Innlent

Ferðamenn fá ekki að nota klósettið í Hallgrímskirkju

Birgir Olgeirsson skrifar

Þeir sem borga fyrir að fara upp í turn Hallgrímskirkjunnar fá ekki að nota salernisaðstöðu kirkjunnar, ólíkt því sem margir gætu haldið. Hallgrímskirkja er eitt vinsælasta kennileiti Reykjavíkur, en um 200 þúsund gestir kirkjunnar keyptu sér far upp í turninn á síðasta ári en búist er við að þeir verði rúmlega 260 þúsund í ár.

Fréttablaðið greindi frá því að þetta muni gefa Hallgrímskirkju rúmlega 200 milljónir króna í tekjur í ár en aðgangseyri í turninn er 900 krónur fyrir fullorðna en 100 krónur fyrir börn 6 - 16 ára.

Klósettaðstaða fyrir ferðamann hefur verið til mikillar umræðu undanfarin ár en nú síðast greindi bóndi við Berufjörð frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að salernisskortur ferðamanna sé svo skelfilegur að ekki sé lengur hægt að fara í berjamót um sumum brekkum sökum óþrifnaðar.

Hallgrímskirkja segist ekki bjóða upp á almenningsklósett en salernisaðstaðan er aðeins opin þegar eru athafnir eða tónleikar en boðið er upp á almenningsklósett á Skólavörðuholti.


Tengdar fréttir

Tekjur af turni Hallgrímskirkju fara yfir 200 milljónir

Heimsóknum gesta í Hallgrímskirkjuturn hefur fjölgað mikið síðustu ár. Samhliða hafa tekjur kirkjunnar aukist verulega. Tekjurnar fara meðal annars í að greiða fjögur hundruð milljóna króna bankalán sem hvílir á kirkjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×