Lengsta ferðalagið á HM 2022 eins og að fara á milli Anfield og Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 23:15 Katarbúar eru að byggja marga glæsilega leikvanga. Vísir/Getty Næsta heimsmeistarakeppni í fótbolta fer fram í Rússlandi eftir eitt og hálft ár og er undankeppnin í fullum gangi. Keppnin fjórum árum síðar hefur hinsvegar verið í uppnámi í langan tíma en er nú að taka á sig mynd. Forráðamenn heimsmeistarakeppninnar í Katar 2022 ætla að gera fólki afar auðvelt að ferðast á milli keppnisstaða ætli það sér að sjá margra leiki í keppninni. Katarbúar hafa nú reiknað út fjarlægðina á milli allra átta leikvanganna sem keppt verður á á HM 2022. HM 2022 mun fara fram á 28 dögum frá 21. nóvember til 18. desember 2022. Mótshaldarar segja að lengsta ferðlagið á milli leikvanga í keppninni sé aðeins 55 kílómetrar sem er samskonar vegalengd og á milli Old Trafford (Manchester United) og Anfield (Liverpool). Sem dæmi eru 52 kílómetrar á milli Kaplakrikavallar (FH) og Akranesvallar (ÍA). Minnsta fjarlægðin á milli leikvanga er síðan aðeins 4,5 kílómetrar eða eins og að fara á milli Emirates-leikvangsins (Arsenal) og White Hart Lane (Tottenham). Sem dæmi eru 5 kílómetrar á milli Víkingsvallar (Víkingur R.) og Kópavogsvallar (Breiðablik). Þessi litlu ferðalög liðanna þýða að þau geta gist á sama stað allt mótið en ekki verið á fleygiferð eins og íslenska landsliðið á EM í Frakklandi í sumar. Heimsmeistaramótið í Brasilíu árið 2014 bauð upp á gríðarleg ferðlög fyrir liðin og stuðningsmenn þeirra. Þar var lengst 3140 kílómetrar á milli liða en styst um 340 kílómetrar. Það verður líka mikið um ferðlög á HM í Rússlandi sumarið 2018. Móthaldarar reyna nú eftir fremsta megni að byggja upp meiri jákvæða umfjöllun í kringum komandi heimsmeistaramót árið 2022. Þetta var eitt skrefið í því. Ákvörðun að fara með keppnina til Katar hefur fengið mikla gagnrýni enda flestum ljóst að Katarbúar höfðu keypt framkvæmdastjórn FIFA. Þetta skapaði mörg vandamál og endanum varð að færa HM úr steikjandi hita júní- og júlímánaðar inn á veturinn svo ekki væri lífshættulegt fyrir leikmenn og stuðningsfólk að vera á ferðinni í Katar á meðan heimsmeistaramótinu stæði. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira
Næsta heimsmeistarakeppni í fótbolta fer fram í Rússlandi eftir eitt og hálft ár og er undankeppnin í fullum gangi. Keppnin fjórum árum síðar hefur hinsvegar verið í uppnámi í langan tíma en er nú að taka á sig mynd. Forráðamenn heimsmeistarakeppninnar í Katar 2022 ætla að gera fólki afar auðvelt að ferðast á milli keppnisstaða ætli það sér að sjá margra leiki í keppninni. Katarbúar hafa nú reiknað út fjarlægðina á milli allra átta leikvanganna sem keppt verður á á HM 2022. HM 2022 mun fara fram á 28 dögum frá 21. nóvember til 18. desember 2022. Mótshaldarar segja að lengsta ferðlagið á milli leikvanga í keppninni sé aðeins 55 kílómetrar sem er samskonar vegalengd og á milli Old Trafford (Manchester United) og Anfield (Liverpool). Sem dæmi eru 52 kílómetrar á milli Kaplakrikavallar (FH) og Akranesvallar (ÍA). Minnsta fjarlægðin á milli leikvanga er síðan aðeins 4,5 kílómetrar eða eins og að fara á milli Emirates-leikvangsins (Arsenal) og White Hart Lane (Tottenham). Sem dæmi eru 5 kílómetrar á milli Víkingsvallar (Víkingur R.) og Kópavogsvallar (Breiðablik). Þessi litlu ferðalög liðanna þýða að þau geta gist á sama stað allt mótið en ekki verið á fleygiferð eins og íslenska landsliðið á EM í Frakklandi í sumar. Heimsmeistaramótið í Brasilíu árið 2014 bauð upp á gríðarleg ferðlög fyrir liðin og stuðningsmenn þeirra. Þar var lengst 3140 kílómetrar á milli liða en styst um 340 kílómetrar. Það verður líka mikið um ferðlög á HM í Rússlandi sumarið 2018. Móthaldarar reyna nú eftir fremsta megni að byggja upp meiri jákvæða umfjöllun í kringum komandi heimsmeistaramót árið 2022. Þetta var eitt skrefið í því. Ákvörðun að fara með keppnina til Katar hefur fengið mikla gagnrýni enda flestum ljóst að Katarbúar höfðu keypt framkvæmdastjórn FIFA. Þetta skapaði mörg vandamál og endanum varð að færa HM úr steikjandi hita júní- og júlímánaðar inn á veturinn svo ekki væri lífshættulegt fyrir leikmenn og stuðningsfólk að vera á ferðinni í Katar á meðan heimsmeistaramótinu stæði.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira