Fótbolti

Neymar afgreiddi Kólumbíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neymar fagnar sigurmarki sínu í nótt.
Neymar fagnar sigurmarki sínu í nótt. vísir/getty
Þjóðhetjan Neymar var enn og aftur stjarna Brasilíumanna er liðið lagði Kólumbíu, 2-1, í undankeppni HM í nótt.

Miranda kom Brasilíu yfir á 2. mínútu en Kólumbía jafnaði fyrir hlé með sjálfsmarki Brasilíumanna. Það var svo Neymar sem tryggði sigurinn stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Úrúgvæ er á toppi Suður-Ameríkuriðilsins en liðið skellti Paragvæ, 4-0, í nótt.

Edinson Cavani skoraði tvö mörk og bæði eftir sendingu frá Luis Suarez sem skoraði svo sjálfur úr vítaspyrnu. Cristian Rodriguez komst einnig á blað.

Argentína spilaði svo án Lionel Messi í nótt og varð að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Venesúela.

Úrúgvæ er með 16 stig á toppnum en Brasilía og Argentína koma þar á eftir með 15 stig. Kólumbía og Ekvador eru með þrettán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×