Umfjöllun: Snæfell - Skallagrímur 112-115 | Snæfell grátlega nálægt fyrsta sigrinum Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 17. nóvember 2016 22:45 Sigtryggur Arnar Björnsson, leikstjórnandi Skallagríms, reyndist sínu liði drjúgur í kvöld. vísir/valli Vesturlandsslagurinn stóð heldur betur undir væntingum því það varð að tvíframlengja leik Snæfells og Skallagríms í Fjárhúsinu. Þar marði Skallagrímur nauman sigur. Viðureign liðana bauð upp á nánast allt sem körfubolti hefur upp á að bjóða og var þróun leiksins eins og rússibanaferð. Tvær fallegar troðslur litu dagsins ljós og einnig sáu dómarar leiksins tilefni til að gefa báðum liðum sitt hvora tæknivilluna. Allt virtist stefna í þægilegan sigur gestanna úr Borgarnesi sem höfðu góða stjórn á leiknum til að byrja með. Eftir jafnan fyrsta leikhluta jókst forysta Skallagríms jafnt og þétt í öðrum leikhluta. Bæði lið virtust vera búin að sætta sig við ákveðin hlutskipti og fékk maður það á tilfinninguna að nú væru menn aðeins að bíða eftir að komast heim. Snæfellingar voru hinsvegar augljóslega ósáttir við eigin frammistöðu því í þriðja leikhluta vöknuðu Hólmarar aftur til lífs eftir þennan bragdaufa kafla í öðrum leikhluta. Baráttugleði Sefton Barretts var lykilatriði í endurkomu Snæfells en jafnframt var hittni Hólmarar augljóslega að skána. En þrátt fyrir alla baráttugleði og hittni virtist Skallagrímur alltaf vera skrefinu á undan og á barmi þess að klára leikinn endanlega. Skallagrímsmenn lentu í basli með Svíann Andrée Fares Michelsson sem kommst æ betur inn í leikinn og fór loks í hlutverk Sefton Barretts eftir að hann yfirgaf völlinn með fimm villur. Borgnesingar fengu mörg tækifæri til að klára leikinn og tókst það fyrir rest eftir 50 mínútna leik.Snæfell-Skallagrímur 112-115 (23-24, 12-23, 27-22, 31-24, 11-11, 8-11)Snæfell: Andrée Fares Michelsson 34/5 fráköst, Sefton Barrett 31/11 fráköst/5 stolnir, Geir Elías Úlfur Helgason 12, Árni Elmar Hrafnsson 9/5 stoðsendingar, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 8, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Maciej Klimaszewski 4.Skallagrímur: Flenard Whitfield 42/11 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 27/8 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15/6 fráköst, Darrell Flake 12/7 fráköst/5 stolnir, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9/6 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 4, Davíð Ásgeirsson 3, Davíð Guðmundsson 3.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímsmenn stjórnuðu meirihluta leiksins og settu stór skot á háréttum tíma. Borgnesingar búa yfir mjög efnilegum ungum strákum eins og fram hefur komið í þættinum Körfuboltakvöld. Auk þess er Skallagrímur með reynslubolta á borð við Darrell Flake og Magga Gunn sem kunna að klára leiki. Blandan af ungri baráttugleði og reynslu var uppskriftin að sigrinum í kvöld.Bestu menn vallarins? Flenard Whitfield var drifkraftur Borgnesinga í kvöld. Hann skoraði alls 42 stig og virtist á köflum einnig vera sá einstaklingur sem kveikti í mannskapnum þegar fór að ganga illa. Hin ungi og efnilegi Sigtryggur Arnar Björnsson átti einnig mjög góðan leik og sannaði sig heldur betur þegar hann skoraði mikilvægustu körfu Borgnesinga í kvöld sem jafnaði leikinn eftir venjulegan leiktíma. Í liði Snæfells ber að nefna Svíann Andrée Fares Michelsson sem tókst með frammistöðu sinni í kvöld næstum því að breyta nafni bæjarhátíð Stykkishólms úr „Danskir Dagar“ í „Sænskir Dagar“.Tölfræði sem vakti athygli Það vakti athygli hversu jöfn liðin voru í kvöld en fyrir fram hefði maður búist við meiri yfirburðum Borgnesinga.Hvað gekk illa Sóknarleikur Snæfells var á köflum gæðalítill og olli það líklegast tapinu í kvöld. Í leik Skallagríms ber helst að nefna vítanýtinguna sem var ekki nema 67 prósent í samanburði við 90 prósent Snæfellsmegin. Borgnesingar virtust einnig illa stemmdir á köflum og hefði maður viljað sjá meiri leikgleði. Dominos-deild karla Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Vesturlandsslagurinn stóð heldur betur undir væntingum því það varð að tvíframlengja leik Snæfells og Skallagríms í Fjárhúsinu. Þar marði Skallagrímur nauman sigur. Viðureign liðana bauð upp á nánast allt sem körfubolti hefur upp á að bjóða og var þróun leiksins eins og rússibanaferð. Tvær fallegar troðslur litu dagsins ljós og einnig sáu dómarar leiksins tilefni til að gefa báðum liðum sitt hvora tæknivilluna. Allt virtist stefna í þægilegan sigur gestanna úr Borgarnesi sem höfðu góða stjórn á leiknum til að byrja með. Eftir jafnan fyrsta leikhluta jókst forysta Skallagríms jafnt og þétt í öðrum leikhluta. Bæði lið virtust vera búin að sætta sig við ákveðin hlutskipti og fékk maður það á tilfinninguna að nú væru menn aðeins að bíða eftir að komast heim. Snæfellingar voru hinsvegar augljóslega ósáttir við eigin frammistöðu því í þriðja leikhluta vöknuðu Hólmarar aftur til lífs eftir þennan bragdaufa kafla í öðrum leikhluta. Baráttugleði Sefton Barretts var lykilatriði í endurkomu Snæfells en jafnframt var hittni Hólmarar augljóslega að skána. En þrátt fyrir alla baráttugleði og hittni virtist Skallagrímur alltaf vera skrefinu á undan og á barmi þess að klára leikinn endanlega. Skallagrímsmenn lentu í basli með Svíann Andrée Fares Michelsson sem kommst æ betur inn í leikinn og fór loks í hlutverk Sefton Barretts eftir að hann yfirgaf völlinn með fimm villur. Borgnesingar fengu mörg tækifæri til að klára leikinn og tókst það fyrir rest eftir 50 mínútna leik.Snæfell-Skallagrímur 112-115 (23-24, 12-23, 27-22, 31-24, 11-11, 8-11)Snæfell: Andrée Fares Michelsson 34/5 fráköst, Sefton Barrett 31/11 fráköst/5 stolnir, Geir Elías Úlfur Helgason 12, Árni Elmar Hrafnsson 9/5 stoðsendingar, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 8, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Maciej Klimaszewski 4.Skallagrímur: Flenard Whitfield 42/11 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 27/8 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15/6 fráköst, Darrell Flake 12/7 fráköst/5 stolnir, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9/6 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 4, Davíð Ásgeirsson 3, Davíð Guðmundsson 3.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímsmenn stjórnuðu meirihluta leiksins og settu stór skot á háréttum tíma. Borgnesingar búa yfir mjög efnilegum ungum strákum eins og fram hefur komið í þættinum Körfuboltakvöld. Auk þess er Skallagrímur með reynslubolta á borð við Darrell Flake og Magga Gunn sem kunna að klára leiki. Blandan af ungri baráttugleði og reynslu var uppskriftin að sigrinum í kvöld.Bestu menn vallarins? Flenard Whitfield var drifkraftur Borgnesinga í kvöld. Hann skoraði alls 42 stig og virtist á köflum einnig vera sá einstaklingur sem kveikti í mannskapnum þegar fór að ganga illa. Hin ungi og efnilegi Sigtryggur Arnar Björnsson átti einnig mjög góðan leik og sannaði sig heldur betur þegar hann skoraði mikilvægustu körfu Borgnesinga í kvöld sem jafnaði leikinn eftir venjulegan leiktíma. Í liði Snæfells ber að nefna Svíann Andrée Fares Michelsson sem tókst með frammistöðu sinni í kvöld næstum því að breyta nafni bæjarhátíð Stykkishólms úr „Danskir Dagar“ í „Sænskir Dagar“.Tölfræði sem vakti athygli Það vakti athygli hversu jöfn liðin voru í kvöld en fyrir fram hefði maður búist við meiri yfirburðum Borgnesinga.Hvað gekk illa Sóknarleikur Snæfells var á köflum gæðalítill og olli það líklegast tapinu í kvöld. Í leik Skallagríms ber helst að nefna vítanýtinguna sem var ekki nema 67 prósent í samanburði við 90 prósent Snæfellsmegin. Borgnesingar virtust einnig illa stemmdir á köflum og hefði maður viljað sjá meiri leikgleði.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik