Innlent

Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndin vinstra megin er frá því í gær en sú hægra megin frá því í morgun.
Myndin vinstra megin er frá því í gær en sú hægra megin frá því í morgun. Myndir/Svavar Pétur
Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn þegar bíll hans valt á ómalbikuðum vegarkafla í botni Berufjarðar á tíunda tímanum í morgun. Slysið varð nærri afleggjaranum upp á Öxi. Bóndi í Berufirði sem kom að bílveltunni segir ljóst að ferðin hefði getað orðið sú síðasta hjá Japananum. Bíllinn er hins vegar í köku. 

Um er að ræða átta kílómetra vegakafla á Þjóðvegi 1 sem er ómalbikaður. Deilur landeigenda um hvar vegurinn eigi að vera hafa leitt til þess seinagangs að átján árum eftir malbikun Þjóðvegar 1 í heild eru þessir átta kílómetrar ómalbikaður.

Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að ekki hafi staðið á Vegagerðinni í þessu máli.




Svavar Pétur Eysteinsson bóndi, betur þekktur sem Prins Póló.Vísir/GVA
Ein rigning og allt fer í mauk

Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi í Berufirði, tók mynd af veginum í gær sem sjá má hér til hliðar og varpaði þeirri spurningu til Vegagerðarinnar á samfélagsmiðlum hvað væri eiginlega að frétta. Í dag keyrði hann svo fram á slysið á sömu slóðum.

„Vegurinn er náttúrulega alltaf mjög lélegur enda umferðin mjög mikil. Þetta er Þjóðvegur 1 og gríðarleg aukning í umferð vegna ferðamanna,“ segir Svavar Pétur.

Verið var að hefla veginn í morgun en Svavar Pétur segir veginn þurfa stanslaust viðhald. 

„Ef það er látið undir höfuð leggjast og það kemur ein rigning þá fer allt í mauk.“

Nýr vegur í árslok 2018

Loksins hefur verið tekin ákvörðun um að leggja nýjan veg yfir fjörðinn og eiga framkvæmdir að hefjast á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Er gert fyrir að framkvæmdum ljúki í árslok 2018. Svavar Pétur segir framkvæmdir ekki geta beðið. 

„Það þarf að gera þetta strax. Það væri annað ef þetta væri fjallvegur einhvers staðar úti í rassgati. En þetta er Þjóðvegur 1.“

Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, skoðaði vegakaflann í fyrra og má sjá fréttina að neðan. Síðan er nýr vegur kominn á samgönguáætlun.


Banaslys hafa orðið á vegakaflanum í Berufirðifleiri en eitt, og bregður mörgum ökumanninum, sérstaklega erlendum ferðamönnum, þegar hann ferskyndilega af bundnu slitlagi á mölina. 

Friðrik Árnason, framkvæmdastjóri á Hótel Bláfells í Breiðdalsvík, segir erlendu ferðamennina stórhneykslaða.

„Og halda oft á tíðum að þeir séu bara komnir í einhverjar ógöngur og vitleysu þegar þeir lenda á þessum vegkafla.“


Tengdar fréttir

Lést líklega af áverkum eftir bílveltu

Andlát manns á fimmtugsaldri í ferjunni Norrænu í október í fyrra má að öllum líkindum rekja til umferðarslyss sem hann lenti í áður en hann fór um borð í skipið. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa sem gerð var opinber í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×