Byggjum 1000 nýjar stúdentaíbúðir Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 5. september 2016 08:29 Sturlaðar staðreyndir: Í dag leigir Félagsstofnun stúdenta út 1100 einingar. 1160 manns eru á biðlista eftir að búið er að úthluta haustið 2016. FS býður upp á stúdentaíbúðir fyrir 9% stúdenta en markmið FS er að geta boðið 20% stúdentum upp á húsnæði. Það ríkir almennur skilningur á húsnæðisvanda ungs fólks þar sem mikill skortur er á framboði á leiguhúsnæði og litlum eignum sem henta fyrstu kaupum. Það sem vantar er aukið framboð á nýjum íbúðum á markað. Ríkið á að ráðast í samstarf við sveitarfélögin við að byggja 1000 nýjar stúdentaíbúðir. Slík aðgerð eykur framboð á litlu leiguhúsnæði, íbúðum fyrir námsmenn og styður við fólk sem er að taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum. Aðgerðin mundi fækka námsmönnum á almennum leigumarkaði sem mun minnka eftirspurn og lækka leiguverð. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum hafa snúist í kringum það að millifæra skattpeninga inn á fasteignaeigendur eða veita vissum hópum samfélagsins skattaafslætti. Eitt af því sem hægt er að finna að þeim aðgerðum er að þær styðja stöðu ákveðins hóps í ákveðinn tíma en bætir ekki húsnæðismarkaðinn fyrir komandi kynslóðir. Uppbygging stúdentaíbúða er aðgerð sem styður við ungt fólk í dag sem og komandi kynslóðir. En ég tel að við eigum að nota skattpeninga til að efla húsnæðiskerfi sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða frekar en að ákveðnir hópar njóti sérkjara í vissann tíma. Samkvæmt byggingarvísitölu í janúar 2016 kostar fermeterinn 200.407 í byggingu. Ef við miðum við að meðalstærð stúdentaíbúða sé 40 fermetrar þá myndi þessi aðgerð kosta 8 milljarða króna sem dreifist á fjögur ár eða 2 milljarða á ári. Til að setja það í samhengi þá hefur ríkisstjórnin lækkað veiðigjöld um 7.5 milljarða frá því að hún tók við völdum. Með breyttri forgangsröðun þar sem almenningur er settur í fyrsta sætið er því vel hægt að ráðast í þessa aðgerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Sjá meira
Sturlaðar staðreyndir: Í dag leigir Félagsstofnun stúdenta út 1100 einingar. 1160 manns eru á biðlista eftir að búið er að úthluta haustið 2016. FS býður upp á stúdentaíbúðir fyrir 9% stúdenta en markmið FS er að geta boðið 20% stúdentum upp á húsnæði. Það ríkir almennur skilningur á húsnæðisvanda ungs fólks þar sem mikill skortur er á framboði á leiguhúsnæði og litlum eignum sem henta fyrstu kaupum. Það sem vantar er aukið framboð á nýjum íbúðum á markað. Ríkið á að ráðast í samstarf við sveitarfélögin við að byggja 1000 nýjar stúdentaíbúðir. Slík aðgerð eykur framboð á litlu leiguhúsnæði, íbúðum fyrir námsmenn og styður við fólk sem er að taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum. Aðgerðin mundi fækka námsmönnum á almennum leigumarkaði sem mun minnka eftirspurn og lækka leiguverð. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum hafa snúist í kringum það að millifæra skattpeninga inn á fasteignaeigendur eða veita vissum hópum samfélagsins skattaafslætti. Eitt af því sem hægt er að finna að þeim aðgerðum er að þær styðja stöðu ákveðins hóps í ákveðinn tíma en bætir ekki húsnæðismarkaðinn fyrir komandi kynslóðir. Uppbygging stúdentaíbúða er aðgerð sem styður við ungt fólk í dag sem og komandi kynslóðir. En ég tel að við eigum að nota skattpeninga til að efla húsnæðiskerfi sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða frekar en að ákveðnir hópar njóti sérkjara í vissann tíma. Samkvæmt byggingarvísitölu í janúar 2016 kostar fermeterinn 200.407 í byggingu. Ef við miðum við að meðalstærð stúdentaíbúða sé 40 fermetrar þá myndi þessi aðgerð kosta 8 milljarða króna sem dreifist á fjögur ár eða 2 milljarða á ári. Til að setja það í samhengi þá hefur ríkisstjórnin lækkað veiðigjöld um 7.5 milljarða frá því að hún tók við völdum. Með breyttri forgangsröðun þar sem almenningur er settur í fyrsta sætið er því vel hægt að ráðast í þessa aðgerð.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar