Er verið að leggja mig í einelti í vinnunni? Reynar Kári Bjarnason skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Einelti í skólum og meðal barna og ungmenna hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og ekki að ósekju, enda getur einelti eyðilegt líf ungs fólks. Með þessari grein vil ég vekja athygli á því að einelti á sér ekki einungis stað í skólum landsins heldur einnig á vinnustöðum þar sem fullorðið fólk starfar. Er verið að leggja þig í einelti í vinnunni? Það mætti halda að svarið við þessari spurningu væri einfalt, sem það er þó alls ekki alltaf. Einelti er flókið hugtak og fólk leggur ólíka merkingu í hvað felst í því að vera lagður í einelti. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan farið var að tala um að fullorðið fólk gæti orðið fyrir einelti í vinnunni. Það eru dæmi um það að fólk hefur jafnvel verið lagt í einelti árum saman án þess að gera sér grein fyrir því. Þó starfsfólk verði fyrir óviðeigandi framkomu í vinnunni er það oft ekki visst um hvort sú framkoma geti flokkast sem einelti. Einnig er algengt að þolendur eineltis kenni sjálfum sér um eða treysti sér hreinlega ekki til að leggja fram formlega kvörtun. Að bera fram ásökun um einelti er alvarlegt mál sem ætti ekki að gera án góðs rökstuðnings. Til að gera sér betur grein fyrir því hvort um einelti er að ræða þarf fólk að halda vel utan um þau atvik sem það upplifir sem neikvæða framkomu í sinn garð. Í framhaldi af því þarf að meta atvikin með tilliti til skilgreiningar á einelti. Í reglugerð nr. 1009 frá 2015 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað (3. gr.) kemur fram eftirfarandi skilgreining: Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.Lagaleg skylda að bregðast viðSamkvæmt vinnuverndarlögum er óheimilt að leggja samstarfsfólk í einelti. Stjórnendur hafa því lagalega skyldu til að bregðast við ef upp kemur grunur eða kvörtun um einelti. Þeim ber að taka slíkar kvartanir alvarlega og skoða slíkt með varfærni og virðingu. Oft getur reynst erfitt að rannsaka mál af hlutleysi á vinnustöðum vegna tengsla, auk þess geta mál sem þessi oft verið afar snúin. Nauðsynlegt getur verið að fá óháða utanaðkomandi sérfræðinga til að taka að sér rannsókn slíkra mála. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins er að finna lista yfir viðurkenna þjónustuaðila í vinnuvernd sem sérhæfa sig í úrvinnslu slíkra mála. Öll eigum við rétt á því að líða vel í vinnu og upplifa öryggi. Mikilvægt að leita leiða til að skapa góðan starfsanda á vinnustaðnum og grípa fljótt inn í ef upp koma samskiptaerfiðleikar eða árekstrar. Ef einelti líðst á vinnustað geta afleiðingarnar t.d. orðið mikil starfsmannavelta og tíð veikindi auk þess sem orðspor vinnustaðarins spillist.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Einelti í skólum og meðal barna og ungmenna hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og ekki að ósekju, enda getur einelti eyðilegt líf ungs fólks. Með þessari grein vil ég vekja athygli á því að einelti á sér ekki einungis stað í skólum landsins heldur einnig á vinnustöðum þar sem fullorðið fólk starfar. Er verið að leggja þig í einelti í vinnunni? Það mætti halda að svarið við þessari spurningu væri einfalt, sem það er þó alls ekki alltaf. Einelti er flókið hugtak og fólk leggur ólíka merkingu í hvað felst í því að vera lagður í einelti. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan farið var að tala um að fullorðið fólk gæti orðið fyrir einelti í vinnunni. Það eru dæmi um það að fólk hefur jafnvel verið lagt í einelti árum saman án þess að gera sér grein fyrir því. Þó starfsfólk verði fyrir óviðeigandi framkomu í vinnunni er það oft ekki visst um hvort sú framkoma geti flokkast sem einelti. Einnig er algengt að þolendur eineltis kenni sjálfum sér um eða treysti sér hreinlega ekki til að leggja fram formlega kvörtun. Að bera fram ásökun um einelti er alvarlegt mál sem ætti ekki að gera án góðs rökstuðnings. Til að gera sér betur grein fyrir því hvort um einelti er að ræða þarf fólk að halda vel utan um þau atvik sem það upplifir sem neikvæða framkomu í sinn garð. Í framhaldi af því þarf að meta atvikin með tilliti til skilgreiningar á einelti. Í reglugerð nr. 1009 frá 2015 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað (3. gr.) kemur fram eftirfarandi skilgreining: Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.Lagaleg skylda að bregðast viðSamkvæmt vinnuverndarlögum er óheimilt að leggja samstarfsfólk í einelti. Stjórnendur hafa því lagalega skyldu til að bregðast við ef upp kemur grunur eða kvörtun um einelti. Þeim ber að taka slíkar kvartanir alvarlega og skoða slíkt með varfærni og virðingu. Oft getur reynst erfitt að rannsaka mál af hlutleysi á vinnustöðum vegna tengsla, auk þess geta mál sem þessi oft verið afar snúin. Nauðsynlegt getur verið að fá óháða utanaðkomandi sérfræðinga til að taka að sér rannsókn slíkra mála. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins er að finna lista yfir viðurkenna þjónustuaðila í vinnuvernd sem sérhæfa sig í úrvinnslu slíkra mála. Öll eigum við rétt á því að líða vel í vinnu og upplifa öryggi. Mikilvægt að leita leiða til að skapa góðan starfsanda á vinnustaðnum og grípa fljótt inn í ef upp koma samskiptaerfiðleikar eða árekstrar. Ef einelti líðst á vinnustað geta afleiðingarnar t.d. orðið mikil starfsmannavelta og tíð veikindi auk þess sem orðspor vinnustaðarins spillist.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun