Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. maí 2016 12:18 Bjarni Benediktsson og Davíð Oddsson voru báðir gestir í Sprengisandi í morgun. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar forsetaframboði Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Það hleypi miklu lífi í baráttuna og að fram undan sé skemmtileg og lífleg barátta um stólinn á Bessastöðum. Framboðið hafi þó komið sér nokkuð á óvart. „Skemmst er að minnast að manni fannst heldur dauft yfir þessari forsetakosningabaráttu fyrir stuttu síðan. En það hefur aldeilis breyst,“ sagði Bjarni í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort hann styðji Davíð í baráttunni sagði hann afstöðu sína sjálfgefna. „Ja, ég held að menn geti svo sem alveg gert sér í hugarlund hvað ég mun gera gagnvart mínum fyrrverandi formanni og góða samstarfsmanni,“ sagði Bjarni. Hins vegar sé ekki rétt að gera forsetakosningarnar í sumar flokkspólitískar. „Ég á svo sem alveg von á því að þegar Davíð á í hlut að menn vilji láta þetta verða með einhverjum hætti flokkspólitískar kosningar, sem þær eiga ekki að vera, hafa ekki verið sögulega, og mér fannst hann koma vel inn á í viðtalinu í morgun að sá sem vill verða forseti landsins hann þarf að höfða langt út fyrir flokkslínur til fólks. Þess vegna finnst mér það í senn eðlileg spurning til formanns Sjálfstæðisflokks hvort hann styðji hann en á sama tíma vil ég ekki vera sá sem dreg það eða set þessa kosningabaráttu af stað með því að formaður Sjálfstæðisflokksins sé fremstur í röðinni í stuðningsmannaliðinu,“ sagði hann. Spurningin svari sér þó að öllu leyti sjálf.Hlusta má á viðtalið við Bjarna í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar forsetaframboði Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Það hleypi miklu lífi í baráttuna og að fram undan sé skemmtileg og lífleg barátta um stólinn á Bessastöðum. Framboðið hafi þó komið sér nokkuð á óvart. „Skemmst er að minnast að manni fannst heldur dauft yfir þessari forsetakosningabaráttu fyrir stuttu síðan. En það hefur aldeilis breyst,“ sagði Bjarni í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort hann styðji Davíð í baráttunni sagði hann afstöðu sína sjálfgefna. „Ja, ég held að menn geti svo sem alveg gert sér í hugarlund hvað ég mun gera gagnvart mínum fyrrverandi formanni og góða samstarfsmanni,“ sagði Bjarni. Hins vegar sé ekki rétt að gera forsetakosningarnar í sumar flokkspólitískar. „Ég á svo sem alveg von á því að þegar Davíð á í hlut að menn vilji láta þetta verða með einhverjum hætti flokkspólitískar kosningar, sem þær eiga ekki að vera, hafa ekki verið sögulega, og mér fannst hann koma vel inn á í viðtalinu í morgun að sá sem vill verða forseti landsins hann þarf að höfða langt út fyrir flokkslínur til fólks. Þess vegna finnst mér það í senn eðlileg spurning til formanns Sjálfstæðisflokks hvort hann styðji hann en á sama tíma vil ég ekki vera sá sem dreg það eða set þessa kosningabaráttu af stað með því að formaður Sjálfstæðisflokksins sé fremstur í röðinni í stuðningsmannaliðinu,“ sagði hann. Spurningin svari sér þó að öllu leyti sjálf.Hlusta má á viðtalið við Bjarna í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53
Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15