Fótbolti

Shevchenko: Vorum að spila gegn mjög góðu liði

Arnar Björnsson skrifar
Andriy Shevchenko, þjálfara úkraínska landsliðsins í knattspyrnu, fannst liðið eiga meiri möguleika en Ísland á að vinna leik liðanna í kvöld.

„Ég er sáttur með spilamennsku liðsins, en mér fannst við eiga meiri möguleika á að vinna leikinn," sagði Shevchenko í leikslok við íþróttadeild 365.

„Ég veit ekki um neinn leikmann sem klúðrar ekki víti. Svona er bara leikurinn. Ég er sáttur við spilamennskuna og allt sem mínir menn lögðu í leikinn."

„Við vorum að spila gegn mjög góðu liði. Það er mikill andi í íslenska liðinu eftir frábært ár og þeir voru að spila gegn liði sem var að breyta um nokkra hluti."

„Ég talaði um það á blaðamannafundinum fyrir leikinn að þessi riðill er mjög erfiður. Öll lið geta tapað stigum og við höfðum tækifæri í dag, en það gekk ekki," sagði þessi markamaskína að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Aron Einar: Fannst við fá fleiri færi

Það voru blendnar tilfinningar hjá fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni í leikslok eftir 1-1 jafntefli gegn Úkraínu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×