Hefur alltaf verið í íþróttum Sæunn Gísladóttir skrifar 7. september 2016 11:00 Björn hefur mjög gaman af tónleikum og reynir að sækja alla stærstu tónleika landsins. Vísir/GVA „Þetta leggst mjög vel í mig, mér líst mjög vel á þetta,“ segir Björn Þór Hermannsson sem tók við starfi skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 1. september. Hann hefur starfað í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá 2011 en áður starfaði hann í velferðarráðuneytinu. Björn hefur frá árinu 2014 verið staðgengill skrifstofustjóra. „Skrifstofan undirbýr stefnumörkun í fjármálum hins opinbera og setningu heildarmarkmiða varðandi þróun ríkisfjármála til skemmri og lengri tíma í samræmi við áherslu stjórnvalda á hverjum tíma. Skrifstofan hefur yfirumsjón með gerð fjármálastefnu og árlegrar fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera í heild, og hefur forystu um undirbúning frumvarps til fjárlaga. Við berum því ábyrgð á að gefa út fjárlög, fjáraukalög og lokafjárlög á hverju ári, eða öllu sem snýr að fjárlagagerð fyrir ríkið,“ segir Björn. Að sögn Björns hefur starfið breyst þannig að nú er meira að gera yfir allt árið. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að Björn hafi lokið B.Sc. prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í fjármálahagfræði frá sama skóla árið 2010. „Ég á mjög auðvelt með að vinna með tölur og því um líkt,“ segir Björn kíminn. Helstu áhugamálin utan vinnunnar eru íþróttir, hvort sem það er innanhúss eða utanhúss. „Ég hef æft íþróttir frá því að ég man eftir mér, ég var í frjálsum og fótbolta og hef lengst af verið í körfubolta. Nú eru það körfubolti, útihlaup eða ræktin. Ég reyni að hreyfa mig helst oft í viku og blanda þessu saman.“ Björn segist líka reyna að fylgjast vel með öllum leikjum. Björn á tvö börn og segist vera að reyna að koma þeim í íþróttir. „Dóttirin er komin í fimleika, svo er bara að sjá hvað guttinn vill. Hann hefur sýnt boltaíþróttum og körfubolta smá áhuga, en hann er bara fimm ára og þetta er því ekki komið á hreint enn þá.“ Björn hefur líka mikinn áhuga á útiveru, tónlist og ferðalögum. Hann sækir reglulega tónleika og segist reyna að fara á eins marga af stærri tónleikum sem hann kemst á hér á landi. „Ég er þó ekki búinn að kaupa miða á Justin Bieber-tónleikana á föstudaginn,“ segir hann og hlær. Tengdar fréttir Björn Þór skipaður skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála Björn Þór Hermannsson hefur verið skipaður í embætti skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 31. ágúst 2016 13:12 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig, mér líst mjög vel á þetta,“ segir Björn Þór Hermannsson sem tók við starfi skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 1. september. Hann hefur starfað í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá 2011 en áður starfaði hann í velferðarráðuneytinu. Björn hefur frá árinu 2014 verið staðgengill skrifstofustjóra. „Skrifstofan undirbýr stefnumörkun í fjármálum hins opinbera og setningu heildarmarkmiða varðandi þróun ríkisfjármála til skemmri og lengri tíma í samræmi við áherslu stjórnvalda á hverjum tíma. Skrifstofan hefur yfirumsjón með gerð fjármálastefnu og árlegrar fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera í heild, og hefur forystu um undirbúning frumvarps til fjárlaga. Við berum því ábyrgð á að gefa út fjárlög, fjáraukalög og lokafjárlög á hverju ári, eða öllu sem snýr að fjárlagagerð fyrir ríkið,“ segir Björn. Að sögn Björns hefur starfið breyst þannig að nú er meira að gera yfir allt árið. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að Björn hafi lokið B.Sc. prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í fjármálahagfræði frá sama skóla árið 2010. „Ég á mjög auðvelt með að vinna með tölur og því um líkt,“ segir Björn kíminn. Helstu áhugamálin utan vinnunnar eru íþróttir, hvort sem það er innanhúss eða utanhúss. „Ég hef æft íþróttir frá því að ég man eftir mér, ég var í frjálsum og fótbolta og hef lengst af verið í körfubolta. Nú eru það körfubolti, útihlaup eða ræktin. Ég reyni að hreyfa mig helst oft í viku og blanda þessu saman.“ Björn segist líka reyna að fylgjast vel með öllum leikjum. Björn á tvö börn og segist vera að reyna að koma þeim í íþróttir. „Dóttirin er komin í fimleika, svo er bara að sjá hvað guttinn vill. Hann hefur sýnt boltaíþróttum og körfubolta smá áhuga, en hann er bara fimm ára og þetta er því ekki komið á hreint enn þá.“ Björn hefur líka mikinn áhuga á útiveru, tónlist og ferðalögum. Hann sækir reglulega tónleika og segist reyna að fara á eins marga af stærri tónleikum sem hann kemst á hér á landi. „Ég er þó ekki búinn að kaupa miða á Justin Bieber-tónleikana á föstudaginn,“ segir hann og hlær.
Tengdar fréttir Björn Þór skipaður skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála Björn Þór Hermannsson hefur verið skipaður í embætti skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 31. ágúst 2016 13:12 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Björn Þór skipaður skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála Björn Þór Hermannsson hefur verið skipaður í embætti skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 31. ágúst 2016 13:12