Eldhraun skilar litlu vatni út í veiðiárnar Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2016 22:15 Hamfarahlaupið sem kom í Skaftá í haust virðist hafa haft þau áhrif að grunnvatnsstaða í Eldhrauni hefur aldrei mælst lægri. Þekktar veiðiár, eins og Grenlækur, eru nánast vatnslausar. Þetta var stærsta Skaftárhlaup sögunnar, það eyðilagði brýr og vegi, en flæmdist líka yfir hraunið sem rann í Skaftáreldum árið 1783 og það er að hafa sínar afleiðingar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Snorra Zóphóníasson, jarðfræðing á Veðurstofu Íslands, um stöðuna, en viðtalið má sjá hér að ofan. Hlaupið rauf einnig nokkra varnargarða sem höfðu þann tilgang að halda vatnsrennsli frá aðalfarveginum, Eldvatni, og beina því austur á bóginn. Þetta veldur því að dregið hefur úr rennsli Skaftár við Kirkjubæjarklaustur og einnig fer nú minna vatn út í Eldhraun. Þurrviðri í stöðugri norðanátt að undanförnu hefur svo hjálpað til að snarlækka grunnvatnsstöðu og hefur hún aldrei mælst lægri í Fljótsbotni í Eldhrauni. Lindir og þekktar veiðiár, sem spretta undan hrauninu, eru að þorna. Flogið yfir Skaftárhlaupið í haust. Með flóðvatninu barst mikill aur út í Eldhraun sem þéttir hraunið. Lengi hefur verið deilt um það hversu mikið mannskepnan eigi að grípa inn í þetta ferli með varnargörðum. Slíkum vatnaveitingum út á hraunið fylgir aurburður og sandfok, sem ekki eru allir á eitt sáttir við, að sögn Snorra. En hvað er þá til ráða? “Ég veit það ekki. Ég myndi nú, held ég, laga þessar stíflur, sem veita vatninu austur, til þess að hressa upp á grunnvatnið,” svarar Snorri. Hlaup í Skaftá Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Hamfarahlaupið sem kom í Skaftá í haust virðist hafa haft þau áhrif að grunnvatnsstaða í Eldhrauni hefur aldrei mælst lægri. Þekktar veiðiár, eins og Grenlækur, eru nánast vatnslausar. Þetta var stærsta Skaftárhlaup sögunnar, það eyðilagði brýr og vegi, en flæmdist líka yfir hraunið sem rann í Skaftáreldum árið 1783 og það er að hafa sínar afleiðingar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Snorra Zóphóníasson, jarðfræðing á Veðurstofu Íslands, um stöðuna, en viðtalið má sjá hér að ofan. Hlaupið rauf einnig nokkra varnargarða sem höfðu þann tilgang að halda vatnsrennsli frá aðalfarveginum, Eldvatni, og beina því austur á bóginn. Þetta veldur því að dregið hefur úr rennsli Skaftár við Kirkjubæjarklaustur og einnig fer nú minna vatn út í Eldhraun. Þurrviðri í stöðugri norðanátt að undanförnu hefur svo hjálpað til að snarlækka grunnvatnsstöðu og hefur hún aldrei mælst lægri í Fljótsbotni í Eldhrauni. Lindir og þekktar veiðiár, sem spretta undan hrauninu, eru að þorna. Flogið yfir Skaftárhlaupið í haust. Með flóðvatninu barst mikill aur út í Eldhraun sem þéttir hraunið. Lengi hefur verið deilt um það hversu mikið mannskepnan eigi að grípa inn í þetta ferli með varnargörðum. Slíkum vatnaveitingum út á hraunið fylgir aurburður og sandfok, sem ekki eru allir á eitt sáttir við, að sögn Snorra. En hvað er þá til ráða? “Ég veit það ekki. Ég myndi nú, held ég, laga þessar stíflur, sem veita vatninu austur, til þess að hressa upp á grunnvatnið,” svarar Snorri.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira