Farþegaþota var send á eftir rúmlega eitt hundrað Íslendingum sem biðu eftir að komast frá Kanaríeyjum í morgun. Bilun kom upp í farþegaþotunni sem átti að fljúga með farþegana frá flugvellinum í Las Palmas og var því önnur þota send á eftir þeim. Hún lenti á flugvellinum Las Palmas á tíunda tímanum í morgun en áætluð brottför þaðan nú er um 10:30.
Farþegarnir höfðu beðið í um þrjá klukkutíma á flugvellinum frá áætlaðir brottför sem var um klukkan hálf átta í morgun.
Farþegarnir voru margir hverjir í ferð á vegum ferðaskrifstofunnar Úrvals Útsýnar en þotan var á vegum Travel Service en um leiguflug Icelandair var að ræða.
Um fimm klukkutíma tekur að fljúga á milli Íslands og Kanaríeyja og má því áætla að þotan muni lenda með farþegana á Keflavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag ef allt gengur að óskum.
