Lífið

Ferðalag í gegnum tónlistarstefnurnar

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Þorkell Atlason og Pan Thorarensen eru mennirnir bakvið hljómsveitina Ambátt en sveitin sendi frá sér plötuna Flugufen fyrir ekki svo margt löngu.
Þorkell Atlason og Pan Thorarensen eru mennirnir bakvið hljómsveitina Ambátt en sveitin sendi frá sér plötuna Flugufen fyrir ekki svo margt löngu. Vísir/Ernir
„Þetta er svona hrærigrautur, þetta er ekki beint raftónlist – ég kem svolítið þaðan og hef verið í ýmsum verkefnum þar. Þetta er aðeins öðruvísi – þetta er allt live; trommur, bassi, gítar og allar græjur. Við erum með band þegar við spilum live og öll platan er öll tekin upp live. Ég og Þorkell semjum og spilum ásamt hljóðfæraleikurum með okkur,“ segir Pan Thorarensen, annar helmingur sveitarinnar Ambátt sem gaf nú nýlega út plötuna Flugufen en með honum í Ambátt er tónskáldið Þorkell Atlason.

Pan hefur starfað mikið í heimi raftónlistarinnar en hann er meðlimur hljómsveitarinnar Stereo Hypnosis ásamt föður sínum og Þorkeli. Pan hefur einnig sent frá sér sólóefni. Auk þess hefur Pan verið einn aðstandandi tónlistarhátíðarinnar Extreme Chill.

„Það er mikill djass í þessu, Sebastian Studnitzky spilar til dæmis með okkur á trompet – en hann var í Mezzoforte í ein tíu ár. Hann er búinn að vera einn stærsti tengiliður íslensks djass til Þýskalands og er hann einn besti blásari Þýskalands. En annars eru þetta okkar stefnur í bland – ferðalag í gegnum tónlistina. Þetta er svolítið tilraunakennd tónlist. Þarna er eitt lag með Kötu úr Mammút. Þetta er allt instrumental nema það, það er eina sönglagið á plötunni.

Við höfum verið svolítið lengi að vinna plötuna, þetta hefur tekið ein þrjú ár sennilega. Þetta konsept hefur verið svolítið lengi í vinnslu.“

Platan fæst stafrænt á netinu á heimasíðu sveitarinnar en einnig er hægt að festa kaup á henni á vínyl í Lucky Records og öllum helstu plötubúðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×