Kemur í ljós í júní hvort það takist að losa um aflandskrónurnar Bjarki Ármannsson skrifar 23. maí 2016 12:45 Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Stefán Frumvarp um meðferð aflandskróna er skref í rétta átt að mati forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún segir þó mikilvægt að fagna ekki of snemma því það eigi eftir að koma í ljós hvort það takist að losa um aflandskrónurnar í útboði í júní.Frumvarpið var samþykkt í gærkvöldi en það var lagt fram af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á föstudag og mikið kapp lagt á að afgreiða það fyrir opnun markaða í dag. Frumvarpið felur í sér að erlendum eigendum krónueigna er gefinn kostur á að fara út á lágu gengi ella verði krónurnar lagðar inn á vaxtalausa reikninga. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir þetta frumvarp, ásamt því að ná samningum við kröfuhafa gömlu bankanna, stórt skref í átt að því að losa um gjaldeyrishöftin hér á landi.Sjá einnig: Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarrétti „Þegar kröfuhöfum gömlu bankanna voru kynntir þeir afarkostir sem stóðu þeim til boða, þá var í raun búið að semja við kröfuhafana um það að þeir ætluðu að borga stöðugleikaframlagið en ekki stöðugleikaskattinn, sem vitað var að væri einhver lagaleg áhætta fyrir ríkið,“ segir Ásdís. „Núna liggur það hins vegar ekkert fyrir, þannig það mun í raun ekki koma í ljós fyrr en í júní hvernig þetta útboð gengur. Við viljum auðvitað sjá góða þáttöku en það mun ekki koma í ljós fyrr en þá.“ Ásdís segist ætla að stjórnvöld muni hefja frekari losun hafta á innlenda aðila í kjölfar útboðsins. „Til þess að geta losað um höft á innlenda aðila, þá þurftum við að klára þetta útboð,“ segir hún. „Þannig að ég myndi halda að nú loks séum við á sjá fyrir endann á því haftaumhverfi sem við höfum búið við síðustu átta ár.“ Tengdar fréttir Vilja halda gjaldeyrisútboð í næsta mánuði Fjármálaráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi á Alþingi sem markar næstu skref við losun fjármagnshafta á Íslandi. 20. maí 2016 18:04 Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarétti Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. 22. maí 2016 10:24 "Hálfaumingjalegt að upplýsa ekki um íslenska aflandskrónueigendur“ Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. 23. maí 2016 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Frumvarp um meðferð aflandskróna er skref í rétta átt að mati forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún segir þó mikilvægt að fagna ekki of snemma því það eigi eftir að koma í ljós hvort það takist að losa um aflandskrónurnar í útboði í júní.Frumvarpið var samþykkt í gærkvöldi en það var lagt fram af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á föstudag og mikið kapp lagt á að afgreiða það fyrir opnun markaða í dag. Frumvarpið felur í sér að erlendum eigendum krónueigna er gefinn kostur á að fara út á lágu gengi ella verði krónurnar lagðar inn á vaxtalausa reikninga. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir þetta frumvarp, ásamt því að ná samningum við kröfuhafa gömlu bankanna, stórt skref í átt að því að losa um gjaldeyrishöftin hér á landi.Sjá einnig: Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarrétti „Þegar kröfuhöfum gömlu bankanna voru kynntir þeir afarkostir sem stóðu þeim til boða, þá var í raun búið að semja við kröfuhafana um það að þeir ætluðu að borga stöðugleikaframlagið en ekki stöðugleikaskattinn, sem vitað var að væri einhver lagaleg áhætta fyrir ríkið,“ segir Ásdís. „Núna liggur það hins vegar ekkert fyrir, þannig það mun í raun ekki koma í ljós fyrr en í júní hvernig þetta útboð gengur. Við viljum auðvitað sjá góða þáttöku en það mun ekki koma í ljós fyrr en þá.“ Ásdís segist ætla að stjórnvöld muni hefja frekari losun hafta á innlenda aðila í kjölfar útboðsins. „Til þess að geta losað um höft á innlenda aðila, þá þurftum við að klára þetta útboð,“ segir hún. „Þannig að ég myndi halda að nú loks séum við á sjá fyrir endann á því haftaumhverfi sem við höfum búið við síðustu átta ár.“
Tengdar fréttir Vilja halda gjaldeyrisútboð í næsta mánuði Fjármálaráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi á Alþingi sem markar næstu skref við losun fjármagnshafta á Íslandi. 20. maí 2016 18:04 Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarétti Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. 22. maí 2016 10:24 "Hálfaumingjalegt að upplýsa ekki um íslenska aflandskrónueigendur“ Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. 23. maí 2016 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Vilja halda gjaldeyrisútboð í næsta mánuði Fjármálaráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi á Alþingi sem markar næstu skref við losun fjármagnshafta á Íslandi. 20. maí 2016 18:04
Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarétti Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. 22. maí 2016 10:24
"Hálfaumingjalegt að upplýsa ekki um íslenska aflandskrónueigendur“ Frumvarp um meðferð aflandskrónueigna var til umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Það var ekki búið að samþykkja frumvarpið þegar Fréttablaðið fór í prentun en leiða má líkur að því að það hafi verið gert. 23. maí 2016 07:00