Útlendingastofnun tekur upp nýtt verklag vegna fjölda hælisumsókna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. nóvember 2016 20:00 Útlendingastofnun hefur tekið upp nýtt verklag um endurkomubann í kjölfar synjunar um hæli. Breytingin grundvallast á mikilli fjölgun umsókna um hæli á síðustu mánuðum. Með nýju verklagi verður einstaklingum sem synjað er um alþjóðlega vernd óheimilt að koma aftur til Íslands í tiltekinn tíma ef þeir yfirgefa ekki landið af sjálfsdáðum innan gefinna tímamarka. Endurkomubannið kann einnig að ná til allra Schengen-ríkjanna og gildir í að lágmarki tvö ár frá því að viðkomandi er fylgt úr landi. „Hingað til hefur Útlendingastofnun að meginstefnu til tekið ákvörðun sem felur í sér frávísun sem er minna íþyngjandi úrræði en það sem við erum að leggja af stað með núna sem er brottvísun og endurkomubann,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Stofnunin ákvað að fara af stað með þessa nýju framkvæmd meðal annars vegna fjölgunar á tilhæfulausum hælisumsóknum. „Það er gríðarlega hátt hlutfall umsækjenda hér á landi sem koma frá ríkjum sem eru á lista yfir örugg upprunaríki. Þetta er mjög óeðlilega hátt hlutfall sem við erum að sjá hjá okkur miðað við nágrannaríkin okkar. Eitt af því sem okkar nágrannaríki hafa gert er að beyta þessum úrræðum til þess að hafa það alveg skýrt hvernig er farið með umsóknir sem eru bersýnilega tilhæfulausar,“ segir Þorsteinn. Nýja verklagið á þó ekki einungis við um tilhæfulausar hælisumsóknir heldur um alla einstaklinga sem synjað er um vernd. Hins vegar þegar um ræðir tilhæfulausar umsóknir er heimilt að fella niður frest til þess að yfirgefa landið af sjálfsdáðum. Breytingin er í samræmi við gildandi lagaheimildir. „Þetta á við um alla þá sem fá þessar upplýsingar í ferlinu að þessi möguleiki sé á borðinu. Við byrjuðum á því í síðustu viku og við merkjum strax ákveðna aukningu í því að það sé verið að draga til baka umsóknir um alþjóðlega vernd þegar menn frétta af því að þessi möguleiki sé á borðinu. Þannig að við sjáum nú þegar merki þess að þetta hafi einhver áhrif á það að menn hugsi sinn gang,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Útlendingastofnun hefur tekið upp nýtt verklag um endurkomubann í kjölfar synjunar um hæli. Breytingin grundvallast á mikilli fjölgun umsókna um hæli á síðustu mánuðum. Með nýju verklagi verður einstaklingum sem synjað er um alþjóðlega vernd óheimilt að koma aftur til Íslands í tiltekinn tíma ef þeir yfirgefa ekki landið af sjálfsdáðum innan gefinna tímamarka. Endurkomubannið kann einnig að ná til allra Schengen-ríkjanna og gildir í að lágmarki tvö ár frá því að viðkomandi er fylgt úr landi. „Hingað til hefur Útlendingastofnun að meginstefnu til tekið ákvörðun sem felur í sér frávísun sem er minna íþyngjandi úrræði en það sem við erum að leggja af stað með núna sem er brottvísun og endurkomubann,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Stofnunin ákvað að fara af stað með þessa nýju framkvæmd meðal annars vegna fjölgunar á tilhæfulausum hælisumsóknum. „Það er gríðarlega hátt hlutfall umsækjenda hér á landi sem koma frá ríkjum sem eru á lista yfir örugg upprunaríki. Þetta er mjög óeðlilega hátt hlutfall sem við erum að sjá hjá okkur miðað við nágrannaríkin okkar. Eitt af því sem okkar nágrannaríki hafa gert er að beyta þessum úrræðum til þess að hafa það alveg skýrt hvernig er farið með umsóknir sem eru bersýnilega tilhæfulausar,“ segir Þorsteinn. Nýja verklagið á þó ekki einungis við um tilhæfulausar hælisumsóknir heldur um alla einstaklinga sem synjað er um vernd. Hins vegar þegar um ræðir tilhæfulausar umsóknir er heimilt að fella niður frest til þess að yfirgefa landið af sjálfsdáðum. Breytingin er í samræmi við gildandi lagaheimildir. „Þetta á við um alla þá sem fá þessar upplýsingar í ferlinu að þessi möguleiki sé á borðinu. Við byrjuðum á því í síðustu viku og við merkjum strax ákveðna aukningu í því að það sé verið að draga til baka umsóknir um alþjóðlega vernd þegar menn frétta af því að þessi möguleiki sé á borðinu. Þannig að við sjáum nú þegar merki þess að þetta hafi einhver áhrif á það að menn hugsi sinn gang,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira