Freyr um Hörpu: Ég er að missa leikmann og er svekktur með það | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. september 2016 19:00 Freyr Alexandersson Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, getur ekki leynt vonbrigðum sínum að missa sóknarmanninn Hörpu Þorsteinsdóttur úr landsliðshópi sínum en þessi mikli markaskorari er barnshafandi. Hún var ekki valin í íslenska landsliðið sem mætir Slóveníu og Skotlandi í lokaleikjum sínum í undankeppni EM 2017 en Íslandi vantar eitt stig til að tryggja sér farseðilinn á EM í Hollandi næsta sumar. Harpa hefur verið að spila með liði sínu, Stjörnunni, síðustu daga og vikur. Það kom þó ekki til greina að velja hana í landsliðið. „Ég er mögulega búinn að finna svarið við því hver sé munurinn á því að þjálfa karla og konur. Þetta er stóri munurinn,“ sagði Freyr í samtali við íþróttadeild í dag en viðtal við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. „Leikmenn geta óvænt komið með þau skilaboð að þeir eru barnshafandi. Hún verður nú frá í allt að eitt ár sem er vissulega sjokk en okkar samtal var mjög heiðarlegt. Ég sagði henni hversu mikið ég vildi hafa hana í mínu liði en fyrst og fremst hrósaði ég henni fyrir það sem hún hefur gert. Hún hefur tekið mestum framförum af öllum þeim leikmönnum sem ég hef haft síðan ég tók við landsliðinu,“ sagði Freyr enn fremur. Hann óskar vitanlega Hörpu innilega til hamingju með góðu tíðindin. „Það er ekkert sem jafnast á við það að eignast barn og það höfum við heyrt milljón sinnum. En ég held að Harpa sé svekkt að missa af því tækifæri að fá að spila á EM og ég er að missa leikmann og er svekktur með það.“ „En ef að ég hangi í því þá erum við ekki að halda áfram í þeirri vegferð sem við höfum verið í. Nú er þessu lokið og nú verðum við að stíga upp.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58 Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, getur ekki leynt vonbrigðum sínum að missa sóknarmanninn Hörpu Þorsteinsdóttur úr landsliðshópi sínum en þessi mikli markaskorari er barnshafandi. Hún var ekki valin í íslenska landsliðið sem mætir Slóveníu og Skotlandi í lokaleikjum sínum í undankeppni EM 2017 en Íslandi vantar eitt stig til að tryggja sér farseðilinn á EM í Hollandi næsta sumar. Harpa hefur verið að spila með liði sínu, Stjörnunni, síðustu daga og vikur. Það kom þó ekki til greina að velja hana í landsliðið. „Ég er mögulega búinn að finna svarið við því hver sé munurinn á því að þjálfa karla og konur. Þetta er stóri munurinn,“ sagði Freyr í samtali við íþróttadeild í dag en viðtal við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. „Leikmenn geta óvænt komið með þau skilaboð að þeir eru barnshafandi. Hún verður nú frá í allt að eitt ár sem er vissulega sjokk en okkar samtal var mjög heiðarlegt. Ég sagði henni hversu mikið ég vildi hafa hana í mínu liði en fyrst og fremst hrósaði ég henni fyrir það sem hún hefur gert. Hún hefur tekið mestum framförum af öllum þeim leikmönnum sem ég hef haft síðan ég tók við landsliðinu,“ sagði Freyr enn fremur. Hann óskar vitanlega Hörpu innilega til hamingju með góðu tíðindin. „Það er ekkert sem jafnast á við það að eignast barn og það höfum við heyrt milljón sinnum. En ég held að Harpa sé svekkt að missa af því tækifæri að fá að spila á EM og ég er að missa leikmann og er svekktur með það.“ „En ef að ég hangi í því þá erum við ekki að halda áfram í þeirri vegferð sem við höfum verið í. Nú er þessu lokið og nú verðum við að stíga upp.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58 Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58
Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15