Hefur alltaf verið í íþróttum Sæunn Gísladóttir skrifar 7. september 2016 11:00 Björn hefur mjög gaman af tónleikum og reynir að sækja alla stærstu tónleika landsins. Vísir/GVA „Þetta leggst mjög vel í mig, mér líst mjög vel á þetta,“ segir Björn Þór Hermannsson sem tók við starfi skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 1. september. Hann hefur starfað í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá 2011 en áður starfaði hann í velferðarráðuneytinu. Björn hefur frá árinu 2014 verið staðgengill skrifstofustjóra. „Skrifstofan undirbýr stefnumörkun í fjármálum hins opinbera og setningu heildarmarkmiða varðandi þróun ríkisfjármála til skemmri og lengri tíma í samræmi við áherslu stjórnvalda á hverjum tíma. Skrifstofan hefur yfirumsjón með gerð fjármálastefnu og árlegrar fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera í heild, og hefur forystu um undirbúning frumvarps til fjárlaga. Við berum því ábyrgð á að gefa út fjárlög, fjáraukalög og lokafjárlög á hverju ári, eða öllu sem snýr að fjárlagagerð fyrir ríkið,“ segir Björn. Að sögn Björns hefur starfið breyst þannig að nú er meira að gera yfir allt árið. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að Björn hafi lokið B.Sc. prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í fjármálahagfræði frá sama skóla árið 2010. „Ég á mjög auðvelt með að vinna með tölur og því um líkt,“ segir Björn kíminn. Helstu áhugamálin utan vinnunnar eru íþróttir, hvort sem það er innanhúss eða utanhúss. „Ég hef æft íþróttir frá því að ég man eftir mér, ég var í frjálsum og fótbolta og hef lengst af verið í körfubolta. Nú eru það körfubolti, útihlaup eða ræktin. Ég reyni að hreyfa mig helst oft í viku og blanda þessu saman.“ Björn segist líka reyna að fylgjast vel með öllum leikjum. Björn á tvö börn og segist vera að reyna að koma þeim í íþróttir. „Dóttirin er komin í fimleika, svo er bara að sjá hvað guttinn vill. Hann hefur sýnt boltaíþróttum og körfubolta smá áhuga, en hann er bara fimm ára og þetta er því ekki komið á hreint enn þá.“ Björn hefur líka mikinn áhuga á útiveru, tónlist og ferðalögum. Hann sækir reglulega tónleika og segist reyna að fara á eins marga af stærri tónleikum sem hann kemst á hér á landi. „Ég er þó ekki búinn að kaupa miða á Justin Bieber-tónleikana á föstudaginn,“ segir hann og hlær. Tengdar fréttir Björn Þór skipaður skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála Björn Þór Hermannsson hefur verið skipaður í embætti skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 31. ágúst 2016 13:12 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig, mér líst mjög vel á þetta,“ segir Björn Þór Hermannsson sem tók við starfi skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 1. september. Hann hefur starfað í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá 2011 en áður starfaði hann í velferðarráðuneytinu. Björn hefur frá árinu 2014 verið staðgengill skrifstofustjóra. „Skrifstofan undirbýr stefnumörkun í fjármálum hins opinbera og setningu heildarmarkmiða varðandi þróun ríkisfjármála til skemmri og lengri tíma í samræmi við áherslu stjórnvalda á hverjum tíma. Skrifstofan hefur yfirumsjón með gerð fjármálastefnu og árlegrar fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera í heild, og hefur forystu um undirbúning frumvarps til fjárlaga. Við berum því ábyrgð á að gefa út fjárlög, fjáraukalög og lokafjárlög á hverju ári, eða öllu sem snýr að fjárlagagerð fyrir ríkið,“ segir Björn. Að sögn Björns hefur starfið breyst þannig að nú er meira að gera yfir allt árið. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að Björn hafi lokið B.Sc. prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í fjármálahagfræði frá sama skóla árið 2010. „Ég á mjög auðvelt með að vinna með tölur og því um líkt,“ segir Björn kíminn. Helstu áhugamálin utan vinnunnar eru íþróttir, hvort sem það er innanhúss eða utanhúss. „Ég hef æft íþróttir frá því að ég man eftir mér, ég var í frjálsum og fótbolta og hef lengst af verið í körfubolta. Nú eru það körfubolti, útihlaup eða ræktin. Ég reyni að hreyfa mig helst oft í viku og blanda þessu saman.“ Björn segist líka reyna að fylgjast vel með öllum leikjum. Björn á tvö börn og segist vera að reyna að koma þeim í íþróttir. „Dóttirin er komin í fimleika, svo er bara að sjá hvað guttinn vill. Hann hefur sýnt boltaíþróttum og körfubolta smá áhuga, en hann er bara fimm ára og þetta er því ekki komið á hreint enn þá.“ Björn hefur líka mikinn áhuga á útiveru, tónlist og ferðalögum. Hann sækir reglulega tónleika og segist reyna að fara á eins marga af stærri tónleikum sem hann kemst á hér á landi. „Ég er þó ekki búinn að kaupa miða á Justin Bieber-tónleikana á föstudaginn,“ segir hann og hlær.
Tengdar fréttir Björn Þór skipaður skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála Björn Þór Hermannsson hefur verið skipaður í embætti skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 31. ágúst 2016 13:12 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Björn Þór skipaður skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála Björn Þór Hermannsson hefur verið skipaður í embætti skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 31. ágúst 2016 13:12