór holu í höggi á 16. braut á Augusta-vellinum. 10. apríl 2016 21:19 Sjáðu ótrúlegt sexpútt hjá Ernie Els "Hann er kominn með yips á ansi háu stigi,“ sagði Úlfar Jónsson. 8. apríl 2016 13:40 Spieth áfram með forystu á Masters Öðrum deginum á Masters-mótinu í golfi er lokið. Mótið er haldið í Augusta í Georgíu en þetta er í 80. sinn sem það fer fram. 9. apríl 2016 00:02 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Jordan Spieth leiðir á Masters fyrir lokadaginn Jordan Spieth er í efsta sæti á Masters fyrir lokahringinn en hann lék ekkert sérstaklega vel í dag. Spieth hefur leikið fyrstu þrjá hringina á - 3 og leiðir mótið með einu höggi. 9. apríl 2016 23:51
Fyrsti Englendingurinn í tuttugu ár sem vinnur Masters Englendingurinn Danny Willett stóð uppi sem sigurvegarin á Masters eftir virkilega góðan lokahring á Augusta-vellinum í Bandaríkjunum í dag. 10. apríl 2016 22:59
Fór holu í höggi á ótrúlegan hátt á Masters | Myndband Ótrúlegt atvik átti sér stað á Masters í kvöld þegar Louis Oosthuizen fór holu í höggi á 16. braut á Augusta-vellinum. 10. apríl 2016 21:19
Sjáðu ótrúlegt sexpútt hjá Ernie Els "Hann er kominn með yips á ansi háu stigi,“ sagði Úlfar Jónsson. 8. apríl 2016 13:40
Spieth áfram með forystu á Masters Öðrum deginum á Masters-mótinu í golfi er lokið. Mótið er haldið í Augusta í Georgíu en þetta er í 80. sinn sem það fer fram. 9. apríl 2016 00:02