Drengirnir þurfa að sanna sig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2016 06:00 Arnór Atlason á æfingu liðsins í Laugardalshöllinni í gær. vísir/anton „Við eigum ekkert rosalega góðar minningar frá því að spila á móti þeim,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Atlason en hann verður væntanlega í stóru hlutverki í kvöld er íslenska landsliðið tekur á móti Tékkum í fyrsta leik sínum í undankeppni HM. Þetta er fyrri leikurinn af tveimur hjá íslenska landsliðinu í þessari viku en þeir hendast svo beint upp í flugvél til Úkraínu. Þar tekur síðan við löng rútuferð á leikstað fyrir leik gegn heimamönnum á laugardag. „Við töpuðum ansi illa á móti þeim á HM í Katar. Við höfum ekki mætt þessu liði mjög oft en við þekkjum þá vel. Þetta er gott lið sem er búið að endurheimta Filip Jicha og Pavel Horak þannig að liðið er þrælöflugt. Þetta er mjög verðugt verkefni,“ segir Arnór og svo er Martin Galia í markinu en hann hefur oft reynst íslenska liðinu óþægur ljár í þúfu.Notum tapið sem áminningu „Hann er frábær markvörður og þetta eru allt saman hörkustrákar. Ég spilaði með tveimur af þessum strákum í Frakklandi í þrjú ár og þeir eru virkilega flottir handboltamenn.“ Leikurinn sem Arnór talar um í Katar fór 36-25 fyrir Tékka. Þá skoraði stórskyttan Jicha ellefu mörk fyrir Tékka og hann verður að stöðva í kvöld. „Við notum þann leik sem áminningu frekar en eitthvað annað. Það er mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel enda bara sex leikir í riðlinum. Við setjum auðvitað þá kröfu á okkur að vinna líka heimaleikina,“ segir Arnór en það mun væntanlega mæða mikið á honum í leikstjórnandastöðunni þar sem Snorri Steinn Guðjónsson hefur lagt landsliðsskóna á hilluna.Arnór leikur sinn 183. landsleik í kvöld.vísir/antonBreytingar gerst hratt Þar að auki er Alexander Petersson líka hættur, Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddur og þeir Róbert Gunnarsson og Vignir Svavarsson voru ekki valdir í liðið að þessu sinni. „Maður er allt í einu orðinn með þeim eldri í hópnum. Þetta gerðist fljótt. Ef við skoðum aftur á móti stöðuna frá því í sumar þá vantaði Alexander, Snorra, Guðjón Valur lék lítið, Vignir var meiddur þannig að breytingin frá því í sumar er ekkert svo mikil. Það sést samt að við vorum að missa risamenn en við höfum spilað án þeirra áður. Við höfum spilað saman áður og liðið er ekki alveg glænýtt þó svo við höfum verið að missa svona þúsund landsleiki út og það telur auðvitað þegar út í alvöruna er komið,“ segir Arnór og vill augljóslega einblína á hið jákvæða og horfa fram á veginn. „Við eldri mennirnir í hópnum tökum vel á móti ungu strákunum. Okkar verkefni er að halda þeirri hefð áfram sem hefur verið í landsliðinu. Það á að vera risamál fyrir þá að komast í íslenska landsliðið. Okkar eldri er að kenna þeim um hvað það snýst að spila fyrir íslenska landsliðið. Það á að vera það stærsta sem maður gerir. Þar gefur maður allt í þetta og hefur gaman af því. Maður þarf að spila af stolti. Við þurfum líka að kenna þeim hugarfarið sem hefur verið í liðinu. Ungu drengirnir þurfa núna að sanna sig. Það er ekkert komið með því að vera valinn í hópinn.“Sakna vina minna Það er auðvitað stórmál þegar lykilmenn úr gullkynslóð landsliðsins detta út hver á fætur öðrum og margar þjóðir hafa átt erfitt með að fóta sig þegar þarf að stokka upp sigursæl lið. „Það er engin spurning að við erum að missa burðarása úr liðinu. Það er eðlilegur gangur að menn detti út og nýir komi inn. Svo hefur Dagur sýnt með Þýskalandi hvað er hægt að gera. Margir hafa rekið upp stór augu yfir hans liðsvali en það hefur gengið ágætlega hjá honum. Ég vil fara rólega í að kalla þetta einhver kynslóðaskipti. Þetta er búið að vera í mótun. Auðvitað söknum við þessara stráka. Þetta eru allt vinir mínir sem ég hef spilað með í mörg ár en við vissum að það yrði ekki þannig að eilífu,“ segir Arnór en hefur hann eitthvað gert upp hug sinn um hvað hann ætlar að halda lengi áfram með landsliðinu? „Eins lengi og ég hef heilsu til og finnst það skemmtilegt. Ég væri ekki hérna ef mér fyndist þetta ekki rosalega skemmtilegt. Þetta tekur orku og tíma en ég hef aldrei fundið ástæðu til að mæta ekki. Þetta er það gaman og ég get gert þetta. Ég hef enn metnað fyrir landsliðinu.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
„Við eigum ekkert rosalega góðar minningar frá því að spila á móti þeim,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Atlason en hann verður væntanlega í stóru hlutverki í kvöld er íslenska landsliðið tekur á móti Tékkum í fyrsta leik sínum í undankeppni HM. Þetta er fyrri leikurinn af tveimur hjá íslenska landsliðinu í þessari viku en þeir hendast svo beint upp í flugvél til Úkraínu. Þar tekur síðan við löng rútuferð á leikstað fyrir leik gegn heimamönnum á laugardag. „Við töpuðum ansi illa á móti þeim á HM í Katar. Við höfum ekki mætt þessu liði mjög oft en við þekkjum þá vel. Þetta er gott lið sem er búið að endurheimta Filip Jicha og Pavel Horak þannig að liðið er þrælöflugt. Þetta er mjög verðugt verkefni,“ segir Arnór og svo er Martin Galia í markinu en hann hefur oft reynst íslenska liðinu óþægur ljár í þúfu.Notum tapið sem áminningu „Hann er frábær markvörður og þetta eru allt saman hörkustrákar. Ég spilaði með tveimur af þessum strákum í Frakklandi í þrjú ár og þeir eru virkilega flottir handboltamenn.“ Leikurinn sem Arnór talar um í Katar fór 36-25 fyrir Tékka. Þá skoraði stórskyttan Jicha ellefu mörk fyrir Tékka og hann verður að stöðva í kvöld. „Við notum þann leik sem áminningu frekar en eitthvað annað. Það er mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel enda bara sex leikir í riðlinum. Við setjum auðvitað þá kröfu á okkur að vinna líka heimaleikina,“ segir Arnór en það mun væntanlega mæða mikið á honum í leikstjórnandastöðunni þar sem Snorri Steinn Guðjónsson hefur lagt landsliðsskóna á hilluna.Arnór leikur sinn 183. landsleik í kvöld.vísir/antonBreytingar gerst hratt Þar að auki er Alexander Petersson líka hættur, Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddur og þeir Róbert Gunnarsson og Vignir Svavarsson voru ekki valdir í liðið að þessu sinni. „Maður er allt í einu orðinn með þeim eldri í hópnum. Þetta gerðist fljótt. Ef við skoðum aftur á móti stöðuna frá því í sumar þá vantaði Alexander, Snorra, Guðjón Valur lék lítið, Vignir var meiddur þannig að breytingin frá því í sumar er ekkert svo mikil. Það sést samt að við vorum að missa risamenn en við höfum spilað án þeirra áður. Við höfum spilað saman áður og liðið er ekki alveg glænýtt þó svo við höfum verið að missa svona þúsund landsleiki út og það telur auðvitað þegar út í alvöruna er komið,“ segir Arnór og vill augljóslega einblína á hið jákvæða og horfa fram á veginn. „Við eldri mennirnir í hópnum tökum vel á móti ungu strákunum. Okkar verkefni er að halda þeirri hefð áfram sem hefur verið í landsliðinu. Það á að vera risamál fyrir þá að komast í íslenska landsliðið. Okkar eldri er að kenna þeim um hvað það snýst að spila fyrir íslenska landsliðið. Það á að vera það stærsta sem maður gerir. Þar gefur maður allt í þetta og hefur gaman af því. Maður þarf að spila af stolti. Við þurfum líka að kenna þeim hugarfarið sem hefur verið í liðinu. Ungu drengirnir þurfa núna að sanna sig. Það er ekkert komið með því að vera valinn í hópinn.“Sakna vina minna Það er auðvitað stórmál þegar lykilmenn úr gullkynslóð landsliðsins detta út hver á fætur öðrum og margar þjóðir hafa átt erfitt með að fóta sig þegar þarf að stokka upp sigursæl lið. „Það er engin spurning að við erum að missa burðarása úr liðinu. Það er eðlilegur gangur að menn detti út og nýir komi inn. Svo hefur Dagur sýnt með Þýskalandi hvað er hægt að gera. Margir hafa rekið upp stór augu yfir hans liðsvali en það hefur gengið ágætlega hjá honum. Ég vil fara rólega í að kalla þetta einhver kynslóðaskipti. Þetta er búið að vera í mótun. Auðvitað söknum við þessara stráka. Þetta eru allt vinir mínir sem ég hef spilað með í mörg ár en við vissum að það yrði ekki þannig að eilífu,“ segir Arnór en hefur hann eitthvað gert upp hug sinn um hvað hann ætlar að halda lengi áfram með landsliðinu? „Eins lengi og ég hef heilsu til og finnst það skemmtilegt. Ég væri ekki hérna ef mér fyndist þetta ekki rosalega skemmtilegt. Þetta tekur orku og tíma en ég hef aldrei fundið ástæðu til að mæta ekki. Þetta er það gaman og ég get gert þetta. Ég hef enn metnað fyrir landsliðinu.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira