Innlent

Flokksfélagi skipaður í stjórn flugþróunarsjóðs

Þorgeir Helgason skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. vísir/Anton Brink
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur skipað Fróða Kristinsson, fyrrverandi stjórnarmann Sambands ungra Framsóknarmanna, í stjórn Flugþróunarsjóðs.

Fróði sat í stjórn SUF árin 2015 til 2016 og gegndi stöðu kosningastjóra Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningum Hafnarfjarðar árið 2014.

Flugþróunarsjóður var settur á laggirnar fyrr á þessu ári og er markmið hans að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi til Akureyrar og Egilsstaða.

Fróði starfar hjá Isavia og hóf stjórnarsetu hjá Flugþróunarsjóði um miðjan september. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×