Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Símon Birgisson skrifar 5. september 2016 13:21 Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. Þetta ár er engin undantekning. Á laugardaginn frumsýndum við Djöflaeyjuna, nýjan íslenskan söngleik byggðan á hinum ástsælu bókum Einars Kárasonar. Það er von okkar að þessi nýja nálgun, að nota tónlist í bland við hinn frábæra texta Einars til að segja þessa klassísku sögu falli vel í kramið hjá íslenskum leikhúsgestum. Um leið er ekki verið að forðast dramatíkina, Djöflaeyjan er saga um drykkjusýki, fátækt og umbrotatíma í íslensku samfélagi. Það er ekkert dregið undan. Í ár verða þrjú ný íslensk leikrit frumflutt í Þjóðleikhúsinu. Það er eitt af grunnhlutverkum hússins – að leggja alúð og rækt við íslenska leikritun. Og það er sérstaklega ánægjulegt að tvö af þessum leikritum eru sérstaklega samin fyrir börn en oft heyrist sú gagnrýni að börn verði útundan hjá stóru leikhúsunum. Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson er ævintýri þar sem unnið er með íslenskan þjóðsagnaarf á stóra sviði Þjóðleikhússins. Íslenski fíllinn er nýtt íslenskt brúðuleikrit eftir Bernd Ogrodnik og Hildi M. Jónsdóttur hjá Brúðuheimum. Í verkinu slást börnin í för með forvitnum fílsunga sem ferðast frá Afríku til Íslands í leit að hreinu vatni og friðsælum samastað. Sérstaklega ánægjulegt er að báðum þessum leikritum verður leikstýrt af konum. Ágústa Skúladóttir leikstýrir Íslenska fílnum og Selma Björnsdóttir Fjarskalandi. Þriðja íslenska leikritið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu er Húsið eftir Guðmund Steinsson. Guðmundur er eitt af okkar fremstu leikskáldum og kannast flestir íslenskir leikhúsgestir við verk eins og Stundarfrið, Sólarferð og Lúkas. Guðmundur átti á sínum ferli stórkostleg verk sem vöktu athygli langt út fyrir íslenskan leikhúsheim. En ekki öll leikrit Guðmundar voru sett á svið – þannig er íslenskur leikhúsveruleiki. Mörg afbragðsleikrit hafa eingöngu verið sýnd einu sinni og sum jafnvel aldrei. Húsið, sem Guðmundur skrifaði um 1970, er eitt af þeim og má finna í heildarútgáfu verka hans sem Jón Viðar Jónsson tók saman og gaf út fyrir nokkrum árum. Þjóðleikhúsið vill heiðra minningu Guðmundar með því að frumsýna Húsið – nær fimmtíu árum eftir að það var skrifað. Benedikt Erlingsson mun leikstýra verkinu og Kristbjörg Keld, eftirlifandi eiginkona Guðmundar fara með eitt aðalhlutverka. Í byrjun þessa leikárs hefur maður heyrt gagnrýni á stóru leikhúsinu tvö fyrir að bjóða upp á of margar leikgerðir. Leikrit þar sem bók liggur til grundvallar. Það má vissulega takast á um hvort leikgerð sé minni nýsköpun en frumsamið leikrit. Ég hef skrifað ófáar greinar þar sem ég lýsi því sjónarmiði að svo sé ekki. En það er miður í þessari umræðu að ekki sé talað um það sem vel er gert. Frumsýning á þremur nýjum frumsömdum íslenskum leikritum í Þjóðleikhúsinu – tvö sérstaklega samin fyrir börn og eitt eftir eitt okkar frægasta leikskáld hljóta að teljast góð tíðindi. Það er ekki lítið hlutfall af heildarverkum á leikárinu og ekki lítið hlutfall í samhengi við fyrri leikár. Gleðjumst yfir íslenskri nýsköpun og kraftinum í leikhúsunum í vetur. Þjóðleikhúsið er í samstarfi við fjölda íslenskra höfunda þar sem þróuð eru ný leikrit. Sum rata á svið en önnur ekki en Þjóðleikhúsið mun halda áfram þessari nauðsynlegu vinnu og sjá til þess að íslensk leikritun verði alltaf í aðalhlutverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. Þetta ár er engin undantekning. Á laugardaginn frumsýndum við Djöflaeyjuna, nýjan íslenskan söngleik byggðan á hinum ástsælu bókum Einars Kárasonar. Það er von okkar að þessi nýja nálgun, að nota tónlist í bland við hinn frábæra texta Einars til að segja þessa klassísku sögu falli vel í kramið hjá íslenskum leikhúsgestum. Um leið er ekki verið að forðast dramatíkina, Djöflaeyjan er saga um drykkjusýki, fátækt og umbrotatíma í íslensku samfélagi. Það er ekkert dregið undan. Í ár verða þrjú ný íslensk leikrit frumflutt í Þjóðleikhúsinu. Það er eitt af grunnhlutverkum hússins – að leggja alúð og rækt við íslenska leikritun. Og það er sérstaklega ánægjulegt að tvö af þessum leikritum eru sérstaklega samin fyrir börn en oft heyrist sú gagnrýni að börn verði útundan hjá stóru leikhúsunum. Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson er ævintýri þar sem unnið er með íslenskan þjóðsagnaarf á stóra sviði Þjóðleikhússins. Íslenski fíllinn er nýtt íslenskt brúðuleikrit eftir Bernd Ogrodnik og Hildi M. Jónsdóttur hjá Brúðuheimum. Í verkinu slást börnin í för með forvitnum fílsunga sem ferðast frá Afríku til Íslands í leit að hreinu vatni og friðsælum samastað. Sérstaklega ánægjulegt er að báðum þessum leikritum verður leikstýrt af konum. Ágústa Skúladóttir leikstýrir Íslenska fílnum og Selma Björnsdóttir Fjarskalandi. Þriðja íslenska leikritið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu er Húsið eftir Guðmund Steinsson. Guðmundur er eitt af okkar fremstu leikskáldum og kannast flestir íslenskir leikhúsgestir við verk eins og Stundarfrið, Sólarferð og Lúkas. Guðmundur átti á sínum ferli stórkostleg verk sem vöktu athygli langt út fyrir íslenskan leikhúsheim. En ekki öll leikrit Guðmundar voru sett á svið – þannig er íslenskur leikhúsveruleiki. Mörg afbragðsleikrit hafa eingöngu verið sýnd einu sinni og sum jafnvel aldrei. Húsið, sem Guðmundur skrifaði um 1970, er eitt af þeim og má finna í heildarútgáfu verka hans sem Jón Viðar Jónsson tók saman og gaf út fyrir nokkrum árum. Þjóðleikhúsið vill heiðra minningu Guðmundar með því að frumsýna Húsið – nær fimmtíu árum eftir að það var skrifað. Benedikt Erlingsson mun leikstýra verkinu og Kristbjörg Keld, eftirlifandi eiginkona Guðmundar fara með eitt aðalhlutverka. Í byrjun þessa leikárs hefur maður heyrt gagnrýni á stóru leikhúsinu tvö fyrir að bjóða upp á of margar leikgerðir. Leikrit þar sem bók liggur til grundvallar. Það má vissulega takast á um hvort leikgerð sé minni nýsköpun en frumsamið leikrit. Ég hef skrifað ófáar greinar þar sem ég lýsi því sjónarmiði að svo sé ekki. En það er miður í þessari umræðu að ekki sé talað um það sem vel er gert. Frumsýning á þremur nýjum frumsömdum íslenskum leikritum í Þjóðleikhúsinu – tvö sérstaklega samin fyrir börn og eitt eftir eitt okkar frægasta leikskáld hljóta að teljast góð tíðindi. Það er ekki lítið hlutfall af heildarverkum á leikárinu og ekki lítið hlutfall í samhengi við fyrri leikár. Gleðjumst yfir íslenskri nýsköpun og kraftinum í leikhúsunum í vetur. Þjóðleikhúsið er í samstarfi við fjölda íslenskra höfunda þar sem þróuð eru ný leikrit. Sum rata á svið en önnur ekki en Þjóðleikhúsið mun halda áfram þessari nauðsynlegu vinnu og sjá til þess að íslensk leikritun verði alltaf í aðalhlutverki.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun