Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2016 12:23 Sigríður María Egilsdóttir. „Ég ætla ekki að neita því að það hefur lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif og taka þátt í stjórnmálum en ég hef ekki fundið mig nógu mikið í þeim stjórnmálaflokkum sem hafa verið í boði. Svo það er ekki fyrr en fyrst núna sem ég finn virkilega löngun til þess að taka þátt í stjórnmálastarfi og treysti mér til að þess að binda mig við ákveðinn flokk,“ segir Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi en hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Sigríður kveðst vilja taka þátt í starfi Viðreisnar vegna þess að hún sjái þar flokk sem endurspegli strauma jafnréttis og frjálslyndis á sama tíma og verið sé að bjóða upp á raunhæfar lausnir í átt að betra samfélagi. Margir muna eflaust eftir Sigríði Maríu og ræðu sem hún flutti á ráðstefu BBC í London 100 Women árið 2013 en umfjöllunarefnið var framtíðarmarkmið kvenna. Ræðan vakti mikla athygli og hlaut Sigríður María mikið lof fyrir hana en hún var aðeins 19 ára gömul þegar hún flutti ræðuna, en hana má sjá hér að neðan.Sigríður María segir að ungt fólk hafi raunverulegra hagsmuna að gæta að því að eiga málsvara inni á þingi þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa bein áhrif á það bæði í dag og í framtíðinni. Aðspurð hvað brenni sérstaklega á ungu fólki í dag segir Sigríður: „Ég held að það brenni verulega á þeim staðan í skólakerfinu, hvernig LÍN er rekið og hvernig standa skuli að breytingum á námslánakerfinu. Ég held að ungt fólk sé að miklu leyti óánægt með það sem þeim hefur verið boðið upp á seinustu misseri. Það hefur miklu verið lofað en niðurstöðurnar kannski ekki alveg í samræmi við væntingar og ég tengi mikið við það. Síðan er það auðvitað húsnæðisvandinn sem við stöndum frammi fyrir og er raunverulegt vandamál.“ Hún segir að framundan sé málþing hjá Viðreisn þar sem málefni ungs fólks verði tekin upp og stefna flokksins í þeim efnum verði mótuð enn frekar.Fylgdi ákveðin sorg fréttum helgarinnar af konum í stjórnmálum Sigríður er ekki bara ung heldur er hún ung kona og undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um stöðu kvenna í stjórnmálum, bæði almennt og svo í einstökum flokkum, meðal annars eftir niðurstöður prófkjara Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi. Aðspurð hvernig stjórnmálin snúa að henni sem konu segir Sigríður: „Út frá þeim forsendum er ég ekkert sérstaklega hvumpin eða hrædd og ekkert hrædd við að takast á við hvaða grýlur sem leynast þar. Vissulega er það samt svo, og án þess að tjái mig beint um prófkjör einstakra flokka, þá fylgdi ákveðin sorg fréttum helgarinnar. Það gleður mig því að á listum Viðreisnar er jafnt hlutfall kynja og þar er enginn skortur á frambærilegum og flottum konum, en það var meðal annars eitt af því sem fékk mig til að ganga til liðs við flokkinn.“ Til gamans má geta þess að ein af þeim konum sem bjóða sig fram fyrir Viðreisn er móðir Sigríðar, Herdís Hallmarsdóttir, en hún skipar 23. sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ræða Sigríðar Maríu hitti í mark Hin 19 ára gamla Sigríður María Egilsdóttir flutti ræðu á 100 Women, ráðstefnu BBC um framtíðarmarkmið kvenna. 25. október 2013 18:00 Kominn tími til að konur hætti að biðjast afsökunar á því að vera til Sigríður María Egilsdóttir er bara nítján ára en hún hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Hún varð í vetur Ræðumaður Íslands í Morfískepnninni og hélt nýlega fyrirlestur um jafnréttismál á TEDxReykjavík sem hefur vakið mikla athygli á Youtube. 3. ágúst 2013 11:00 Framúrskarandi ungir Íslendingar verðlaunaðir Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. 28. maí 2014 12:48 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Ég ætla ekki að neita því að það hefur lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif og taka þátt í stjórnmálum en ég hef ekki fundið mig nógu mikið í þeim stjórnmálaflokkum sem hafa verið í boði. Svo það er ekki fyrr en fyrst núna sem ég finn virkilega löngun til þess að taka þátt í stjórnmálastarfi og treysti mér til að þess að binda mig við ákveðinn flokk,“ segir Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi en hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Sigríður kveðst vilja taka þátt í starfi Viðreisnar vegna þess að hún sjái þar flokk sem endurspegli strauma jafnréttis og frjálslyndis á sama tíma og verið sé að bjóða upp á raunhæfar lausnir í átt að betra samfélagi. Margir muna eflaust eftir Sigríði Maríu og ræðu sem hún flutti á ráðstefu BBC í London 100 Women árið 2013 en umfjöllunarefnið var framtíðarmarkmið kvenna. Ræðan vakti mikla athygli og hlaut Sigríður María mikið lof fyrir hana en hún var aðeins 19 ára gömul þegar hún flutti ræðuna, en hana má sjá hér að neðan.Sigríður María segir að ungt fólk hafi raunverulegra hagsmuna að gæta að því að eiga málsvara inni á þingi þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa bein áhrif á það bæði í dag og í framtíðinni. Aðspurð hvað brenni sérstaklega á ungu fólki í dag segir Sigríður: „Ég held að það brenni verulega á þeim staðan í skólakerfinu, hvernig LÍN er rekið og hvernig standa skuli að breytingum á námslánakerfinu. Ég held að ungt fólk sé að miklu leyti óánægt með það sem þeim hefur verið boðið upp á seinustu misseri. Það hefur miklu verið lofað en niðurstöðurnar kannski ekki alveg í samræmi við væntingar og ég tengi mikið við það. Síðan er það auðvitað húsnæðisvandinn sem við stöndum frammi fyrir og er raunverulegt vandamál.“ Hún segir að framundan sé málþing hjá Viðreisn þar sem málefni ungs fólks verði tekin upp og stefna flokksins í þeim efnum verði mótuð enn frekar.Fylgdi ákveðin sorg fréttum helgarinnar af konum í stjórnmálum Sigríður er ekki bara ung heldur er hún ung kona og undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um stöðu kvenna í stjórnmálum, bæði almennt og svo í einstökum flokkum, meðal annars eftir niðurstöður prófkjara Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi. Aðspurð hvernig stjórnmálin snúa að henni sem konu segir Sigríður: „Út frá þeim forsendum er ég ekkert sérstaklega hvumpin eða hrædd og ekkert hrædd við að takast á við hvaða grýlur sem leynast þar. Vissulega er það samt svo, og án þess að tjái mig beint um prófkjör einstakra flokka, þá fylgdi ákveðin sorg fréttum helgarinnar. Það gleður mig því að á listum Viðreisnar er jafnt hlutfall kynja og þar er enginn skortur á frambærilegum og flottum konum, en það var meðal annars eitt af því sem fékk mig til að ganga til liðs við flokkinn.“ Til gamans má geta þess að ein af þeim konum sem bjóða sig fram fyrir Viðreisn er móðir Sigríðar, Herdís Hallmarsdóttir, en hún skipar 23. sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ræða Sigríðar Maríu hitti í mark Hin 19 ára gamla Sigríður María Egilsdóttir flutti ræðu á 100 Women, ráðstefnu BBC um framtíðarmarkmið kvenna. 25. október 2013 18:00 Kominn tími til að konur hætti að biðjast afsökunar á því að vera til Sigríður María Egilsdóttir er bara nítján ára en hún hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Hún varð í vetur Ræðumaður Íslands í Morfískepnninni og hélt nýlega fyrirlestur um jafnréttismál á TEDxReykjavík sem hefur vakið mikla athygli á Youtube. 3. ágúst 2013 11:00 Framúrskarandi ungir Íslendingar verðlaunaðir Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. 28. maí 2014 12:48 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ræða Sigríðar Maríu hitti í mark Hin 19 ára gamla Sigríður María Egilsdóttir flutti ræðu á 100 Women, ráðstefnu BBC um framtíðarmarkmið kvenna. 25. október 2013 18:00
Kominn tími til að konur hætti að biðjast afsökunar á því að vera til Sigríður María Egilsdóttir er bara nítján ára en hún hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Hún varð í vetur Ræðumaður Íslands í Morfískepnninni og hélt nýlega fyrirlestur um jafnréttismál á TEDxReykjavík sem hefur vakið mikla athygli á Youtube. 3. ágúst 2013 11:00
Framúrskarandi ungir Íslendingar verðlaunaðir Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. 28. maí 2014 12:48