Rory McIlroy ætlar að fylgjast vel með fréttum af Zika vírusnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2016 23:00 Rory McIlroy. Vísir/Getty Norður-Írski kylfingurinn Rory McIlroy er ekki alveg hundrað prósent viss um hvort hann taki þátt í golfkeppni Ólympíuleikanna í Ríó í Brasilíu í ágúst. Ástæðan er Zika faraldurinn sem gengur nú í Brasilíu og hefur þegar haft þau áhrif að margir kylfingar ætla ekki að taka þátt í fyrstu golfkeppni Ólympíuleikanna í 112 ár. Ófæddum börnum stafar hætta af Zika veirunni en vegna vírussins sem talinn valda því að börn fæðist með óeðlilega lítil höfuð og mikið fötluð. Flestir þeir sem smitast fá væg einkenni eins og hita, beinverki og útbrot en vírusinn er ekki talinn hættulegur fyrir fullorðið fólk. „Það mun koma að þeim tímapunkti á næstu árum að við förum að huga að því að stofna fjölskyldu," sagði Rory McIlroy en kærasta hans er Erica Stoll. „Eins og staðan er núna þá er ég klár en ég vil ekki að neitt hafi áhrif á framhaldið hjá okkur," sagði Rory McIlroy. Kylfingarnir Vijay Singh, Marc Leishman, Adam Scott, Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel hafa allir gefið það út að þeir muni ekki keppa á ÓL í Ríó vegna Zika vírussins. „Núna er ég hinsvegar að leiðinni til Ríó og hlakka bara til. Nú þegar leikarnir nálgast óðum þá er ég að átta mig meira á því að ég að fara þangað til að keppa um gullið," sagði McIlroy. „Ég hef verið að lesa mikið af fréttum um Zika-vírusinn og það eru sumir sem halda því fram að staðan sé verri en látið er uppi með. Ég verð því að fylgjast mjög vel með stöðunni," sagði Rory McIlroy sem er á leiðinni í sprautur í næstu viku vegna annarra sjúkdóma sem fólk getur smitast af í Brasilíu.Rory McIlroy.Vísir/Getty Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Norður-Írski kylfingurinn Rory McIlroy er ekki alveg hundrað prósent viss um hvort hann taki þátt í golfkeppni Ólympíuleikanna í Ríó í Brasilíu í ágúst. Ástæðan er Zika faraldurinn sem gengur nú í Brasilíu og hefur þegar haft þau áhrif að margir kylfingar ætla ekki að taka þátt í fyrstu golfkeppni Ólympíuleikanna í 112 ár. Ófæddum börnum stafar hætta af Zika veirunni en vegna vírussins sem talinn valda því að börn fæðist með óeðlilega lítil höfuð og mikið fötluð. Flestir þeir sem smitast fá væg einkenni eins og hita, beinverki og útbrot en vírusinn er ekki talinn hættulegur fyrir fullorðið fólk. „Það mun koma að þeim tímapunkti á næstu árum að við förum að huga að því að stofna fjölskyldu," sagði Rory McIlroy en kærasta hans er Erica Stoll. „Eins og staðan er núna þá er ég klár en ég vil ekki að neitt hafi áhrif á framhaldið hjá okkur," sagði Rory McIlroy. Kylfingarnir Vijay Singh, Marc Leishman, Adam Scott, Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel hafa allir gefið það út að þeir muni ekki keppa á ÓL í Ríó vegna Zika vírussins. „Núna er ég hinsvegar að leiðinni til Ríó og hlakka bara til. Nú þegar leikarnir nálgast óðum þá er ég að átta mig meira á því að ég að fara þangað til að keppa um gullið," sagði McIlroy. „Ég hef verið að lesa mikið af fréttum um Zika-vírusinn og það eru sumir sem halda því fram að staðan sé verri en látið er uppi með. Ég verð því að fylgjast mjög vel með stöðunni," sagði Rory McIlroy sem er á leiðinni í sprautur í næstu viku vegna annarra sjúkdóma sem fólk getur smitast af í Brasilíu.Rory McIlroy.Vísir/Getty
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira