Mikill fjöldi öryrkja á biðlista eftir húsnæði Snærós Sindradóttir skrifar 7. september 2016 06:45 Öryrkjabandalagið hefur verið duglegt að mótmæla bágum kjörum öryrkja síðastliðin ár. 377 eru á biðlista eftir húsnæði hjá hússjóði ÖBÍ. vísir/stefán Mikil fjölgun hefur orðið á biðlista Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, á einu ári. Nú eru 377 á biðlistanum en það er fimmtíu prósenta fjölgun frá því fyrir ári. Aðeins þeir sem eru 75 prósent öryrkjar og undir ákveðnum tekju- og eignamörkum uppfylla skilyrði til að leigja húsnæði hjá sjóðnum.Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins.vísir/gvaBjörn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, kennir þrengingum á leigumarkaði um langan biðlista. „Það er alltaf verið að taka fleiri og fleiri íbúðir í Airbnb og síðan er verið að selja þær íbúðir sem hafa verið í leigu.“ Brynja á 780 íbúðir sem eru fullnýttar svo allt í allt eru það ríflega 1.100 manns sem vilja búa á vegum félagsins. Leigan hjá Brynju er töluvert lægri en gengur og gerist á almennum leigumarkaði, allt frá 61 þúsund krónum fyrir litlar einstaklingsíbúðir og upp í 155 þúsund fyrir fjögurra herbergja íbúðir. Ekki er farið fram á tryggingu við upphaf leigutímabils. Björn segir að á meðan biðlistinn lengist búi öryrkjar við erfiðar aðstæður. „Sumir eru nánast á götunni. Það eru lítil úrræði hjá sveitarfélögunum. Það er skylda sveitarfélaganna að skaffa húsnæði en þau eru bara ekkert að standa sig í því. Ástandið hefur aldrei verið eins slæmt.“ Að sögn Björns hefur Brynja að jafnaði keypt 20 íbúðir á ári undanfarin átta ár til að stemma stigu við þessum húsnæðisvanda. Nú sé til skoðunar að spýta í lófana varðandi það. Valborg Kristjánsdóttir varð öryrki eftir slys árið 1994 og hefur verið á biðlista hjá Brynju í eitt ár. Hún er að missa leiguhúsnæði sitt og segir að nú taki við millibilsástand þar til hún fær íbúð úthlutaða. „Ég hef engin efni á að leigja á frjálsum markaði. Það var ein sem ég var að tala við sem þarf að borga þrjá mánuði fyrirfram plús tryggingu. Þetta er hátt í hálf milljón bara til að komast inn.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Mikil fjölgun hefur orðið á biðlista Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, á einu ári. Nú eru 377 á biðlistanum en það er fimmtíu prósenta fjölgun frá því fyrir ári. Aðeins þeir sem eru 75 prósent öryrkjar og undir ákveðnum tekju- og eignamörkum uppfylla skilyrði til að leigja húsnæði hjá sjóðnum.Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins.vísir/gvaBjörn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, kennir þrengingum á leigumarkaði um langan biðlista. „Það er alltaf verið að taka fleiri og fleiri íbúðir í Airbnb og síðan er verið að selja þær íbúðir sem hafa verið í leigu.“ Brynja á 780 íbúðir sem eru fullnýttar svo allt í allt eru það ríflega 1.100 manns sem vilja búa á vegum félagsins. Leigan hjá Brynju er töluvert lægri en gengur og gerist á almennum leigumarkaði, allt frá 61 þúsund krónum fyrir litlar einstaklingsíbúðir og upp í 155 þúsund fyrir fjögurra herbergja íbúðir. Ekki er farið fram á tryggingu við upphaf leigutímabils. Björn segir að á meðan biðlistinn lengist búi öryrkjar við erfiðar aðstæður. „Sumir eru nánast á götunni. Það eru lítil úrræði hjá sveitarfélögunum. Það er skylda sveitarfélaganna að skaffa húsnæði en þau eru bara ekkert að standa sig í því. Ástandið hefur aldrei verið eins slæmt.“ Að sögn Björns hefur Brynja að jafnaði keypt 20 íbúðir á ári undanfarin átta ár til að stemma stigu við þessum húsnæðisvanda. Nú sé til skoðunar að spýta í lófana varðandi það. Valborg Kristjánsdóttir varð öryrki eftir slys árið 1994 og hefur verið á biðlista hjá Brynju í eitt ár. Hún er að missa leiguhúsnæði sitt og segir að nú taki við millibilsástand þar til hún fær íbúð úthlutaða. „Ég hef engin efni á að leigja á frjálsum markaði. Það var ein sem ég var að tala við sem þarf að borga þrjá mánuði fyrirfram plús tryggingu. Þetta er hátt í hálf milljón bara til að komast inn.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira