Viðskipti innlent

Viðsnúningur eftir samninga

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Gunnar Kristinsson er formaður stjórnar Búmanna eftir aðalfund.
Gunnar Kristinsson er formaður stjórnar Búmanna eftir aðalfund.
Viðsnúningur hefur orðið á rekstri húsnæðissamvinnufélagsins Búmanna frá því í september í fyrra. Gjaldþrot blasti við en félagið var í greiðslustöðvun.

Kjörinn var nýr formaður stjórnar, stjórnin endurnýjuð að hluta og öll varastjórn endurnýjuð. Í tilkynningu kemur fram að ársreikningur sýni nú betri afkomu. Ný stjórn hafi unnið að framgangi nauðasamnings og samningsgerð við Íbúðalánasjóð um fjárhagslega endurskipulagningu.

Stjórnir Íbúðalánasjóðs og Bú­manna staðfestu svo nauðasamninginn og þá var hafist handa við að uppfylla ákvæði hans. Þar má nefna að stofna leigufélag sem færi í lausar íbúðir sem hafa verið baggi á félaginu. Gengið hefur verið frá stofnun félagsins, samþykktir útbúnar og kosið í stjórn. Rekstrarlegur aðskilnaður milli Búmanna og leigufélagsins verður virkur frá 1. júní næstkomandi.

Greinin birtist í Fréttablaðinu 23.maí






Fleiri fréttir

Sjá meira


×