Teljum okkur geta farið alla leið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2016 06:00 Sigrún Sjöfn var stigahæst í liði Grindavíkur í leik fjögur. vísir/anton Grindavík fær í kvöld þriðja tækifærið til að tryggja sér sæti í úrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta þegar liðið mætir Haukum í oddaleik á Ásvöllum. Grindvíkingar komu flestum á óvart og unnu tvo fyrstu leikina en Haukar svöruðu fyrir sig með sigri í næstu tveimur og því ræðst það í kvöld hvort liðið mætir Íslandsmeisturum Snæfells í úrslitum. Fjórði leikur liðanna í Röstinni á föstudagskvöldið var gríðarlega spennandi þar Grindvíkingar sóttu hart að Haukum á lokamínútum. Heimakonur áttu þó ekki svör við stórleik Helenu Sverrisdóttur sem skoraði 32 stig í leiknum, þar af 11 í 4. leikhluta. Hjá Grindavík var önnur landsliðskona, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, stigahæst með 20 stig. Og þrátt fyrir að hafa tvisvar misst af tækifærinu til að tryggja sér sæti í úrslitunum hefur Sigrún fulla trú á að það takist í þriðju tilraun í kvöld. „Auðvitað er visst svekkelsi að hafa ekki náð að klára þetta á föstudaginn. En málið er að Haukar eru með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt. Við vissum það líka að þær myndu ekkert gefa okkur þetta eftir að við komumst í 2-0 og við þurfum að hafa virkilega mikið fyrir því að vinna,“ sagði Sigrún, en finnst Grindavíkurliðinu að þær hefðu þurft að klára einvígið 3-0 ef þær ætluðu að klára það á annað borð? „Það hefði verið þægilegt að klára þetta 3-0, það hefði verið virkilega gott. En þetta gekk ekki í leik þrjú og þær burstuðu okkur eiginlega þar,“ sagði Sigrún en Haukar unnu þriðja leikinn 72-45, þar sem Grindavík skoraði aðeins 18 stig í fyrri hálfleik. „Fjórði leikurinn var jafn og hefði getað dottið okkar megin hefðum við verið heppnar með nokkur skot og passað boltann aðeins betur. Það hefði verið best að klára þetta heima en núna er ekkert annað í stöðunni en að mæta grimmar á Ásvelli og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna.“Landsliðskonurnar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Helena Sverrisdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir í baráttunni.vísir/antonÁðurnefnd Helena hefur verið óstöðvandi í einvíginu við Grindavík en tölurnar tala sínu máli. Helena er með 29,8 stig að meðaltali í leik, 12,3 fráköst, 5,5 stoðsendingar og 31,8 framlagsstig. Í fyrstu tveimur leikjunum tókst Grindvíkingum hins vegar að stöðva aðra leikmenn Haukaliðsins sem hafði mikið að segja. „Við þurfum náttúrulega að stoppa alla þeirra leikmenn. Helena er bara hörkuleikmaður og skilar alltaf sínu, hvort sem hún er með 20 eða 30 stig. Hún er það góð að hún skilar alltaf sínum tölum,“ sagði Sigrún og áréttar að hver einasti leikmaður Grindavíkur þurfi að taka ábyrgð á sínum manni í vörninni. Gengi Grindavíkur í vetur hefur verið upp og ofan en meiðsli gerðu liðinu erfitt fyrir lengi vel. Og raunar þurfti Grindavík að vinna Keflavík í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni í lokaumferð deildarinnar. Sigrún segir að gengið í vetur gefi ekki alveg rétta mynd af styrk Grindavíkurliðsins. „Við erum með hörkuhóp og fullt af leikmönnum sem vita hvað þarf gera til að vinna og hafa unnið mikið áður,“ sagði Sigrún en í leikmannahópi Grindavíkur eru sjö leikmenn sem hafa spilað A-landsleik fyrir Íslands hönd. „Hópurinn er sterkur en það hefur mikið gengið á, og meira en maður á að venjast. Það hefur sett strik í reikninginn en það telur ekkert núna, við erum með fullmannaðan hóp og lið sem við teljum að geti farið alla leið.“ Sigrún lék með Norrköping Dolphins í Svíþjóð í fyrra og lætur mjög vel af dvölinni þar. „Ég tók bara eitt tímabil úti. Ég ætlaði að fara aftur út til þeirra en þau gengu ekki í gegn, samningamálin. En þetta var frábær reynsla og mér leið mjög vel úti, ég var heppin með lið, liðsfélaga og þjálfara,“ sagði Sigrún sem stefnir að því að komast aftur út í atvinnumennsku. „Já, algjörlega. Ef það kemur eitthvað kemur upp lít ég að sjálfsögðu á það og skoða hvort það er eitthvað sem mér líst vel á.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Grindavík fær í kvöld þriðja tækifærið til að tryggja sér sæti í úrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta þegar liðið mætir Haukum í oddaleik á Ásvöllum. Grindvíkingar komu flestum á óvart og unnu tvo fyrstu leikina en Haukar svöruðu fyrir sig með sigri í næstu tveimur og því ræðst það í kvöld hvort liðið mætir Íslandsmeisturum Snæfells í úrslitum. Fjórði leikur liðanna í Röstinni á föstudagskvöldið var gríðarlega spennandi þar Grindvíkingar sóttu hart að Haukum á lokamínútum. Heimakonur áttu þó ekki svör við stórleik Helenu Sverrisdóttur sem skoraði 32 stig í leiknum, þar af 11 í 4. leikhluta. Hjá Grindavík var önnur landsliðskona, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, stigahæst með 20 stig. Og þrátt fyrir að hafa tvisvar misst af tækifærinu til að tryggja sér sæti í úrslitunum hefur Sigrún fulla trú á að það takist í þriðju tilraun í kvöld. „Auðvitað er visst svekkelsi að hafa ekki náð að klára þetta á föstudaginn. En málið er að Haukar eru með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt. Við vissum það líka að þær myndu ekkert gefa okkur þetta eftir að við komumst í 2-0 og við þurfum að hafa virkilega mikið fyrir því að vinna,“ sagði Sigrún, en finnst Grindavíkurliðinu að þær hefðu þurft að klára einvígið 3-0 ef þær ætluðu að klára það á annað borð? „Það hefði verið þægilegt að klára þetta 3-0, það hefði verið virkilega gott. En þetta gekk ekki í leik þrjú og þær burstuðu okkur eiginlega þar,“ sagði Sigrún en Haukar unnu þriðja leikinn 72-45, þar sem Grindavík skoraði aðeins 18 stig í fyrri hálfleik. „Fjórði leikurinn var jafn og hefði getað dottið okkar megin hefðum við verið heppnar með nokkur skot og passað boltann aðeins betur. Það hefði verið best að klára þetta heima en núna er ekkert annað í stöðunni en að mæta grimmar á Ásvelli og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna.“Landsliðskonurnar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Helena Sverrisdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir í baráttunni.vísir/antonÁðurnefnd Helena hefur verið óstöðvandi í einvíginu við Grindavík en tölurnar tala sínu máli. Helena er með 29,8 stig að meðaltali í leik, 12,3 fráköst, 5,5 stoðsendingar og 31,8 framlagsstig. Í fyrstu tveimur leikjunum tókst Grindvíkingum hins vegar að stöðva aðra leikmenn Haukaliðsins sem hafði mikið að segja. „Við þurfum náttúrulega að stoppa alla þeirra leikmenn. Helena er bara hörkuleikmaður og skilar alltaf sínu, hvort sem hún er með 20 eða 30 stig. Hún er það góð að hún skilar alltaf sínum tölum,“ sagði Sigrún og áréttar að hver einasti leikmaður Grindavíkur þurfi að taka ábyrgð á sínum manni í vörninni. Gengi Grindavíkur í vetur hefur verið upp og ofan en meiðsli gerðu liðinu erfitt fyrir lengi vel. Og raunar þurfti Grindavík að vinna Keflavík í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni í lokaumferð deildarinnar. Sigrún segir að gengið í vetur gefi ekki alveg rétta mynd af styrk Grindavíkurliðsins. „Við erum með hörkuhóp og fullt af leikmönnum sem vita hvað þarf gera til að vinna og hafa unnið mikið áður,“ sagði Sigrún en í leikmannahópi Grindavíkur eru sjö leikmenn sem hafa spilað A-landsleik fyrir Íslands hönd. „Hópurinn er sterkur en það hefur mikið gengið á, og meira en maður á að venjast. Það hefur sett strik í reikninginn en það telur ekkert núna, við erum með fullmannaðan hóp og lið sem við teljum að geti farið alla leið.“ Sigrún lék með Norrköping Dolphins í Svíþjóð í fyrra og lætur mjög vel af dvölinni þar. „Ég tók bara eitt tímabil úti. Ég ætlaði að fara aftur út til þeirra en þau gengu ekki í gegn, samningamálin. En þetta var frábær reynsla og mér leið mjög vel úti, ég var heppin með lið, liðsfélaga og þjálfara,“ sagði Sigrún sem stefnir að því að komast aftur út í atvinnumennsku. „Já, algjörlega. Ef það kemur eitthvað kemur upp lít ég að sjálfsögðu á það og skoða hvort það er eitthvað sem mér líst vel á.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum