Íslendingar hafa bjargað 871 flóttamönnum við hrikalegar aðstæður Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Jóhanna heldur um höfuð flóttamanns sem bjargað var úr sjávarháska. Mynd/Þórir Áhöfnin á Responder, björgunarskipi Rauða krossins á Miðjarðarhafi, hefur bjargað 871 flóttamanni upp úr ára- og gúmbátum, sem vonlaust var að kæmist annars á leiðarenda. Þetta segir Þórir Guðmundsson, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og meðlimur áhafnar Responder. Þórir og Jóhanna Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur starfa á Responder fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi. „Við erum 27 manns á skipinu og ég finn mjög fyrir því að það gera sér allir grein fyrir alvarleika þessa verkefnis,“ segir Þórir. Þau Jóhanna hafa verið á Responder í þrjár vikur og verða í áhöfninni fram undir lok mánaðar.Þórir GuðmundssonÞórir segir aðstæður geta verið hrikalegar. „Á síðustu vikum hafa félagar okkar sem hafa verið lengur í skipinu líka komið að þar sem lík fólks – karla, kvenna og barna – hafa legið í bátunum. Fólk hefur líka drukknað þegar bátarnir sökkva eða þeim hvolfir,“ segir hann. Þegar rólegt sé leyfi hópurinn sér að spjalla og gantast en alvaran sé aldrei langt undan. „Þannig vorum við á þriðjudagskvöld búin að útiloka að fleiri flóttamannabátar kæmu í ljós og vorum að klára kvöldmatinn þegar Jóhanna steig út á þilfar og heyrði þá hróp og köll. Þá var þarna gúmbátur fullur af fólki,“ segir Þórir. Báturinn sást ekki á ratsjá og ef Responder hefði ekki verið í nánd hefðu þeir 99 flóttamenn sem voru í bátnum líklega farist. Á miðvikudag bjargaði áhöfnin fólki úr þremur bátum til viðbótar og eru nú 554 flóttamenn um borð í Responder. Þórir segir fyrirliða Rauða krossins í skipinu vera Erítreumanninn Abdel. Hann fór sjálfur sömu leið og flóttamennirnir sem nú er bjargað fyrir fimm árum og starfar í dag fyrir ítalska Rauða krossinn. „Svo skemmtilega vill til að þegar sendinefnd kom frá Íslandi til að skoða flóttamannamál þá varð hann meðal annarra fyrir svörum.“ Rauði krossinn á Íslandi stendur nú fyrir söfnun vegna verkefnanna á Miðjarðarhafi. Hægt er að hringja í 904-1500, 904-2500 og 904-5500 til þess að styrkja um 1.500, 2.500 og 5.500 krónur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Áhöfnin á Responder, björgunarskipi Rauða krossins á Miðjarðarhafi, hefur bjargað 871 flóttamanni upp úr ára- og gúmbátum, sem vonlaust var að kæmist annars á leiðarenda. Þetta segir Þórir Guðmundsson, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og meðlimur áhafnar Responder. Þórir og Jóhanna Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur starfa á Responder fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi. „Við erum 27 manns á skipinu og ég finn mjög fyrir því að það gera sér allir grein fyrir alvarleika þessa verkefnis,“ segir Þórir. Þau Jóhanna hafa verið á Responder í þrjár vikur og verða í áhöfninni fram undir lok mánaðar.Þórir GuðmundssonÞórir segir aðstæður geta verið hrikalegar. „Á síðustu vikum hafa félagar okkar sem hafa verið lengur í skipinu líka komið að þar sem lík fólks – karla, kvenna og barna – hafa legið í bátunum. Fólk hefur líka drukknað þegar bátarnir sökkva eða þeim hvolfir,“ segir hann. Þegar rólegt sé leyfi hópurinn sér að spjalla og gantast en alvaran sé aldrei langt undan. „Þannig vorum við á þriðjudagskvöld búin að útiloka að fleiri flóttamannabátar kæmu í ljós og vorum að klára kvöldmatinn þegar Jóhanna steig út á þilfar og heyrði þá hróp og köll. Þá var þarna gúmbátur fullur af fólki,“ segir Þórir. Báturinn sást ekki á ratsjá og ef Responder hefði ekki verið í nánd hefðu þeir 99 flóttamenn sem voru í bátnum líklega farist. Á miðvikudag bjargaði áhöfnin fólki úr þremur bátum til viðbótar og eru nú 554 flóttamenn um borð í Responder. Þórir segir fyrirliða Rauða krossins í skipinu vera Erítreumanninn Abdel. Hann fór sjálfur sömu leið og flóttamennirnir sem nú er bjargað fyrir fimm árum og starfar í dag fyrir ítalska Rauða krossinn. „Svo skemmtilega vill til að þegar sendinefnd kom frá Íslandi til að skoða flóttamannamál þá varð hann meðal annarra fyrir svörum.“ Rauði krossinn á Íslandi stendur nú fyrir söfnun vegna verkefnanna á Miðjarðarhafi. Hægt er að hringja í 904-1500, 904-2500 og 904-5500 til þess að styrkja um 1.500, 2.500 og 5.500 krónur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira