Vextir gætu hækkað með myntráði Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2016 19:30 „Er sjálfstæð peningastefna of dýru verði keypt?” var yfirskrift árlegs peningamálafundar Viðskiptaráðs í Hörpu í morgun. Í aðalerindi sínu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, að sjálfstæð peningastefna með sveigjanlegu gengi væri að skila töluvert miklum árangri hér á landi, þannig hefði verðbólga verið undir verðbólgumarkmiði í tæplega þrjú ár. Hins vegar hefðu allar mögulegar peningastefnur kosti og galla „Spurningin er þá sú, er ábatinn af þessari stefnu minni en kostnaðurinn? Mitt svar er nei. Ábatinn er meiri. En það er ekki þar með sagt að þetta sé eini kosturinn og það er ekki þar með sagt að þetta sé besti kosturinn,” segir Már. Seðlabankinn sé reiðubúinn að taka þátt í þeirri umræðu sem þurfi að eiga sér stað, um hvers konar rammi um peningastefnuna henti best eftir að fjármagnshöftin eru farin. Eigin stefna getur haft mjög óheppileg áhrif Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við HÍ, segir Íslendinga hafa takmarkað svigrúm til að reka sjálfstæða peningastefnu. „Reynslan af því fyrir hrun sýndi að ef við ætlum að reka okkar eigin stefnu, hafa vexti hærri heldur en aðrar þjóðir, að þá getur það haft mjög óheppileg áhrif,” segir Ásgeir.Ekki víst að vextir lækki með myntráði Ein þeirra leiða sem rædd hefur verið er að festa gengi íslensku krónunnar með svonefndu myntráði. Ásgeir segir þá leið hafa sína kosti og galla en hún krefjist mikils aga í ríkisfjármálum. „Þá getum við ekki lengur verið að taka til dæmis svona miklar sveiflur í launum. Það sem við höfum séð núna síðustu áratugi eru þessar miklu launahækkanir, gríðarlega mikil hækkun kaupmáttar á skömmum tíma sem hefur síðan hefnt sín með gengisfellingu,” segir Ásgeir. Már segir það ekki rétt eins og haldið hafi verið fram að það sé einn af kostum þess að hafa myntráð að vextir verði stöðugri og lægri. „Það er ekkert víst. Þeir gætu þurft að vera hærri, vegna þess að þeir verða bara að vera það sem þarf til að verja fastgengið. Og lönd sem hafa verið með svona fastgengi hafa á tímum þurft að hækka vexti sína mjög mikið til að verja það,” segir Már. Svíar hefðu til að mynda hækkað vexti á sínum tíma í háa tveggja stafa tölu til að verja fastgengi og fóru á tímabili í 500%. Bretar hefðu hækkað sína vexti í 15% í sama tilgangi.Töfralausnin er ekki til Niðurstaðan sé því sú að það sé engin patentlausn til, aðeins mismunandi leiðir með mismunandi kostum og göllum. „Og ég held að það sé sjálfsagt að fara yfir það. Það verður hins vegar að gera það í vandaðri umræðu, sem byggist á staðreyndum, sem byggist á fæðum, sem byggist á reynslu annarra þjóða en ekki einhverjum misskilningi að töfralausnin sé allt í einu komin. Hún er ekki til og verður aldrei til,” segir Már. Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
„Er sjálfstæð peningastefna of dýru verði keypt?” var yfirskrift árlegs peningamálafundar Viðskiptaráðs í Hörpu í morgun. Í aðalerindi sínu sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, að sjálfstæð peningastefna með sveigjanlegu gengi væri að skila töluvert miklum árangri hér á landi, þannig hefði verðbólga verið undir verðbólgumarkmiði í tæplega þrjú ár. Hins vegar hefðu allar mögulegar peningastefnur kosti og galla „Spurningin er þá sú, er ábatinn af þessari stefnu minni en kostnaðurinn? Mitt svar er nei. Ábatinn er meiri. En það er ekki þar með sagt að þetta sé eini kosturinn og það er ekki þar með sagt að þetta sé besti kosturinn,” segir Már. Seðlabankinn sé reiðubúinn að taka þátt í þeirri umræðu sem þurfi að eiga sér stað, um hvers konar rammi um peningastefnuna henti best eftir að fjármagnshöftin eru farin. Eigin stefna getur haft mjög óheppileg áhrif Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við HÍ, segir Íslendinga hafa takmarkað svigrúm til að reka sjálfstæða peningastefnu. „Reynslan af því fyrir hrun sýndi að ef við ætlum að reka okkar eigin stefnu, hafa vexti hærri heldur en aðrar þjóðir, að þá getur það haft mjög óheppileg áhrif,” segir Ásgeir.Ekki víst að vextir lækki með myntráði Ein þeirra leiða sem rædd hefur verið er að festa gengi íslensku krónunnar með svonefndu myntráði. Ásgeir segir þá leið hafa sína kosti og galla en hún krefjist mikils aga í ríkisfjármálum. „Þá getum við ekki lengur verið að taka til dæmis svona miklar sveiflur í launum. Það sem við höfum séð núna síðustu áratugi eru þessar miklu launahækkanir, gríðarlega mikil hækkun kaupmáttar á skömmum tíma sem hefur síðan hefnt sín með gengisfellingu,” segir Ásgeir. Már segir það ekki rétt eins og haldið hafi verið fram að það sé einn af kostum þess að hafa myntráð að vextir verði stöðugri og lægri. „Það er ekkert víst. Þeir gætu þurft að vera hærri, vegna þess að þeir verða bara að vera það sem þarf til að verja fastgengið. Og lönd sem hafa verið með svona fastgengi hafa á tímum þurft að hækka vexti sína mjög mikið til að verja það,” segir Már. Svíar hefðu til að mynda hækkað vexti á sínum tíma í háa tveggja stafa tölu til að verja fastgengi og fóru á tímabili í 500%. Bretar hefðu hækkað sína vexti í 15% í sama tilgangi.Töfralausnin er ekki til Niðurstaðan sé því sú að það sé engin patentlausn til, aðeins mismunandi leiðir með mismunandi kostum og göllum. „Og ég held að það sé sjálfsagt að fara yfir það. Það verður hins vegar að gera það í vandaðri umræðu, sem byggist á staðreyndum, sem byggist á fæðum, sem byggist á reynslu annarra þjóða en ekki einhverjum misskilningi að töfralausnin sé allt í einu komin. Hún er ekki til og verður aldrei til,” segir Már.
Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Engin tilkynning um hópuppsögn í október Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira