„Þú býrð í Vesturbænum draslið þitt svo við hverju fokking býst þú?“ Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2016 14:04 Bykobílastæðið er orðið hið nýja Hallærisplan. Vælandi dekk og drunur í hljóðkútslausum bílum halda vöku fyrir Vesturbæingum. Þessi reykspólaði sig niður á felgu en var með klár ný dekk til skiptana. Vælandi dekk og spyrnuakstur halda vöku fyrir íbúum í Vesturbænum sem standa ráðþrota frammi fyrir vandamálinu. Byko-planið er orðið hið nýja Hallærisplan, að sögn viðmælanda Vísis. Þangað hópast ungmenni um kvöld og helgar, jafnvel hundruðum saman. 40 til 50 bílar mæta á kvöldi hverju, sérstaklega yfir sumartímann og yfir helgar. Um vetur líka. Og þar sýna gúmmítöffarar bílakúnstir sem felst í spyrnum á hljóðkútslausum bílum auk þess sem vinsælt er að reykspóla þannig að vælir í dekkjum. Hávaðinn sem fylgir er óskaplegur.Ófremdarástand vestur í bæÁ meðfylgjandi myndbandi sést þegar einn ökufantana reykspólar þangað til springur á dekki. Íbúi í nágrenninu tók myndbandið upp og hann segir að til þess hafi leikurinn verið gerður. Þeir í bílnum hafi verið með ný dekk klár, tjakk og allt sem til þarf en þá bar lögregluna þar að þannig að þeir þurftu að gera hlé á æfingum sínum.Athafnasvæði þessara gúmmítöffara er vestast í Vesturbænum, úti á Granda. Auk þess sem þeir gera sér það til dundurs að spyrna eftir Hringbrautinni á hljóðkútslausum bílum. Með tilheyrandi hávaða. Óskaplegum hávaða. Þetta er ekki nýtt vandamál. Viðmælandi Vísis birti fyrir fjórum árum myndband á YouTube sem vakti mikla athygli, þar sem sjá má bíla spyrna fyrir framan Ellingsen og Bónus vestur í bæ. Þar má sjá að hópurinn sem þetta stundar er með net og um leið og bólar á lögreglubíl þá dettur allt í dúnalogn, rétt á meðan. Um leið og lögreglan hverfur af vettvangi byrjar ballið á nýjan leik.„Þetta vídeó áttir þú aldrei að gera“ Viðkomandi, viðmælandi Vísis, veigrar sér við því að stíga fram undir nafni og lái honum hver sem vill. Athugasemdirnar hrönnuðust upp og var ljóst að allar aðfinnslur eru verulega illa séðar. Þeir sem það reyna, í athugasemdakerfi YouTube, fá það óþvegið. Hér er eitt dæmi, hófstillt í samanburði við ýmislegt annað sem þarna má sjá. Það er „sternirinn“ sem talar: „þú býrð í Vesturbænum draslið þitt. við hverju fokking býst þú. taktu þennan risa stóra drumb úr rassgatinu á þér og fnndu þér eitthvað annanð að gera á næturnar en að taka upp unglinga að skemmta sér. og að búa til video af því an djoks.“Mjög fróðlegt er að skoða athugasemdirnar. Einn segir: „þetta video áttiru ALDREI að gera nú verðuru fyrir enn meiri látum næstu dagana og kvöld.“ Málið er þannig í hnút.Forðast að vera heima hjá sér Viðmælandi Vísis býr steinsnar frá vettvangi. Hann er leiðsögumaður, og segist sem betur fer vera mikið að heiman vegna starfa sinna auk þess sem hann á athvarf úti á landi. „Ég reyni að vera sem minnst heima. Þetta ástand hefur verið viðvarandi nú í yfir átta ár og lítið breyst.“ Maðurinn hefur staðið í bréfaskriftum við borgaryfirvöld árum saman og svo lögregluna en þar vísar hver á annan. Menn virðast standa ráðþrota frammi fyrir þessum vanda. Maðurinn segir að ökufantarnir geti ekki falið sig bak við aðstöðuleysi, það er fyrir hendi suður í Hafnarfirði, í Kapelluhrauni þar sem er kvartmílubraut. En, það er ekki eins spennandi.Fast and the Furious-æðiSvipað æði í tengslum við bíladellu á borð við þessa kom upp í tengslum við kvikmyndir á borð við American Graffiti og svo síðar Grease. En, nú virðist bíladellan vera mikil og hefur verið lengi. Viðmælandi Vísis telur víst að það megi að einhverju leyti rekja til Fast and the Furious-myndanna. Samkvæmt umferðalögum, 4. grein, skal vegfarandi sýna tillitssemi og varúð svo að eigi leiði til hættu eða valdi tjóni eða óþægindum. Ökumaður skal sýna þeim sem búa eða eru staddir við veg tillitssemi. Viðmælanda Vísis þykir einkennilegt að lögreglunni skuli ekki takast að koma í veg fyrir þetta, hreinlega með því að hafa bíl á vettvangi. Þeir séu oft með bíl klukkutímum saman að morgni, þegar fólk er að fara til vinnu. Byko er með auglýst að öryggismyndavélar fylgist með gangi mála en svo virðist sem því sé ekki fylgt eftir. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Vælandi dekk og spyrnuakstur halda vöku fyrir íbúum í Vesturbænum sem standa ráðþrota frammi fyrir vandamálinu. Byko-planið er orðið hið nýja Hallærisplan, að sögn viðmælanda Vísis. Þangað hópast ungmenni um kvöld og helgar, jafnvel hundruðum saman. 40 til 50 bílar mæta á kvöldi hverju, sérstaklega yfir sumartímann og yfir helgar. Um vetur líka. Og þar sýna gúmmítöffarar bílakúnstir sem felst í spyrnum á hljóðkútslausum bílum auk þess sem vinsælt er að reykspóla þannig að vælir í dekkjum. Hávaðinn sem fylgir er óskaplegur.Ófremdarástand vestur í bæÁ meðfylgjandi myndbandi sést þegar einn ökufantana reykspólar þangað til springur á dekki. Íbúi í nágrenninu tók myndbandið upp og hann segir að til þess hafi leikurinn verið gerður. Þeir í bílnum hafi verið með ný dekk klár, tjakk og allt sem til þarf en þá bar lögregluna þar að þannig að þeir þurftu að gera hlé á æfingum sínum.Athafnasvæði þessara gúmmítöffara er vestast í Vesturbænum, úti á Granda. Auk þess sem þeir gera sér það til dundurs að spyrna eftir Hringbrautinni á hljóðkútslausum bílum. Með tilheyrandi hávaða. Óskaplegum hávaða. Þetta er ekki nýtt vandamál. Viðmælandi Vísis birti fyrir fjórum árum myndband á YouTube sem vakti mikla athygli, þar sem sjá má bíla spyrna fyrir framan Ellingsen og Bónus vestur í bæ. Þar má sjá að hópurinn sem þetta stundar er með net og um leið og bólar á lögreglubíl þá dettur allt í dúnalogn, rétt á meðan. Um leið og lögreglan hverfur af vettvangi byrjar ballið á nýjan leik.„Þetta vídeó áttir þú aldrei að gera“ Viðkomandi, viðmælandi Vísis, veigrar sér við því að stíga fram undir nafni og lái honum hver sem vill. Athugasemdirnar hrönnuðust upp og var ljóst að allar aðfinnslur eru verulega illa séðar. Þeir sem það reyna, í athugasemdakerfi YouTube, fá það óþvegið. Hér er eitt dæmi, hófstillt í samanburði við ýmislegt annað sem þarna má sjá. Það er „sternirinn“ sem talar: „þú býrð í Vesturbænum draslið þitt. við hverju fokking býst þú. taktu þennan risa stóra drumb úr rassgatinu á þér og fnndu þér eitthvað annanð að gera á næturnar en að taka upp unglinga að skemmta sér. og að búa til video af því an djoks.“Mjög fróðlegt er að skoða athugasemdirnar. Einn segir: „þetta video áttiru ALDREI að gera nú verðuru fyrir enn meiri látum næstu dagana og kvöld.“ Málið er þannig í hnút.Forðast að vera heima hjá sér Viðmælandi Vísis býr steinsnar frá vettvangi. Hann er leiðsögumaður, og segist sem betur fer vera mikið að heiman vegna starfa sinna auk þess sem hann á athvarf úti á landi. „Ég reyni að vera sem minnst heima. Þetta ástand hefur verið viðvarandi nú í yfir átta ár og lítið breyst.“ Maðurinn hefur staðið í bréfaskriftum við borgaryfirvöld árum saman og svo lögregluna en þar vísar hver á annan. Menn virðast standa ráðþrota frammi fyrir þessum vanda. Maðurinn segir að ökufantarnir geti ekki falið sig bak við aðstöðuleysi, það er fyrir hendi suður í Hafnarfirði, í Kapelluhrauni þar sem er kvartmílubraut. En, það er ekki eins spennandi.Fast and the Furious-æðiSvipað æði í tengslum við bíladellu á borð við þessa kom upp í tengslum við kvikmyndir á borð við American Graffiti og svo síðar Grease. En, nú virðist bíladellan vera mikil og hefur verið lengi. Viðmælandi Vísis telur víst að það megi að einhverju leyti rekja til Fast and the Furious-myndanna. Samkvæmt umferðalögum, 4. grein, skal vegfarandi sýna tillitssemi og varúð svo að eigi leiði til hættu eða valdi tjóni eða óþægindum. Ökumaður skal sýna þeim sem búa eða eru staddir við veg tillitssemi. Viðmælanda Vísis þykir einkennilegt að lögreglunni skuli ekki takast að koma í veg fyrir þetta, hreinlega með því að hafa bíl á vettvangi. Þeir séu oft með bíl klukkutímum saman að morgni, þegar fólk er að fara til vinnu. Byko er með auglýst að öryggismyndavélar fylgist með gangi mála en svo virðist sem því sé ekki fylgt eftir.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira