Öll leyfi komin fyrir raflínum til Bakka Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2016 20:00 Landsnet hefur nú fengið öll framkvæmdaleyfi vegna umdeildra háspennulína í Þingeyjarsýslum og bendir nú flest til þess að takast muni að koma rafmagni til kísilvers á Bakka í tæka tíð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það nötraði allt á Húsavík og nærsveitum í lok ágústmánaðar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi þann bráðabirgðaúrskurð að framkvæmdir við háspennulínur skyldu stöðvaðar vegna kæru náttúruverndarsamtakanna Landverndar. Fulltrúar allra flokka í sveitarstjórn Norðurþings sameinuðust um að lýsa þungum áhyggjum, enda væru miklir samfélagslegir og fjárhagslegir hagsmunir undir; áttatíu milljarða króna framkvæmdir við Þeistareykjavirkjun og kísilver á Bakka. En nú hafa sveitarstjórnarmenn fyrir norðan tekið gleði sína á ný. Eftir að úrskurðarnefndin hafnaði kröfum Landverndar um nýtt umhverfismat og um ógildingu nýrra framkvæmdaleyfa virtist ljóst að málið snerist um formsatriði, sem sveitarfélögin gátu lagfært með breyttri framsetningu framkvæmdaleyfa með ítarlegri rökstuðningi. Hálendið á vinnusvæðinu fyrir norðan er snjólaust. Búið er að reisa 11 möstur Kröflulínu og 8 möstur Þeistareykjalínu af 193 möstrum á allri línuleiðinni.Mynd/Landsnet.Fyrir tveimur vikum setti Landsnet framkvæmdir á fullt, og vantaði þá aðeins eitt leyfi fyrir sjö kílómetra kafla Þeistareykjalínu. Það leyfi fékkst frá Þingeyjarsveit í gær. Landsnet birti ljósmyndir frá lagningu Kröflulínu í gær en þær sýna snjólaust hálendið fyrir norðan. Einstök veðurblíða hjálpar þar til að vinna upp það vinnutap sem varð vegna framkvæmdabannsins, og þótt enn sé óútkljáð eignarnámsmál í landi Reykjahlíðar, ríkir nú bjartsýni um að áætlanir um afhendingu raforku til Bakka muni standast. Tengdar fréttir Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. 11. október 2016 13:16 Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00 Raforkuöryggi byggða vó þyngra en umhverfisáhrif Lagning lengstu og dýrustu háspennulínu Noregs er hafin eftir margra ára átök 31. október 2016 20:30 Eignarnám heimilað vegna Kröflulínu Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti hf. að framkvæma eignarnám vegna lagningar Kröflulína 4 og 5. 14. október 2016 16:30 Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31 Þrjú möstur Kröflulínu þutu upp á fyrsta degi Aukinnar bjartsýnir gætir um að kísilver á Bakka fái raforku í tæka tíð eftir að Kröflulína fékk grænt ljós í fyrradag. 28. október 2016 19:31 Framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála felldi ákvörðun Skútustaðahrepps um veitingu leyfisins úr gildi. Taldi hún að ekki hafi verið gætt skipulags- og náttúruverndarlaga við undirbúning og málsmeðferð ákvörðunarinnar. 10. október 2016 20:08 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Landsnet hefur nú fengið öll framkvæmdaleyfi vegna umdeildra háspennulína í Þingeyjarsýslum og bendir nú flest til þess að takast muni að koma rafmagni til kísilvers á Bakka í tæka tíð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það nötraði allt á Húsavík og nærsveitum í lok ágústmánaðar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi þann bráðabirgðaúrskurð að framkvæmdir við háspennulínur skyldu stöðvaðar vegna kæru náttúruverndarsamtakanna Landverndar. Fulltrúar allra flokka í sveitarstjórn Norðurþings sameinuðust um að lýsa þungum áhyggjum, enda væru miklir samfélagslegir og fjárhagslegir hagsmunir undir; áttatíu milljarða króna framkvæmdir við Þeistareykjavirkjun og kísilver á Bakka. En nú hafa sveitarstjórnarmenn fyrir norðan tekið gleði sína á ný. Eftir að úrskurðarnefndin hafnaði kröfum Landverndar um nýtt umhverfismat og um ógildingu nýrra framkvæmdaleyfa virtist ljóst að málið snerist um formsatriði, sem sveitarfélögin gátu lagfært með breyttri framsetningu framkvæmdaleyfa með ítarlegri rökstuðningi. Hálendið á vinnusvæðinu fyrir norðan er snjólaust. Búið er að reisa 11 möstur Kröflulínu og 8 möstur Þeistareykjalínu af 193 möstrum á allri línuleiðinni.Mynd/Landsnet.Fyrir tveimur vikum setti Landsnet framkvæmdir á fullt, og vantaði þá aðeins eitt leyfi fyrir sjö kílómetra kafla Þeistareykjalínu. Það leyfi fékkst frá Þingeyjarsveit í gær. Landsnet birti ljósmyndir frá lagningu Kröflulínu í gær en þær sýna snjólaust hálendið fyrir norðan. Einstök veðurblíða hjálpar þar til að vinna upp það vinnutap sem varð vegna framkvæmdabannsins, og þótt enn sé óútkljáð eignarnámsmál í landi Reykjahlíðar, ríkir nú bjartsýni um að áætlanir um afhendingu raforku til Bakka muni standast.
Tengdar fréttir Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. 11. október 2016 13:16 Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00 Raforkuöryggi byggða vó þyngra en umhverfisáhrif Lagning lengstu og dýrustu háspennulínu Noregs er hafin eftir margra ára átök 31. október 2016 20:30 Eignarnám heimilað vegna Kröflulínu Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti hf. að framkvæma eignarnám vegna lagningar Kröflulína 4 og 5. 14. október 2016 16:30 Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31 Þrjú möstur Kröflulínu þutu upp á fyrsta degi Aukinnar bjartsýnir gætir um að kísilver á Bakka fái raforku í tæka tíð eftir að Kröflulína fékk grænt ljós í fyrradag. 28. október 2016 19:31 Framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála felldi ákvörðun Skútustaðahrepps um veitingu leyfisins úr gildi. Taldi hún að ekki hafi verið gætt skipulags- og náttúruverndarlaga við undirbúning og málsmeðferð ákvörðunarinnar. 10. október 2016 20:08 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. 11. október 2016 13:16
Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. 23. ágúst 2016 19:00
Raforkuöryggi byggða vó þyngra en umhverfisáhrif Lagning lengstu og dýrustu háspennulínu Noregs er hafin eftir margra ára átök 31. október 2016 20:30
Eignarnám heimilað vegna Kröflulínu Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti hf. að framkvæma eignarnám vegna lagningar Kröflulína 4 og 5. 14. október 2016 16:30
Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Forstjóra Landsnets segir að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar. 21. ágúst 2016 17:31
Þrjú möstur Kröflulínu þutu upp á fyrsta degi Aukinnar bjartsýnir gætir um að kísilver á Bakka fái raforku í tæka tíð eftir að Kröflulína fékk grænt ljós í fyrradag. 28. október 2016 19:31
Framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála felldi ákvörðun Skútustaðahrepps um veitingu leyfisins úr gildi. Taldi hún að ekki hafi verið gætt skipulags- og náttúruverndarlaga við undirbúning og málsmeðferð ákvörðunarinnar. 10. október 2016 20:08