Viðskipti innlent

Hagnaður Arion minnkar

Hafliði Helgason skrifar
Höskuldur Ólafsson bankastjóri segir grunnrekstur aðeins undir væntingum en sé engu að síður mjög traustur.
Höskuldur Ólafsson bankastjóri segir grunnrekstur aðeins undir væntingum en sé engu að síður mjög traustur.
Arionbanka nam sex milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi og lækkaði um 1,5 milljarða miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Vaxtamunur bankans sem er sú álagning sem er mismunur á lánum og innistæðum var 3,1% og var sá sami og fyrir sama fjórðung í fyrra.

Hagnaður bankans það sem af er ári nam ríflega 17 milljörðum króna samanborið við ríflega 25 milljarða hagnað fyrstu níu mánuði ársins í fyrra.

Arðsemi eiginfjár á þriðja fjórðungi var 14,2% sem er litlu lægra en á sama fjórðungi í fyrra. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri segir í tilkynningu að afkoma fyrstu níu mánuði ársins sé viðundandi en grunnrekstur bankans heldur undir væntingum. Grunnrekstur bankans var engu að síður traustur. Tier 1 eiginfjárhlutfall bankans er 22,2 prósent. Eiginfjárhlutföll íslensku bankanna eru há í alþjóðlegum samanburði og breyting á kröfum um hlutfall myndi að óbreyttu losa um talsvert laust fé.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×